Morgunblaðið - 17.06.2004, Blaðsíða 60
FÓLK Í FRÉTTUM
60 FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NÝTT: Miðasala á netinu
www.borgarleikhus.is
Stóra svið
Nýja svið og Litla sviðCHICAGO eftir J. Kander, F. Ebb og B. Fosse
Lau 19/6 kl 20
SÍÐASTA SÝNING Í VOR
TANZ THEATER HEUTE - LJÓSMYNDASÝNING
í samvinnu við Goethe Zentrum - Í FORSAL
Miðasala: 568 8000
Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00
miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00
laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00
www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is
DON KÍKÓTI eftir Miguel de Cervantes
Sýningar hefjast á ný í september
BELGÍSKA KONGÓ eftir Braga Ólafsson
Sýningar hefjast á ný í október
LÍNA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren
Su 12/9 kl 14, Su 19/9 kl 14, Su 26/9 kl 14
Fim. 24. júní FRUMSÝNING kl. 19.30 - UPPSELT
Fös. 25. júní Sýning nr. 2 kl. 19.30 - UPPSELT
Mið. 30. júní Sýning nr. 3 kl. 19.30 - ÖRFÁ SÆTI
Fim. 1. júlí Sýning nr. 4 kl. 19.30 - UPPSELT
Fös. 2. júlí Sýning nr. 5 kl. 19.30 - LAUS SÆTI
Sun. 4. júlí Sýning nr. 6 kl. 17.00 - LAUS SÆTI
Lau. 10. júlí Sýning nr. 7 kl. 16.30 - LAUS SÆTI
Lau 10. júlí Sýning nr. 8 kl. 19.30 - FÁ SÆTI
Hliðarsalur: EM á breiðtjaldi í beinni
Dansleikur föstudagskvöld
Eyjólfur Kristjánsson
og Íslands eina von
Sumarkvöld við orgelið
18. júní kl. 20.00:
Chalmers Sångkör
frá Gautaborg,
stjórnandi: Susanna Fredén.
19. júní kl. 12.00:
Juliet Booth sópran
og Christopher Herrick orgel.
20. júní kl. 20.00:
Hinn heimsþekkti breski organisti
Christopher Herrick
leikur verk eftir Widor, Bach,
Guilmant, Liszt og Duruflé.
framtíðina. Fjögur þessara barna til-
heyra þriðju kynslóð palestínskra
flóttamanna í Shatila-flóttamanna-
búðunum í Líbanon, en eitt þeirra er
líbanskur drengur sem orðið hefur
fyrir barðinu á stríðsátökunum við
Ísraela í heimalandi sínu. Á árunum
1999, 2000 og 2002 er haldið aftur á
sömu slóðir og börnin leituð uppi. Þá
hefur ýmislegt gengið á, Ísraelar
hafa hernumið hluta Líbanons, og
fátt breyst í stöðu Palestínuarab-
anna sem hraktir voru úr heimalandi
sínu fyrir nær hálfri öld. Að sama
skapi mæta kröpp kjör og skortur á
tækifærum eldhugunum ungu sem
lögðu á ráðin um bjarta framtíð þeg-
ar þau voru börn. Nú standa þau við
þröskuld fullorðinsáranna og hafa
hvert um sig áttað sig á óumbreyt-
anleika stöðu sinnar.
Með næmri sýn á myndefni og við-
mælendur, og smekklega en afdrátt-
arlausa útleggingu á sögulegu sam-
hengi aðstæðna palestínsku
flóttamannanna tekst höfundum
myndarinnar að bregða upp gríðar-
sterkri mynd af áhrifum stríðs og
kúgunar á líf og hamingju ungs
fólks, sem vill aðeins frið og tækifæri
til að láta eitthvað verða úr sér í líf-
inu. Hér er ekki leitast við að mynda
öfgamenn með vélbyssur, blóð og
limlestingar, heldur hið venjulega
fólk sem þjáist vegna aðstæðna sem
það ræður ekkert við, ber harm sinn
í hljóði en heldur í vonina um að láta
drauma sína rætast. Eða eins og
einn pilturinn segir, ef ekki drauma
sinna, þá barna sinna eða barna-
barna.
