Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 47

Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 47
ætti hvert bein i Morten. Tilfinningin var undarlega lik snerti af afbrýðissemi, en það vildi ég alls ekki viðurkenna fyrir sjálfri mér. Loks urðu bæði apinn og ég afskaplega syfjuð og skömmu siðan steinsváfum við. Liklega var apagreyið alveg útkeyrt eftirnæturbröltiðinnihjá Morten. Morten átti að fara i vinnu klukkustundu siðan en ég, svoég timdi ekki að vekja hannjen gaf apanum að éta, setti hann á púða og batt hann aftur við borðið. bað var allt i lagi að skila honum i hádeginu. Ég iðraðist þessarar ákvörðunar inni- lega, þegar ég kom heim i mat og upp- götvaði, að apaskömmin hafði nagað i sundur ölina, gert gat á púðann og dregið allan dúninn út. öll ibúðin var þakin fjöðrum og smá- gerðum dún, sem bifaðist við minnsta gust. Það tök mig langan tima að elta ap- ann uppi um alh. ibúðina og það var likast þvi, sem inni væri snjókoma, á meðan elt- ingaleikurinn varði. En loks náði ég hon- um og i sama bili hringdi dyrabjallan. Það var Morten, sem kom inn i fjaðra- fokið, og á hæla honum þrjú börn, svona fimm—sex ára. — Krakkarnir vilja fá að sjá apakött- inn. — Þau sáu Linu langsokk i sjónvarp- inu og vilja eignast apa, sem heitir Niels. — Ég vil engan apa, sagði elzta barnið. — Ég fékk apann hennar frú Olsson lánað- an, en hann beit mig og stakk svo af. — Hvað segirðu, sagði Morten. — Hve- nær var það'? Kom hann aftur? — Þessi kona hefur stolið honum, sagði stúlkan og benti ásakandi á mig. — Frú Olsson ætlaði að hringja á lögregluna, ef hún fengi ekki apann sinn aftur. Morten tók apann úr fangi minu og gekk til dyra. — Komdu með mér og visaðu mér til frú Olsson, svo hún geti fengið elsku apann sinn aftur. Stúlkubarnið sendi mér banvænt augnaráð, um leið og hún elti Morten út. Ég var einmitt að byrja að laga til, þeg- ar Morten kom aftur og sagði, að apinn og frú Olsson hefðu nú sameinast á ný. — Það var gott, sagði ég — þá eru lik- lega allir ánægðir. Ég dró upp vasaklút, snýtti mér og þurrkaði augun. — Ertu að gráta? spurði Morten skelf- ingu lostinn. — Það er dúnninn, hikstaði ég. — Ég hef ofnæmi fyrir honum. — Farðu fram á bað og þvoðu hann af þér^agði Morten ákveðinn. — Ég skal sjá um þetta. Hann greip ryksuguna. Ég var komin hálfa leið fram á bað, þegar hann náði mér. Ég gleymdi dálitlu, sagði hann og tók skyndilega utan um mig og kyssti mig. Mig hefur lengi langað til þess, bætti hann við. — Ertu annars trúlofuð eða eitt- hvað svoleiðis? Ég hristi höfuðið. — Þá skulum við gera þetta aftur, sagði Morten ákafur. — Hvað með þá ljóshærðu? — Þá ljóshærðu? Morten varð eins og spurningarmerki. — Hvaða ljóshærðu? — Þessa með taglið. — Ó, já hana, sagði Morten og beit i eyrnasnepilinn á mér. — Þið verðið áreið- anlega góðar vinkonur. Hún er nefnilega systir min. — Jæja þá, sagði ég. Mér létti skelfing mikið og var ekki sein á mér að vefja handleggjunum um hálsinn á Morten. Mig hafði langað til þess.frá þvf ég sá apakött- inn gera það fyrst. Endir. o Óhreinar hendur aði hann bréf til frægustu læknisfræði- prófessora i Evrópu: „Kunnátta yðar byggist á likum barns- hafandi kvenna, sem myrtar voru af kunnáttuleysi. Ef þér eruð þeirrar skoð- unar, að kenningar minar séu rangar, skora ég á yður að segja mér, af hvaða ástæðu. En ef þér hins vegar, án þess að hafa afsannað kenningar minar, haldið áfram að útbreiða meðal stúdenta yðr kenningarnar um að barnsfararsótt sé farsótt lýsi ég þvi yfir gagnvart Guði og mönnum, að þér eruö moröingi....” Morðásökunin kom Semmelweis ekki að neinu liði. Hann var álitinn sturlaður. Blóðeitrun Dag nokkurn, þegar Semmelweis var að kryfja lik á sjúkrahúsinu i Búdapest, skar hann sig i fingur. Skömmu siðar lézt hann i hitasóttaróráði, og var þá tæpra 47 ára. Sjúkdómurinn, sem hann hafði helg- að lifsbaráttu sina, hafði loksins hitt hann sjálfan fyrir. Maðurinn, sem fyrstur varð til að gera sér ljóst gildi sótthreinsunar lét lifið vegna —blóðeitrunar. Ef skurðlæknar og kvensjúkdómalækn- ar hefðu þvegið hendur sinar úr klórupp- lausn áður en þeir fóru inn til aögerða, hefðu miklu færri konur látizt úr barns- fararsótt, að ekki sé minnzt á hina voða- legu sárasótt, sem gerðu allar skurðað- gerðir svo hættulegar. En það liöu þó nokkur ár áður en Louis Pasteur og Ro- bert Koch komu fram með kenningar sin- ar i sýklafræði. Og meðan Semmelweis stóð uppi án visindalegra skýringa á upp- götvun sinni á „igerð af völdum snerting- ar var aðstaða hans vonlaus. Hlið viður- kenningarinnar hjá hæstvirtum starfs- bræðrum voru ekki opnari en svo, að þeim mátti skella aftur og það skjótlega.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.