Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 15
Erfiðir kostir Þetta eru erfiðir kostir. Eigi maður annars vegar að setja einhvern fastan ramma um, hvað börnin megi eða megi ekki — háttatiminn er bara eitt af mörg- um svipuðum vandamálum — eða á maður að láta börnin um að finna leiðirn- ar? t gamla daga var þetta allt miklu auð- veldara. Þá gerðu börnin það, sem þeim var sagtað gera. Búið! Agi og hlýðni voru óbifanleg hugtök, sem enginn leyfði sér að draga i efa.,Ef börnin hlýddu ekki með góðu, voru þau látin hlýða með illu. Til- gangurinn helgaði meðalið. Það er að segja, að menn álitu hæfilega refsingu eiga rétt á sér, þegar hún þjónaði tilgangi uppeldisins. 1 dag er uppeldi i sjálfu sér ljótt orð i vitund margra, sem eiga um börn að sjá. Þetta fólk segir, að börn séu ekki alin upp. Það vill ekki ákveða, hvernig börnin eigi að veröa, en láta þau um sig sjálf um að móta skapgerð sina eftir fremsta megni. Þá er það ekki til að auðvelda málið, að álit sérfræðinga og yfirvalda á þvi, hvað sé rétt barnauppeldi og rangt, hefur breytzt nokkrum sinnum á seinustu árum — og það meira að segja frá einum öfgun- um til annarra. Eða nánar tiltekið frá þvi að beita valdi til þess að vera á móti allri valdbeitingu og svo aftur til baka. Það eru engu likara en álitin og regl- urnar hafi breytzt rétt eins og tizkufyrir- bæri — alveg eins og kjólasiddin. Fram og til baka — upp og niður! Hvað segir þekkingin? En svona slæmt er það nú i rauninni ekki. Tveir þekktir bandariskir sálfræð- ingar hafa komizt svo að orði um þann mismunandi skilning, sem við höfum upp- lifað á barnauppeldi: — 1 gamla daga, með ögun og valdi, var auðveldast að vera foreldri. Foreldrar voru ákveðnir, og flest börn skulfu og nötruðu fyrir valdi foreldranna. Á flestum heimilum var haldið uppi ströngum aga. Svo kom stutt timabil með „frjálsu upp- eldi”, og foreldrarnir földu vöndinn af ótta við að kúga börnin og skaða sálarlif þeirra. Börn.sem nutu þessa frjálsa upp- eldis, máttu gera eiginlega allt, sem þau langaði til, valdi foreldranna var milid- lega beitt, sjaldan og óákveðið. Afleiðing- arnar voru iðulega skelfilegar. Við skulum endurtaka seinustu setn- ingu þessarar málsgreinar: Afleiðingarnar voru iðulega skelfilegar Þetta algjörlega frjálsa uppeldi, sem við þekkjum frá þessu timabili, var ekki siður á misskilningi byggt en stranga uppeldið frá þvi áður sem þaö var eins 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.