HRAFNHILDUR Gunnarsdóttir
kvikmyndagerðarkona hefur komið
víða við á sínum ferli, og það í orðsins
fyllstu merkingu. Í verkum sínum
leitast hún við að kanna skugga-
svæði menningar okkar og draga
fram í dagljósið það sem fólk vill
hvorki sjá né skilja. Og nálgunin er
alltaf persónuleg, þ.e. leitast er við
að skýra ákveðið samhengi með því
að kynnast reynslu einstaklinga og
hlusta á hvað þeir hafa að segja. Í
Corpus Camera var fjallað um það
hvernig við skynjum og tökum á ást-
vinamissi, og í Hrein og bein stígur
hópur ungs fólks fram og lýsir því
hvernig fordómar gegn samkyn-
hneigð hafa haft áhrif á þeirra líf. Í
Lifandi í limbó, heimildarmynd sem
Hrafnhildur gerir í samvinnu við
Tinu Naccache og Ericu Marcus, er
kvikmyndagerðarkonan komin á
svipaðar slóðir og í Hver hengir upp
þvottinn? en sú kvikmynd varð að
sögn Hrafnhildar til sem nokkurs
konar útskot af vinnunni í kringum
Lifandi í limbó, sem verið hefur um
10 ár í vinnslu. Í myndinni er haldið
til Mið-Austurlanda, og grafist fyrir
um aðstæður palestínskra flótta-
manna í Líbanon. Umgjörðin er ein-
föld, rætt er við fimm börn í fyrstu
heimsókn kvikmyndafólksins árið
1993, og talað við þau um lífið og
Afdrif drauma
KVIKMYNDIR
Reykjavík Shorts and Docs
Leikstjórar: Hrafnhildur Gunnarsdóttir,
Tina Naccache og Erica Marcus. Heim-
ildarmynd. 56 mín. RayMar Educational
Films, Krumma Film, 2004.
Lifandi í limbó / Alive in Limbo Heiða Jóhannsdóttir
ÍSLENDINGAR nær og fjær ætla að halda þjóðhátíð-
ardaginn hátíðlegan í dag. Íslendingafélagið í Kaup-
mannahöfn stendur fyrir hátíðadagskrá í Jónshúsi í
dag auk þess sem boðið verður upp á þjóðhátíðahöld
alla helgina í Kaupmannahöfn.
Í dag verður þó riðið á vaðið með klassískri og
þjóðlegri skemmtun í Jónshúsi, að sögn Barða Valdi-
marssonar, meðstjórnanda í Íslendingafélaginu.
„Fram koma íslenskir tónlistarmenn sem búsettir
eru í Danmörku,“ upplýsir Barði.
Dagskráin stendur milli klukkan 14 og 18 og verð-
ur, að sögn Barða, afslöppuð og róleg stemming fyrir
alla fjölskylduna. Ýmislegt verður einnig í boði fyrir
yngstu kynslóðina, svo sem myndbandasýningar, and-
litsmálning og leikir svo allir ættu að geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi.
Um kvöldið leikur Haukur Gröndal ásamt djasssveit
sinni í Jónshúsi.
Þar sem 17. júní ber upp á virkan dag þetta árið
frestast öll frekari hátíðahöld fram að helgi
Laugardaginn 19. júní verður blásið til Kvenna-
hlaupsins á Amager. Í kjölfarið verður svo fjölbreytt
hátíðadagskrá í almenningsgarðinum Tiøren (Tíeyr-
ingurinn) á Amager þar sem Einar Már Guðmundsson
mun flytja hátíðarræðu. Steintryggur mun leika fyrir
gesti auk fleiri tónlistaratriða.
„Svo verður þarna skrúðganga, lúðrasveit og allt
mögulegt,“ segir Barði.
Um kvöldið leika Milljónamæringarnir svo fyrir
dansi á Norðurbryggju, hinu nýja menningarhúsi Ís-
lendinga, Færeyinga og Grænlendinga á Íslands-
bryggju.
Föstudaginn 18. júní býður veitingastaðurinn Cafe
Jonas upp á íslenskan matseðil, fisk og lambakjöt,
undir öruggri handleiðslu Eiðs Eiðssonar mat-
reiðslumeistara. Matseðillinn verður á boðstólum alla
helgina. Að kvöldi föstudagsins leikur hljómsveitin
Baraduca á Cafe Jonasi en hana skipa nokkrir liðs-
menn Milljónamæringanna auk Hjörleifs Valssonar
fiðluleikara.
Á sunnudaginn stendur Ferðamálaráð fyrir Íslands-
kynningu á Norðurbryggju og um kvöldið leika Rott-
weilerhundarnir lausum hala á Cafe Jonas.
Að sögn Barða er mikið framundan hjá Íslendinga-
félaginu í Kaupmannahöfn meðal annars leiksýningar
og smásagnasamkeppni. Hann segir félagið hafa verið
talsvert virkara síðasta ár en áður var og ætli stjórn-
in að halda sínu striki í þeim efnum.
