Morgunblaðið - 17.06.2004, Síða 56
ÍÞRÓTTIR
56 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Puma Attaccante
Fullorðinsstærðir 6.990 kr.
Barnastærðir 4.990 kr.
Útilíf - Glæsibæ, Smáralind
og Kringlunni
Maraþon - Kringlunni
Sportver - Akureyri
Sportbúð Kópavogs
Toppmenn og sport - Akureyri
Boltamaðurinn - Laugavegi 42
Rounder - Laugavegi 11
Sportbúð Grafarvogs
Axel Ó - Vestmannaeyjum
Sportbær - Selfossi
Tákn - Húsavík
K-sport - Keflavík
Fjarðarsport - Neskaupstað
Borgarsport - Borgarnesi
ÚRSLIT
ÍA 2:2 FH
Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla,
6. umferð
Akranesvöllur
Miðvikudaginn 16. júní 2004
Aðstæður:
Sól, andvari og fínn völlur.
Áhorfendur: 981
Dómari:
Kristinn Jakobsson,
KR, 4
Aðstoðardómarar:
Erlendur Eiríksson,
Sigurður Óli Þórleifsson
Skot á mark: 11(7) - 9(5)
Hornspyrnur: 13 - 5
Rangstöður: 1 - 0
Leikskipulag: 4-3-3
Þórður Þórðarson
Hjálmur Dór Hjálmsson M
Gunnlaugur Jónsson M
Reynir Leósson
Andri Lindberg Karvelsson
(Guðjón H. Sveinsson 68.)
Kári Steinn Reynisson M
(Þorsteinn Gíslason 85.)
Julian Johnsson
(Hjörtur J. Hjartarson 87.)
Pálmi Haraldsson M
Haraldur Ingólfsson M
Grétar Rafn Steinsson M
Stefán Þ. Þórðarson M
Daði Lárusson M
Guðmundur Sævarsson
Tommy Nielsen M
Sverrir Garðarsson M
Freyr Bjarnason
Baldur Bett M
Heimir Guðjónsson M
Emil Hallfreðsson
Atli Viðar Björnsson
Ármann Smári Björnsson M
(Simon Karkov 67.)
Jón Þorgrímur Stefánsson
(Allan Borgvardt 63.)
0:1 (13.) Guðmundur Sævarsson sendi stungusendingu frá hægri inn á miðj-
una. Reynir Leósson, miðvörður ÍA, virtist öruggur með boltann en datt
og þaðnýtti Ármann Smári Björnsson, sem ekki var langt undan, sér
til fullnustu og skoraði af öryggi einn á móti Þórði Þórðarsyni mark-
verði.
1:1 (17.) Kári Steinn Reynisson sendi fyrir markið frá hægri, Grétar Rafn Steins-
son náði að skalla knöttinn áfram og rétt utan við vinstra markteigs-
hornið var Haraldur Ingólfsson aleinn, lagði boltann fyrir sig og þrum-
aði honum upp í markhornið nær.
1:2 (55.) FH fékk hornspyrnu frá vinstri. Boltinn var skallaður frá marki en Jón
Þ. Stefánsson náði honum og sendi fyrir á ný frá vinstri. Boltinn fór í
gegnum markteiginn án þess að menn næðu að koma við hann en á
endanum kom Tommy Nielsen og kom boltanum í netið af stuttu færi.
2:2 (66.) ÍA fékk aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi FH, vinstra megin. Boltinn
barst upp undir endamörk hægra megin þar sem Julian Johnsson
skallaði til baka og á markteignum tók fyrirliðinn Gunnlaugur Jónsson
glæsilega hjólhestaspyrnu og þrumaði knettinum í markið.
Gul spjöld: Emil Hallfreðsson, FH (75.) Fyrir brot.
Rauð spjöld: Engin
ÞORVALDUR Már Guðmunds-
son, knattspyrnumaður úr Víkingi,
hefur verið lánaður til 2. deildarliðs
Aftureldingar. Þorvaldur kom til
liðs við Víking í vetur frá Aftureld-
ingu og spilaði fimm fyrstu leiki liðs-
ins í úrvalsdeildinni, einn þeirra í
byrjunarliði.
STUÐNINGSMENN FH fögnuðu
fyrra marki Hafnfirðinga gegn ÍA
með því að kveikja á blysi en það er
ekki leyfilegt. Einhver eftirmál geta
orðið vegna þessa atviks en í reglum
KSÍ er lagt bann við að kveikja á
blysum á knattspyrnuleikjum.
FRANCESCO Totti, leikmaður
Ítalíu, var kærður í gær af UEFA
fyrir óíþróttamannslega hegðun en
hann hrækti á Christian Poulsen,
leikmann Dana, í leik þjóðanna á
mánudaginn en dómari leiksins sá
það ekki. Aganefnd UEFA ákvað að
kæra Totti eftir að hafa skoðað
myndir og upptöku af leiknum. Aga-
nefndin mun í dag skýra Ítölum frá
dómi sínum en það er mögulegt að
Totti verði dæmdur í nokkurra
leikja bann.
