Morgunblaðið - 17.06.2004, Side 54
ÍÞRÓTTIR
54 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Puma Cellerator
Fullorðinsstærðir 25.990 kr.
Útilíf - Glæsibæ, Smáralind og Kringlunni
Toppmenn og sport - Akureyri
Boltamaðurinn - Laugavegi 42
Rounder - Laugavegi 11
K-sport - Keflavík
Ozone - Akranesi
FJÓRTÁN ára bið Detroit Pistons
eftir NBA-meistaratitlinum í
körfuknattleik lauk í fyrranótt
þegar Detroit bar sigurorð af Los
Angeles Lakers, 100:87, í fimmta
úrslitaleik liðanna um titilinn. Fyr-
irfram áttu fæstir von á að Detroit
stæði í veginum fyrir stjörnup-
rýddu liði Lakers að innbyrða
fjórða meistaratitil sinn á síðustu
fimm árum en annað kom á dag-
inn. Leikmenn Detroit báru enga
virðingu fyrir stórstjörnunum og
þegar upp var staðið unnu þeir ein-
vígið á sannfærandi hátt, 4:1. Þetta
er þriðji meistaratitill Detroit frá
upphafi en liðið fagnaði sigri tvö ár
í röð 1989 og 1990.
Richard Hamilton var stigahæst-
ur í liði Detroit með 21 stig og Ben
Wallace skoraði 18 stig og tók 22
fráköst. Chauncey Billups skoraði
14 stig í leiknum og var í leikslok
útnefndur besti leikmaðurinn í úr-
slitaeinvíginu. Sterkur varn-
arleikur Detroit og skæð hraða-
upphlaup gerðu útslagið í
viðureigninni í fyrrinótt líkt og í
fleiri leikjum liðanna. Kobe Bryant
var í góðri gæslu en náði samt að
skora 24 stig og Shaquille O’Neal
kom næstur með 20 stig en hann
lenti snemma leiks í villuvandræð-
um.
„Við höfðum allan tímann trú á
að við gætum lagt Lakers að velli.
Við lékum sem ein liðsheild, börð-
umst eins og ljón og við sýndum
mikið hungur í að vinna titilinn,“
sagði Billups eftir leikinn.
Detroit hrifsaði titilinn af
Los Angeles Lakers
Suður-Afríkumenn hafa staðið sigbest í því nú síðari ár að halda
uppi merki erlendra keppenda, Re-
tief Goosen sigraði 2001, Ernie Els
1997 og 1994 og Gary Player 1965.
Tony Jacklin frá Englandi sigraði
1970 og Ástralinn David Graham
1981. Það líður sem sagt alltaf nokk-
ur tími milli þess sem erlendir kylf-
ingar sigra.
Fjórir kylfingar hafa sigrað fjór-
um sinnum á Opna bandaríska
meistaramótinu, síðast Jack Nick-
laus 1980 og Ben Hogan 1953. Hale
Irwin hefur þrisvar sigrað, síðast
1990. Af þeim sem eru enn á fullri
ferð og gætu bætt sigri í safnið eru
Woods, sem sigraði 2000 og 2002 og
Ernie Els, sem sigraði 1994 og 1997.
Aðrir sem eru enn að en verða ekki
með að þessu sinni eru Payne Stew-
art (1991/1999), Lee Janzen (1993/
1998) og Curtis Strange (1988/1998).
Engum virðist detta í hug að Jim
Furyk, meistara síðasta árs, takist
að verja titilinn, en þau nöfn sem oft-
ast heyrast nefnd eru Tiger Woods,
ef hann verður búinn að ná tökum á
sveiflunni hjá sér, sem hann hefur
unnið í síðustu vikurnar. Hinn örv-
henti Phil Mickelson hefur leikið vel
í sumar og gæti gert góða hluti á
mótinu að þessu sinni, en hann varð í
öðru sæti 2002, á eftir Woods og 1999
á eftir Payne Stewart.
Mun fleiri erlendir kylfingar eru
nefndir til sögunnar sem hugsanleg-
ir sigurvegarar. Þar ber fyrsta að
telja Spánverjana tvo sem verða með
að þessu sinni, Sergio Garcia og
Miguel Angel Jimenez, en báðir
þykja hafa leikið vel að undanförnu
og sagðir til alls líklegir. Sá síðar-
nefndi varð í öðru til þriðja sæti
ásamt Ernie Els árið 2000 þegar
Woods sigraði.