Þjóðhátíðarhöld Íslendinga í Kaupmannahöfn
Steintryggur leikur á Íslandshátíðinni í Köben. Barði Valdimarsson
17. júní í
Köben
Heimasíða Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn;
www.islendingafelagid.dk
birta@mbl.is
ARI Í ÖGRI: Acoustics föstudag.
ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Caprí-tríó
sunnudag kl. 20 til 23:30.
BAR 11: DJ’s Maggi & Bjarni um
helgina. Dikta laugardag kl. 21.
Krummi í Mínus þeytir skífur laug-
ardag kl. 00. Bíó sunnudag kl. 21.
BRAGGINN, Hólmavík: Snigla-
bandið laugardag.
BÚÁLFURINN: Hermann Ingi jr.
föstudag.
CATALINA, Kópavogi: Guð-
mundur Rúnar um helgina.
DÁTINN, Akureyri: Dj. Andri
fimmtudag kl. 22 til 01.
EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Appa-
rat organ quartet föstudag kl. 22.
FELIX: Doktorinn föstudag. Dj.
Kiddi Bigfoot laugardag.
FÉLAGSHEIMILIÐ HVAMMS-
TANGA: Í svörtum fötum laugardag.
FRUMLEIKHÚSIÐ, Keflavík:
Breiðbandið laugardag kl. 20.
GAMLA STÚDÍÓIÐ RÍKISSJÓN-
VARPINU: Hljómsveitin 27 með
tónleika fimmtudag kl. 17 einnig
koma fram: Shai Hulud, Give Up the
ghost, Urkraft, I adapt, Changer,
Afsprengi Satans, Dys, Drep, Fig-
hting Shit,.
GAUKUR Á STÖNG: Dikta, Brain
Police og Coral föstudag kl. 22. Á
móti sól laugardag.
GRANDROKK: Hraun föstudag
kl. 23:50. Hjálmar, Lokbrá laugar-
dag kl. 23:30.
HERJÓLFSDALUR, Vestmanna-
eyjum: Dans á rósum föstudag á
Jónsmessuhátíð ÍBV, Maggi Braga
fer með Jónmessuljóð í hléi.
HRESSÓ: Eyfi Kristjáns & Búða-
bandið í garðinum fimmtudag. Atli
skemmtanalögga um helgina.
HVERFISBARINN: Bítlarnir
fimmtudag. Dj. Andri föstudag. Dj.
Benni laugardag.
ÍÞRÓTTAHÚSIÐ, Súðavík: Papar
með tónleika laugardag kl. 20.
JÓMFRÚIN: Tríó Erik Qvick laug-
ardag kl. 16.
KAFFI KÚLTÚR: Búðabandið
laugardag kl. 00 til 03.
KIRKJUHVOLUR, Kirkjubæjar-
klaustri: Von laugardag.
KLÚBBURINN VIÐ GULL-
INBRÚ: Hunang laugardag.
KRINGLUKRÁIN: Eyfi og Íslands
eina von um helgina.
LAUGAVEGUR 22: Steini Quar-
ashi á annarri hæð föstudag. Palli og
Biggi í Maus laugardag.
LEIKHÚSKJALLARINN: Fjútt
og tjútt með Þorsteini Guðmunds-
syni og Sindra Páli Kjartanssyni
föstudag kl. 23.30.
NASA: Dixielandsveit Árna Leifs-
sonar fimmtud. kl. 14 til 18. Íslenski
fáninn föstudag kl. 23. MTV partí
laugardag.
PADDÝ́S, Keflavík: Gilitrutt
föstudag og laugardag.
PAKKHÚSIÐ, Selfossi: Sólon
föstudag og laugardag.
PLAYER SPORT BAR, Kópavogi:
Von föstudag. Sixties laugardag.
PRIKIÐ: Búðabandið föstudag kl.
21 til 23:30.
RAUÐA LJÓNIÐ: Handverk spila-
fíklanna föstudag og laugardag.
RÁÐHÚSTORG, Akureyri: Sent
fimmtudag.
RÁIN, Reykjanesbæ: Rúnar Þór
föstudag og laugardag.
SJALLINN, Akureyri: Douglas
Wilson föstudag. Saga Klass laugar-
dag. Dj Lilja á Dátanum.
SJALLINN, Ísafirði: Skítamórall
laugardag.
VÉLSMIÐJAN AKUREYRI: Úlf-
arnir föstudag og laugardag.
FráAtilÖ
Morgunblaðið/Ómar
Stuðboltarnir í Hrauni leika á Grandrokki annað kvöld.
Fréttasíminn
904 1100