JUVENTUS hefur bæst í hóp
þeirra liða sem vilja krækja í portú-
galska landsliðsmanninn Deco en
hann er á mála hjá Evrópumeistur-
um Porto. Chelsea og Bayern Mün-
chen hafa bæði borið víurnar í miðju-
manninn snjalla og gerði Peter
Kenyon stjórnarmaður Chelsea sér
ferð til Portúgals fyrr í vikunni þar
sem hann átti viðræður við leik-
manninn.
FÓLK
Leikurinn byrjaði með miklumágætum og voru bæði lið greini-
lega mætt til að selja sig dýrt. Stefán
Þórðarson fékk fínt
færi strax á annarri
mínútu en Daði Lár-
usson varði skalla
hans úr markteign-
um í slána. Aðeins fjórum mínútum
síðar var Ármann Smári Björnsson í
ákjósanlegu færi þegar hann komst
einn inn fyrir vörn ÍA, en hann var
allt of lengi að ná valdi á knettinum
þannig að Þórður Þórðarson, mark-
vörður ÍA, náði að leika vel á hann.
Ármann Smári fór mikinn því
hann átti skömmu síðar fínt skot rétt
yfir þverslána og á 13. mínútu kom
hann gestunum yfir með ágætu
marki eftir slæm mistök í vörn ÍA.
Skagamenn gerðu það sem öll lið
dreymir um að gera – svöruðu með
marki því aðeins fjórum mínútum
síðar jafnaði Haraldur Ingólfsson
metin. Því miður dofnaði mikið yfir
leiknum eftir mörkin, en baráttan
hélt áfram um miðjuna. Allt of mikið
var um langar sendingar á mótherja
og það var ekki fyrr en rétt undir lok
hálfleiksins að eitthvað markvert
gerðist við mörkin, fyrst skallaði
Kári Steinn Reynisson framhjá úr
ákjósanlegu færi og hinum megin
skaut Jón Þ. Stefánsson framhjá úr
fínu færi.
Síðari hálfleikur byrjaði fjörlega
líkt og sá fyrri en munurinn var sá að
þessi hálfleikur hélst ágætlega
skemmtilegur til loka. Heimamenn
fengu nokkrar hornspyrnur snemma
í síðari hálfleik en gestunum tókst að
bjarga þó að hart væri gengið að
þeim og litlu mætti muna. En það
voru gestirnir sem skoruðu eftir
hornspyrnu á 55. mínútu og komust
þar með öðru sinni yfir í leiknum og
að þessu sinni var það varnarmað-
urinn Tommy Nielsen. Mínútu síðar
átti Grétar Rafn fínt skot framhjá og
á 67. mínútu jafnaði
Gunnlaugur eins og áður segir,
annar varnarmaður sem þar kom við
sögu. Eftir markið sóttu Skagamenn
mun meira og Grétar Rafn átti flott
skot sem Daði varði vel og skömmu
síðar fór Pálmi illa með fínt skotfæri
er hann skaut beint á Daða. Á loka-
mínútunum bjargaði Hjálmur Dór á
marklínu ÍA og kom í veg fyrir að
gestirnir tækju öll stigin.
Hægri helmingur ÍA varnarinnar
lék vel í gærkvöldi. Á miðjunni áttu
Pálmi, Kári Steinn og Haraldur fín-
an dag og frammi voru þeir Grétar
Rafn og Stefán sprækir, sérstaklega
var sá síðarnefndi duglegur og bar-
áttuglaður.
Hjá FH virkaði Tommy frekar
óöruggur framan af leik en náði sér
vel á strik er á leið. Annars var vörn-
in fín og sterk í skallaboltunum.
Heimir og Baldur léku ágætlega á
miðjunni og Ármann Smári var
frískur frammi.
Fyrirliðinn með
hjólhestaspyrnu
SKAGAMENN og FH-ingar gerðu 2:2 jafntefli á Skipaskaga í gær og
virðist komin hefð fyrir því að liðin geri jafntefli á Akranesi því síð-
ustu ár hafa leikir liðanna endað þannig, síðustu tvö árin marka-
laust en að þessu sinni fengu áhorfendur fjögur mörk, líkt og árið
2001. Fyrirliðinn Gunnlaugur Jónsson jafnaði síðara sinnið fyrir ÍA
með glæsilegu marki með hjólhestaspyrnu.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
FYRIRLIÐI Skagamanna, Gunnlaugur Jónsson, var
nokkuð sáttur við stigið en fannst þó að heimamenn
hefðu átt að hirða öll stigin. „Ég held að við höfum
átt betri færi í þessum leik en bæði lið áttu góðan leik
og ég held að þetta sé besti leikurinn til þessa. Svona
í heildina var þetta besti leikurinn okkar. Mörkin sem
við fengum á okkur voru af ódýrari gerðinni og mað-
ur er svolítið svekktur yfir því,“ sagði Gunnlaugur.