Vijay Singh er einnig talinn líkleg-
ur en hann er talinn besti kylfing-
urinn á evrópsku mótaröðinni nú um
stundir. Þá hafa menn nefnt til sög-
unnar Padraig Harrington, Darren
Clarke, Ian Poulter, Justin Rose og
Paul Casey.
Fallegur og erfiður völlur
Shinnecock Hills völlurinn þykir
sérlega góður og hann verður betri
og erfiðari með árunum, en hann er
nú 113 ára gamall. Fyrstu 90 árin var
ekki haldið neitt stórmót á honum en
síðan hafa þau verið nokkur þar og
1986 var Raymond Floyd sá eini sem
náði að leika hringina fjóra á Opna
bandaríska undir pari vallarins.
Næst þegar mótið var haldið þar, ár-
ið 1995 varð Corey Pavin fyrsti kylf-
ingurinn í sextán ár til að sigra á
Opna bandaríska á parinu. Nokkuð
vindasamt er á vellinum og verði
Kári við völd á meðan mótið fer fram
er talið ólíklegt að skorið verði mikið
undir pari, ef það nær því þá.
Hver leikur best
á Shinnecock?
OPNA bandaríska meistaramótið í golfi, það 104. í röðinni, hefst á
Shinnecock Hills vellinum í New York ríki í dag. Þar munu 156 kylf-
ingar reyna með sér í einu af fjórum stóru mótunum svonefndu.
Bandaríkjamaðuirnn Jim Furyk sigraði í fyrra, Tiger Woods þar áður
en sagan sýnir að erlendir kylfingar hafa 27 sinnum unnið og aðeins
fimm sinnum síðustu 33 árin. Bandaríkjamenn því líklegri til afreka
en erlendir gestir þeirra á mótinu.
ÍSLANDSMEISTARAR KR í
knattspyrnu kvenna drógust í 4. riðil
með Ter Leede frá Hollandi, Malm-
in Palloseura frá Finnlandi og ŽNK
Krka Novo Mesto frá Slóveníu í
UEFA-bikar kvenna. Riðillinn verð-
ur leikinn í Slóveníu 19. -25. júlí. Í 1.
umferð keppninnar er leikið í níu
fjögurra liða riðlum þar sem sigur-
vegarar riðlanna komast áfram í 2.
umferð, sem einnig er leikin sam-
kvæmt riðlafyrirkomulagi.
RAFAEL Benitez var gær ráðinn
knattspyrnustjóri enska úrvalsdeild-
arliðsins Liverpool. Benitez tekur
við stjórastöðunni af Frakkanum
Gerard Houllier sem verið hefur við
stjórnvölinn hjá Liverpool undan-
farin sex ár. Benitez kemur til Liver-
pool frá spænska liðinu Valencia en
undir hans stjórn vann liðið sigur í
UEFA-keppninni og varð spænskur
meistari. Fyrsti leikurinn sem Benit-
ez stýrir Liverpool verður gegn
Celtic þann 26. júlí.
PAUL Scholes æfði með enska
landsliðinu í gær og mun að öllum
líkindum spila með liðinu gegn Sviss
í dag. Scholes meiddist á ökkla í
leiknum gegn Frakklandi og óvíst
var hvort hann yrði orðinn leikfær
fyrir leikinn í dag. Allir leikmenn
enska liðsins, fyrir utan Nicky Butt
sem verður ekki meira með á
mótinu, verða því með gegn Sviss.
BAYERN München hefur gengið
frá kaupum á þýska landsliðsmann-
inum Torsten Frings, miðvallarleik-
manninum sterka hjá Borussia
Dortmund, sem skoraði mark Þjóð-
verja gegn Hollendingum í fyrra-
kvöld. Frings gerði fjögurra ára
samning við Bæjara en kaupverð
þeirra á leikmanninum er talið vera
10 milljónir evra. Með tilkomu
Frings er framtíð Michael Ballack
hjá Bayern München í óvissu.
JOSE Mourinho, nýráðinn fram-
kvæmdastjóri Chelsea, gæti þurft að
taka út leikbann hjá Chelsea sem
hann fékk þegar hann var við stjórn-
völinn hjá Porto. Mourinho lenti í
útistöðum við leikmann Sporting
Lissabon eftir leik með Porto í byrj-
un febrúar og fékk fyrir vikið 10
leikja bann. Svo gæti farið að knatt-
spyrnuyfirvöld í Portúgal fari fram á
við enska knattspyrnusambandið að
Mourinho taki út leikbannið hjá
Chelsea.
