Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 8
SEX vikum eftir jar&arför sina kom hinn 22 ára gamli Michael Calby aftur til heimabæjar sins, Etienne. Hann furðaði sig á þeirri athygli, sem hann vakti á götunum. 1 Rue de Theatre kom maður, sem hann þekkti vel. Lahouchin að nafni, hlaupandi á móti honum, greip i hann og starðí á hann uppglenntum augum, eins og hann væri gestur frá annarri stjörnu. Siðan hrópaði hann svo hátt að margir viðstaddir heyrðu: — Nei, Michael, þetta geturekkiveriðþú! Guð hjálpi mér, hvar hefurðu verið? Þú sem ert dáinn! Michael starði furðu lostinn á Lahouchino og reyndi að skilja það sem hann sagði. Fólk safnaðist um þá. og þarna var vinur og jafnaldri Michaels, Pierre. Hann sagði ekkert — seig aðeins meðvitundarlaus niður á gangstéttina. Lögregluþjónn kom að til að athuga, hverju þetta sætti og bað Michael um skjöl hans. Michae) hafði þau ekki, en sagði til nafns — En þú ert dáinn, sagði lögregluþjónninn — Þú fórst i bilslysi við Toulouse og likið fannst i brunninni bif- reiðinni. Komdu með á stöðina þú verður að sanna, að þú sért á lifi. Forsaga málsins var þessi: þann 12. september 1972 ók gul Citroen-bifreið á miklum hraða eftir þjóðvegi við Toulouse og tók stóra vinstri beygju. 1 bifreiðinni 8 Hann las um sitt eigið andlát Hvernig átti hann að sanna, að hann væri á lífi? Öll skjöl hans brunnu í slysinu i S-Frakklandi og móðir hans hafði sagt, að líkið væri af syni hennar.... Á efri myndinni sézt Michael við sitt eigið leiði i kirkjugarðin- um i Etienne, en á þeirri neðri er hann með móður sinni, sem i sex vikur hafði hugsað um leiðið og ætlaði ekki að trúa sinum eigin augum, þegar sonurinn stóð skyndilega ljóslifandi inni i stofu hjá henni. var ungt par. Stúlkan ók, og vinur hennar sat við hlið hennar. Enginn veit nákvæm- lega hvað gerðist, en stúlkan missti síjórn á bifreiðinni, sem hafnaði á tré og stóð þegar i ljósum logum. Hljóð stúlkunnar þögnuðu brátt, og þegar allt var búið fundust tvö mjög brunnin lik i bif- reiðinni. 1 hanzkahólfi bilflaksins fundust leifar af nafnskirteini og ökuskirteini. Hægt var aðráðaframúr þvi, hverjir eigendurnir voru. Á nafnskirteininu stóð Michael Calby, en ökuskirteinið átti 26 ára gömul stúlka að nafni Chantal. Lögreglan i Etienne færði móður Michaels fregnina um slysið. Gamla konan féll saman af sörg. Michael dáinn. Hún var beðin að koma og bera kennsl á likið. Hún kom á tilsettum tima, en hvað átti hún að þekkja? Likið var svo brunnið, að ógerningur var að þekkja það. En men sem sá látni hafði verið með um hálsinn, var óskemmt, og annar skórinn var heil- legur. Móðirin sagði, að sonur hennar hefði átt svona men og skó. Hann hefði einmitt verið i skónum, þegar hann lagði af stað suður á bóginn með Chantal vin- konu sinni. Nú var enginn i vafa lengur, og sorgar- fregnin kom i blöðunum daginn eftir. Við jarðarförina var mikill mannfjöldi. Þar voru vinir, kunningjar, ættingjar og fleiri sem vildu kveðja Michael. Sex vikum siðar sat Michael á krá og las um andlát sitt i blöðunum — auk allra þeirra góðu eiginleika, sem hann hafði verið búinn. Eins og i leiðslu steig hann upp i langferðabil, og í leiðslu út úr honum aftur — ungur maður með alskegg og sitt hár. Hann gekk eins og dýrlingur um göturnar, yfir torgið og inn i Rue de Theatre. Fólk tók að nema staðar og horfa á hann, þvi allir i bænum vissu um hið sviplega andlát hans. 1 blöðunum hafði mynd af bllflakinu verið við hlið myndar frá jarðarförinni Nú féll móðir hans i annað sinn saman hljóðandi, i þetta sinn við að sjá son sinn standa þarna ljóslifandi. Hún hafði hugsað um leiði hans i sex vikur. Hún faðmaði hann að sér. Ráðning gátunnar kom fljótlega i ljós: Hann hafði vissulega farið suður á bóginn með Chantal, en farið úr bilnum og annar piltur haldið áfram með henni til Toulouse. Á meðan Michael og vinir hans héldu upp á endurkomu hans frá dauðum, tók lögreglan til við rannsókn málsins, en enn þann dag i dag hefur ekki tekizt að komast að þvi hver pilturinn var, sem lét lifið i bllnum með Chantal.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.