„Þú hefur greinilega ekki horft á æfingar hjá okkur,
þetta gerist öðru hverju,“ sagði Gunnlaugur að-
spurður hvort hann hefði einhvern tímann skorað úr
vítaspyrnu áður.
Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, var einnig sáttur
við jafnteflið. „Það er alltaf erfitt að koma upp á
Skaga og spila. Þeir eru með kröftugt lið og þeir lágu
svolítið á okkur. Við fengum samt sem áður nokkur
opin færi. Ég tel hins vegar að við eigum töluvert
inni,“ sagði Heimir.
Báðir fyrirliðarnir
nokkuð sáttir
ÓLAFUR Þórðarson, fyrirliði Skagamanna, var ekki
sáttur við jafnteflið. „Nei, ég er ekki sáttur við jafn-
tefli. En engu að síður var þetta hörkuleikur, mjög
opinn og að mörgu leyti skemmtilegur. Þetta er ef-
laust einn af skemmtilegri leikjum í deildinni hing-
að til,“ sagði Ólafur.
Hann sagði jafnframt að þetta hefði verið lang-
besti leikur liðsins í sumar. „Það er allt annað að
sjá liðið. Það voru allir tilbúnir að berjast og það
var kraftur í mönnum. Við vorum að vísu óheppnir
og gefum þeim eitt mark og ég er nokkuð viss um
að Tommy Nielsen tekur hann með hendinni í
seinna markinu en ég á eftir að sjá það í sjónvarpi,“
sagði Ólafur og bætti við að það væri mikill munur
á liðinu frá því í undanförnum leikjum. „Það vant-
aði reyndar marga menn þar en það er alveg sama.
En við vorum alla vega með hugarfarið í lagi í
dag,“ sagði Ólafur.
Langbesti leikur
liðsins í sumar
KNATTSPYRNA
2. deild karla:
Varmárvöllur: Afturelding - ÍR ................20
Garðsvöllur: Víðir - Leiftur/Dalvík...........20
3. deild karla:
Þróttarvöllur: Númi - Afríka.....................20
Gróttuvöllur: Grótta - Árborg...................20
Eyrarbakkavöllur: Freyr - Skallagrímur 20
Ásvellir: ÍH - Ægir.....................................20
Torfnesvöllur: BÍ - Hamar ........................20
Árskógsvöllur: Reynir Á. - Magni ............20
Sindravellir: Sindri - Neisti D...................20
Seyðisfjarðarvöllur: Huginn - Leinir F....20
Í KVÖLD
KNATTSPYRNA
Efsta deild kvenna, Landsbankadeild:
Kaplakrikavöllur: FH - KR.......................11
Í DAG
KNATTSPYRNA
Efsta deild karla,
Landsbankadeild
Grindavík - KR..........................................0:0
Fram - KA..................................................0:1
Atli Sveinn Þórarinsson 69.
ÍA - FH .......................................................2:2
Haraldur Ingólfsson 17., Gunnlaugur Jóns-
son 66. - Ármann Smári Björnsson 13.,
Tommy Nielsen 55.
Staðan:
Fylkir 6 4 2 0 9:3 14
Keflavík 6 3 1 2 7:9 10
ÍBV 6 2 3 1 10:6 9
ÍA 6 2 3 1 7:5 9
FH 6 2 3 1 7:6 9
KR 6 2 2 2 6:7 8
Grindavík 6 1 4 1 5:6 7
KA 6 2 1 3 5:6 7
Fram 6 1 2 3 7:8 5
Víkingur R. 6 0 1 5 3:10 1
Markahæstir:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV ............. 5
Grétar Ó. Hjartarson, Grindavík ............... 4
Atli Sveinn Þórarinsson, KA ...................... 4
Arnar B. Gunnlaugsson, KR ...................... 3
Sævar Þór Gíslason, Fylki.......................... 3
Magnús Már Lúðvíksson, ÍBV................... 3
1. deild kvenna A
Keflavík - HK/Víkingur ............................1:0
Staðan:
Keflavík 3 3 0 0 23:0 9
Haukar 3 2 0 1 13:12 6
HK/Víkingur 2 1 0 1 6:1 3
Ægir 2 0 1 1 5:11 1
UMF Bessastaða 4 0 1 3 5:28 1
Evrópukeppnin
A-riðill:
Grikkland - Spánn ....................................1:1
Mark Grikklands: Angelos Charisteas 67.
Mark Spánar: Fernando Morientes 28.
