Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 22
Fjórum sinnum skipreika í sömu sjóferðinni! VAR ÞETTA bölvun, sem hvildi yfir mönnunum 22, áhöfninni á brezku skonn- ortunni Mermaid? Siðar eru þeir margir, sem sjá þessa eina skýringu á atburðun- um, sem hentu þessa menn. En hafi svo verið var þessi bölvun afar kyndug, þvi að allir 22 komust þeir lifs af úr þeim hræði- legu hörmungum, sem yfir þá dundu! Sagan af afdrifum Mermaid má finna enn þann dag i dag i plöggum Lloyd tryggingafélagsins i Lundúnum, og er á- litin einhver sú furðulegasta i sinni röð. Þann 16. október árið 1829 sigldi skonn- ortan Mermaid frá Sidney i Ástraliu. Veðrið var mjög hagstætt, og fékk skipið góðan byr, þegar það var komið út á rúm- sjó. Um borð voru 18 sjómenn, þrir farþegar og skipstjórinn, Samuel Nolbrow, sem sjálfur stóð við stýrið. Það var ekkert, sem benti til annars en þetta yrði annað en venjuleg strandferð meðfram norður- strönd Ástraliu. Nálin á loftvoginni visaði enn á góðviðri, þegar skonnortan hélt fyr- ir hagstæðum byr inn i Torres-sundið, sem mörgum sjófarendum stendur ógn af. Þetta sund er á milli Ástraliu og nýju Guineu, og sigling þar ógnvekjandi vegna strauma og skerja. Skipstjórinn hafði byrgt sig vel upp af rommi, sem var helzta huggun sæbarðra vikinga þeirra tima. Nú eftirlét hann stýrimanni sinum ábyrgðina og hélt niður i káetu til þess að fá sér ærlegan sopa. Há- degissólin hellti brennheitum geislum sin- um yfir skipið. Það var kyrrt og rólegt, og Nolbrow fannst hann hafa unnið til þess að fá sér smáblund. Skyndilega varð ailt dauðakyrrt En klukkan tvö eftir hádegið staulaðist hann upp stigann. Skipið var svo furðu- lega kyrrt. Hafði vindáttin breytst? Seglin löfðu niður, og nú sá skipstjórinn stóru, dimmu skýin, sem hrönnuðust upp úti við sjóndeildarhringinn. Ofsaveður var i nánd. Og skyndilega skall það á. í leiftrinu frá heiftarlegum eldingum gerði Nolbrow skipstjóri sér grein fyrir þvi, að öllu var lokið, — skipið rak hjálparvana upp að 22 klettunum. Mannskapurinn um borð hélt sér dauðahaldi i hverja festu uppi á þilj- unum, þegar voldug alda hóf skipið á loft og henti þvi upp á grynningarnar undir einum klettinum. Aðeins nokkrum sek- úndum siðar hefði bæði skip og menn mal- ast i sundur en mönnunum tókst að svamla að kletti einum i grenndinni. Þeir höfðu komið auga á hann gegnum sjávar- löbrið, þegar eldingarnar rufu myrkrið. Stundu siðar, þegar Nolbrow skipstjóri skimaði umhverfis sig i daufri morgun- skimunni, tók hann að telja mannskapinn. Hann hafði skorðað sig inni i kletta- sprungu meðan óveðrið gekk yfir, og allt umhverfis hann lágu mennirnir, sem heppnazt hafði að brjótast til lands. Og þetta gekk kraftaverki næst: allir þeir 22, sem verið höfðu um borð, höfðu komizt á lifi til lands! 1 þrjá sólarhringa hékk mannskapurinn skipreika með erfiðismunum á klettunum úti fyrir ströndinni, þangað til barkskipið Swiftsure bjargaði þeim. Þá voru þeir orðnir vonlausir um björgun og gjörsamlega örmagna, pn Swiftsure hafði rekið af leið og rakst á mannskapinn af hreinni tilviljun. Um borð fengu skipbrotsmennirnir 22 mat og drykk, föt þeirra voru þurrkuð og þeim var veitt hlýja og umhyggja. Loks- ins voru þeir hólpnir! Swiftsure stefndi fyrir góðum byr til strandar Nýju Guineu, og allt gekk i bezta gengi um stund. i lifsháska ' á ný En eftir fimm daga siglingu glettust ör- lögin við þá á nýjan leik. Barkskipið lenti i öflugum straumum sem ekki voru merkt- ir inn á kortið. Ströndin var þverhnipt, og úti fyrir henni hættuleg rif og sker. Swift- sure rak á hliðinni til lands, og stórt gat rifnaði á botn skipsins. Það tók þegar að sökkva, og skipstjórinn gaf fyrirskipun um að yfirgefa það. Nú voru þær tvær sktpshafnirnar, sem komnar voru i lifsháska, en einnig i þetta skiptið gerðist það stórfurðulega: öllum, sem verið höfðu um borð, tókst að klöngr- ast upp á ströndina. Þar himdu þeir i átta klukkustundir, þangað til skonnortan Governor Ready kom og bjargaði þeim. Um borð i skonnortunni voru 32 fyrir, og þegar allir skipbrotsmennirnir af strönd- innibættust við, var orðið þröngt um borb. Aftur álitu þessir 22 af Mermaid, að þeir væru hólpnir. Nú voru þeir búnir að lenda tvisvar sinnum i llfsháska, og það var al- veg útilokað, aðfleira gæti komið fyrir þá. En örlögin voru alls ekki hætt að leika sér að þeim. Aðeins þrem klukkustundum eftir að þeir voru teknir um borð i Gover- nor Ready, kviknaði i skipinu. Skelfingin barst eins og eldur i sinu um allt skipið: Það hlaut einhvers konar bölvun að hvila yfir þessum 22 af Mer- maid! Brennandi skonnortan var hlaðin timbri, og logarnir bárust brátt um allt skipið. Skipstjórinn gaf fyrirskipun, að allir um borð skyldu fara i björgunarbát- ana. Það var þröngt um mannskapinn I litlum bátununum, og nú voru flestir farn- ir að halda, að öll von væri úti. Þarna voru þeir staddir úti á opnu hafi og hundruðsjó- milna að næsta landi. Möguleikarnir á þvi, að skip fyndi þá á þessum slóðum, voru afskaplega litlir, og þó svo færi, þá yrði þorstinn vafalaust búinn að gefa útaf við þá áður. Bjargað i fjórða skipti En heppnin hafði samt sem áður ekki sleppt hendi sinni af þessum 22 af Mer- maid og þeim, sem lent höfðu i hörmung- unum með þeim. Þeir höfðu aðeins verið fáa sólarhringa i opnum bátunum, þegar kútterinn Comet, sem var á vegum ástr- ölsku strandgæzlunnar, fann þá. Að sjálf- sögðu var sagan af hinni furðulegu björg- un 22-menninganna sögð um borð i kútternum, og hvernig hún hafði veriö endurtekin þrisvar sinnum. Þessi saga féll hjátrúarfullum sjó- mönnunum ekki i geð. Þeir hlustuðu á frá- sagnirnar með vaxandi óró og kviða. Það, sem gerzt hafði þrisvar sinnum, gat hæg- lega gerzt einu sinni enn og jafnvel oftar. Hafið sleppir ekki feng sinum svo auð- veldlega, enda þótt maður hafi heppnina með sér til að byrja með. Það fóru að heyrast raddir um að láta

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.