Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 46

Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 46
★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ I ★ ! I ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ I I ★ ★ ★ Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. iRit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, slmar 18300-18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — af- greiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Blaöaprent h.f. I ★ -k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-K-k-k )f)f)f)f>f)f)f>f>f>f)f>f>f >f>f)f)f>f>f >f >f >f>f >f>f>f >f >f>f>f>f >f>f )f >f >f ★ HHIMIMS Umsjón: Snjólaug Bragadóttir O Apaköttur sem litlu hendurnar höfðu gripið,og efnið hafði gliðnað, þannig að stór göt voru eftir fingurna. — Blettirnir fara i þvotti, sagði ég hug- hreystandi við Morten. — Settu hann inn I hitt herbergið. Gardinurnar þar eru i hreinsun og hann getur ekkert eyðilagt. Morten var svo fljótur að þurrka upp leirinn, að hann hlaut að vera vanur hús- verkum. Ég gat ekki annað en öfundað svolitið þessa ljóshærðu, laglegu, sem hann var trúlofaður. Þegar við fórum inn til apans á eftir, sat hann á miðju borði i hrúgu af skrautleg- um pappirstætlum og reyndi að koma ljósbláum blúndunáttkjól yfir hausinn á sér. — Ö, pakkarnir minir, stundi ég mæðu- lega. — Ég var búin að gleyma, að þeir voru hér. Morten átti i nokkrum erfiðleikum með að fá apann til að afhenda náttkjólinn og ég tindi saman pappirstætlurnar. Skinn- hanzkana mina fann ég undir borðinu, og einhvern veginn hafði apakötturinn l'Iætt sig i par af nælonsokkum. — Náttkjóllinn er að minnsta kosti ekk- ert rifinn, sagði Morten og rétti mér hann. — Hann fer þér vel... ég á við, þetta er ein- mitt þinn litur, bætti hann við og roðnaði pinulitið. Lausn á kattaþrautinni: Skuginn er eins og köttur nr. 4. A 1. ketti er skottið öðru- visi, á 2. ketti bandið á veiðistönginni, á 3. ketti framendinn á stönginni, og á 5. ketti kvisturinn aftan til á stönginni. — Það var ágætt, svaraði ég. — Það litur nefnilega út fyrir, að ég verði að eiga hann. Eiginlega átti hann að verða afmælisgjöf til systur minnar. Morten lét fallast niður á stól með nátt- kjólinn i fanginu. — Nú ertu áreiðanlega búin að fá nóg bæði af mér og apanum, svo það er bezt við förum. En auðvitað kaupi ég nýjan náttkjól sem afmælisgjöf. Búðirnar eru lokaðar núna, en ég get gert það i matartimanum á morgun. Er það i lagi? — Já, sagði ég og vorkenndi honum svolitið. — Það er stórfint. Hann var hálfeymdarlegur, og ég stakk upp á, að hann færi með apann til lögregl- unnar til að þurfa ekki að hafa frekari áhyggjur af honum. — Ekki að tala um, sagði hann snöggt. — Ég get ekki fengið það af mér. Maður veit, hvaða reglur gilda þar um tynd dýr. Ef eigandinn gefur sig ekki fram innan ákveðins tima, er dýrið aflifað. Mér líkaði alltaf betur og betur við hann — og verr og verr við apann. Þegar Morten kvaddi, með mjóa, loðna hand- leggi um hálsinn, öfundaði ég apann svo- litið. Daginn eftir kom Morten með nýjan náttkjól i gjafaumbúðum, sem enn voru heilar, svo greinilega hafði apinn ekki komið þar nálægt. — Apinn svaf ekki mikið, sagði Morten. — Hann hentist um i alla nótt og rannsak- aði íbúðina. Færði allt lauslegt til, skrölti i hansa-gardinunum og kippti öllum bókun um út úr bókaskápnum. — Það litur ekki út fyrir, að þú hafir sof- ið mikið heldur, sagði ég með meðaumk- un, þvi að hann var sannarlega þreytuleg- ur. — En nú er ég búinn að kaupa hálsband og leðuról og binda hann við stól, sagði Morten. — Nú vonast ég til að fá svolitinn frið. f sömu andrá var barið að dyrum, fremur varkárnislega. Við litum hvort á annað, áður en ég flýtti mér fram til að opna. Úti fyrir stóð apinn, bundinn við hvitan, litinn koll.og þegar dyrnar opnuðust.greip hann um stólfæturna og dró stólinn yfir þröskuldinn. Þegar inn var komið, gekk hann beint að borðinu, prilaði upp á stólinn og fékk sér appelsinu úr skálinni. — Almáttugur, stundi Morten, greip stólinn með apanum og bar þá inn i sina ibúð. Hann var fölur, þegar hann lokaði hurðinni á eftir sér. Næstu tvo dagana auglýsti hann I stærstu blöðunum eftir eiganda apans. — Það spyr enginn eftir honum, sagði Morten og röddin var bitur. — Nú hef ég ekki haft svefnfrið I þrjár nætur. — Leyfðu honum að vera hjá mér i nótt, sagði ég án þess að hugsa — þá getur þú sofið. — Það væri ekki réttmætt gagnvart þér, sagði Morten og geispaði að mikilli tilfinningu — en ég er alveg að verða bú- inn. Ég er viss um, að hann sefur á dag- inn, þegar ég er að vinna, annars gæti hann ekki haldið þetta næturbrölt út. Ég batt apaköttinn fastan við fótinn á gamla eikarborðinu hennar ömmu, en það var svo þungt, að ég get varla hnikað þvi til. Svo færði ég burt allt, sem var innan seilingar apans. Þarna sat hann og horfði á mig með píslarvættissvip, en ég var hörð, þvi ég hafði grun um, hvað hann gæti gert, ef ég sleppti honum lausum. í staðinn mútaði ég honum með banana. Hann át bananann á meðan ég bjó um rúmið. Síðan settist ég í hægindastólinn við gluggann og las. Ég var svo niður- sokkin i bókina, að ég steingleymdi apan- um, þar til ég heyrði gremjulegt hvæs- hljóð rétt við stólinn. Þarna stóð litla kril- ið og breiddi út faðminn, þannig að ekki var hægt að misskilja. Ég losaði ólina og settist aftur með apaköttinn i fanginu. Hann vafði handleggjunum um hálsinn á mér, þrýsti sér upp að mér og lokaði aug- unum af sælu. Ég hugsaði um Morten og hvort vinátta okkar héldi áfram, eftir að apakötturinn væri kominn til sins heima. Ég varð ákaflega glöð innra með mér i hvert sinn, sem Morten leit inn,og allt benti til þess að honum liði eins vel hjá mér og apakettinum þessa stundina. Ljóshærða stúlkan hafði ekki sézt alllengi, en það var liklega tilviljun. Það fór i taug- arnar á mér, hvernig hún vai; eins og hún Lausn á ,,Eru þær eins”? úr siðasta blaði: Fóturinn á vasanum er stærri, kötturinn beygir löppina, stóllinn til vinstri hefur þrjá fætur, þrekna konan er með þrjár hrukkur á hálsinum og eyrað á henni er hálffalið, hin konan er með þverband á skónum og mað- urinn fyrir utan gluggann er þreknari. 46

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.