Bessa, Porto;
Lið Grikklands: Antonios Nikopolidis -
Georgios Seitaridis, Traianos Dellas,
Konstantinos Katsouranis, Mihalis Kapsis,
Panagiotis Fyssas (Stylianos Venetidis 86.)
- Stylianos Giannakopoulos (Themistoklis
Nikolaidis 49.), Georgios Karagounis (Vasi-
lios Tsiartas 53.), Theodoros Zagorakis -
Zisis Vryzas, Angelos Charisteas.
Lið Spánar: Iker Casillas - Carles Puyol,
Carlos Marchena, Ivan Helguera, Raul
Bravo - David Albelda, Ruben Baraja, Jos-
eba Etxeberria (Joaquin Sanchez 46.), Vic-
ente Rodriguez - Raul Gonzalez (Fernando
Torres 80.), Fernando Morientes (Juan
Carlos Valeron 65.).
Gult spjald: Carlos Marchena og Ivan Hel-
guera, Spáni, Konstantinos Katsouranis,
Stylianos Giannakopoulos, Georgios Kar-
agounis og Theodoros Zagorakis, Grikk-
landi.
Rautt spjald: Engin.
Dómari: Lubos Michel frá Slóvakíu.
Áhorfendur: 25.444.
Rússland - Portúgal..................................0:2
Mörk Portúgals: Nuno Maniche 7., Rui
Costa 88.
Liz, Lissabon;
Lið Rússlands: Sergei Ovchinnikov - Vadim
Evseev, Alexei Smertin, Alexei Bugayev,
Dmitry Sennikov - Yevgeny Aldonin
(Viacheslav Malafeev 45.), Dmitry Alenic-
hev, Dmitry Loskov, Andrei Karyaka
(Dimitri Bulykin 79.), Marat Izmailov
(Vladimir Bystrov, 72.) - Alexander
Kerzhakov.
Lið Portúgals: Ricardo - Miguel, Ricardo
Carvalho, Jorge Andrade, Nuno Valente -
Costinha, Nuno Maniche, Luis Figo (Crist-
iano Ronaldo 78.), Deco, Simao Sabrosa
(Rui Costa 63.) - Pedro Pauleta.
Gult spjald: Alexei Smertin, Vadim Evseev
og Dmitry Alenichev, Rússlandi, Ricardo
Carvalho og Deco, Portúgal.
Rautt spjald: Sergei Ovchinnikov 45.,
Rússlandi.
Dómari: Terje Hauge frá Noregi.
Áhorfendur: 58.000.
Staðan í A-riðli:
Grikkland 2 1 1 0 3:2 4
Spánn 2 1 1 0 2:1 4
Portúgal 2 1 0 1 3:2 3
Rússland 2 0 0 2 0:3 0
GRINDVÍKINGAR náðu í gær-
kvöld sínu fyrsta stigi á heimavelli
gegn KR í sjö ár. KR-ingar höfðu sex
sinnum í röð sótt öll þrjú stigin til
Grindavíkur og er skemmst að
minnast leiks þeirra þar í fyrrahaust
þegar þeir tryggðu sér meistaratit-
ilinn með 3:1 sigri. Félögin gerðu
markalaust jafntefli í fyrsta skipti í
19 viðureignum sín á milli í efstu
deild.
ÞORSTEINN Gíslason kom inn á
sem varamaður hjá ÍA gegn FH og
lék sinn fyrsta leik í efstu deild.
HAUKUR Ingi Sigurbergsson,
varnarmaður frá Neskaupstað, var í
fyrsta skipti í byrjunarliði KA í efstu
deild þegar Akureyrarliðið mætti
Fram í gærkvöld.
ALLAN Borgvardt, besti leikmað-
ur Íslandsmótsins 2003, kom inn á
sem varamaður hjá FH gegn ÍA og
spilaði sinn fyrsta deildaleik á árinu.
Borgvardt missti af fimm fyrstu
leikjum FH vegna meiðsla í nára.
CHELSEA er sagt hafa boðið
framherja Real Madrid og spænska
landsliðsins, Fernando Morientes,
fimm ára samning. Morientes spilaði
með Mónakó á síðustu leiktíð og varð
markahæsti leikmaður Meistara-
keppni Evrópu. Chelsea er þó ekki
eina liðið sem er á eftir leikmann-
inum en nokkur stórlið á Ítalíu hafa
sýnt honum áhuga. Hann hefur farið
fram á tveggja ára framlengingu á
samningi sínum og verulega launa-
hækkun við Real Madrid og það er
því undir spænska félaginu komið
hvað verður um framtíð Morientes.
JOHANN Vogel, leikmaður sviss-
neska landsliðsins, sem vikið var af
velli í leik Sviss og Króatíu verður í
leikbanni gegn Englendingum í dag.
FÓLK