FÓLK
Grikkir héldu áfram að koma áóvart í Evrópukeppninni þegar
þeir fengu eitt stig á móti Spánverj-
um. Fernando Morientes kom Spán-
verjum yfir á 28. mínútu eftir frá-
bæra hælsendingu frá Raul
Gonzalez en sóknarmaðurinn Ange-
los Charisteas jafnaði fyrir Grikki á
67. mínútu eftir mistök í vörn Spán-
verja.
Spánverjar voru mun sterkari að-
ilinn í leiknum og fengu nokkur úr-
valsfæri til þess að tryggja sér sig-
urinn en Antonios Nikopolidis,
markvörður Grikkja, átti góðan leik
og varði oft mjög vel. „Við sönnuðum
það í dag að sigur okkar gegn Portú-
gal var ekki heppni. Við erum með
mjög gott lið og önnur lið ættu að
byrja að taka mark á okkur. Við
sýndum mikinn karakter með því að
ná að jafna metin gegn Spánverjum.
Eftir þessi úrslit mun fólk gera meiri
væntingar til okkar en áður og við
verðum að ná góðum úrslitum gegn
Rússum á sunnudaginn,“ sagði
Angelos Charisteas.
„Jafntefli gegn Grikkjum eru ekki
góð úrslit fyrir okkur og það sem eft-
ir lifir af vikunni verður mikil pressa
á okkur. Við gerðum mistök í síðari
hálfleik, spiluðum of varfærnislega
og það kostaði okkur sigurinn,“ sagði
Inaki Saez, þjálfari Spánverja.
Portúgal gerði út um
vonir Rússa
Nuno Maniche og Rui Costa
tryggðu Portúgal sigurinn gegn
Rússum. Maniche skoraði fallegt
mark á 7. mínútu og Costa skoraði
síðara markið af stuttu færi á 88.
mínútu. Sigur Portúgals var sann-
gjarn en Rússar þurftu að leika ein-
um leikmanni færri eftir að Sergei
Ovchinnikov, markvörður Rúss-
lands, fékk að líta rauða spjaldið á
44. mínútu fyrir að handleika knött-
inn utan vítateigs. „Ég tek fulla
ábyrgð á að Rússland eigi ekki
möguleika á að komast upp úr riðl-
inum því það er ég sem vel liðið,
sagði,“ Georgy Yartsev, þjálfari
Rússlands.
„Allir leikmenn Portúgals spiluðu
vel. Við héldum að það yrði auðveld-
ara að spila á móti tíu leikmönnum
en það var erfiðara. Hvort við
vinnum 10:0 eða 2:0 skiptir ekki máli.
Eina sem skiptir máli er að sigra.
Leikurinn við Spánverja verður
mjög erfiður og ég get ekki ímyndað
mér hvernig stemning verður á
leiknum. Ég mun setjast niður með
leikmönnunum mínum og við mun-
um skoða hvaða mistök við gerðum í
leiknum gegn Rússum,“ sagði Luiz
Felipe Scolari, þjálfari Portúgals.
Reuters.
Angelos Charisteas skorar jöfnunarmark Grikkja gegn Spánverjum.
Grikkir með
vænlega stöðu
GRIKKLAND og Spánn gerðu jafntefli, 1:1, og Portúgal sigraði
Rússland, 2:0, í A-riðli Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu.
Grikkland og Spánn eru með fjögur stig í efstu tveimur sætunum en
Grikkir eru með betra markahlutfall. Portúgal er með þrjú stig og
Rússar eru án stiga og eiga ekki möguleika á að komast í fjórðungs-
úrslitin. Á sunnudag mætast Grikkland og Rússland og Spánn spil-
ar við Portúgal í lokaleikjum riðilsins.
OPNA KB BANKA
MÓTIÐ!
á Svarfhólsvelli 19. júní 2004
Leikfyrirkomulag: Punktakeppni
Skráning á golf.is/gos eða í síma 482 3335
VERÐLAUN FYRIR 6 EFSTU SÆTIN.
Verðlaun fyrir næst holu á par 3 brautum.
Verðlaun fyrir lengsta teighögg.
Golfklúbbur Selfoss