Heimilistíminn - 21.03.1974, Side 20
uðu smjöri, 1 búnti af hakkaðri stein-
selju og 1—2 msk. sitrónusafa. Hrært
varlega, þar til kartöflurnar eru gegn-
heitar.
Bacon—kartöflur
1,3 kiló kartöflur, 600 gr. laukur, 300
gr. bacon, 50 gr. olia, 50 gr. smjörliki,
salt, pipar.
Flysjið kartöflurnar og skerið þær i
þykkar sneiðar. Skerið laukinn i hringi
og baconið i stóra teninga. Brúnið
kartöflurnar i stórri pönnu i oliu og
smjörliki og kryddið. Setjið laukinn og
baconið út i og siðan lok á pönnuna.
Látið þetta krauma saman i hálftima
eða svo við litinn hita. Hrærið i öðru
hverju. Borið fram heitt.
Kartöflusalat með
sinnepsdressing
1 klló kartöflur, 10—15 olifur með
rauðum pipar,.2 bollar grænar baunir,
3 tsk, franskt sinnep, olifuolia og
matarolia, edik, hvitlaukur, salt,
krydd og vatn.
Hrærið sinnepið út i svolitlu vatni og
blandið oliunni, 1 msk. borðediki og
kryddinu i. 1 staðinn fyrir hvitlaukinn
má nota 1 tesk. hvitlauksduft. Saltið.
Skerið kartöflurnar og olifurnar i
sneiðar og setjið baunirnar saman við
i fat. Hellið dressingnum yfir. Látið
salatið standa og jafna sig i hálftima
eða svo, áður en það er borið fram.
Kartöfluhreiður
1 kiló kartöflur, 150 gr. smjörliki, 150
gr. skinka eða góð pylsa, 100 gr.
parmesan ostur, 2 glös mjólk, 4 eggja-
rauður, grænar baunir, salt, múskat.
Sjóðið kartöflurnar, skerið skinkuna
eða pylsuna i litla teninga, og kraumið
með baununum i nokkrar minútur.
Stappið kartöflurnar vandlega i potti,
setjið smjörliki og volga mjólkina i, á-
samt ostinum, múskatinu og saltinu.
Setjið pottinn yfir hitann og hrærið,
þar til stappan er föst og jöfn. Takið
pottinn af og setjið eggjarauðurnar út
I. Setjið stöppuna i sprautupoka og
sprautið i hreiður á bökunarplötu og
stingið I ofninn vel heitan i 10—15 min-
útur. Fyilið hreiðrin af skinku og
baunum.
Einfaldar kartöflur m
með steiktum mat
Um 1 kiló soðnar, flysjaðar kartöflur
eru hitaðar i eldföstum potti (sem má
bera á borð) i 100 gr. af litillega brún-
Forstjórinn er hamingjusamur. Hann
á enga óvini og vinir hans þola hann
ékki.
*
Hvernig fer karlmaður að þvi að
kvænast stærstu ást sinni, þegar hann
getur ekki kvænst sjálfum sér?
**
Þú þjáist af svefnleysi, ef þú getur
ekki sofnað, þegar þú þarft að fara á
fætur.
m
Peningar færa þér ekki hamingju, en
gera þér kleift að leita hennar viðar.
Kona klæðist peysu til að sýna það já-
kvæða, en magabelti til að dylja það
neikvæða.
Xi
Það cina jákvæða við verðbólguna ei;
að peningarnir, sem þú hefur aldrei
eignazt,eru ekki jafnmikils virði og áð-
ur.
Lifið hefst um fertugsaldurinn... Það
gera undirhökurnar lika.
Svartsýnismaður er maður, sem hefur
hlustað á allt of marga bjartsýnis-
menn.
*
Opinn hugur gerir manni kleift að
skilja konu sina betur.... Opið seðla-
veski hjálpar konu að skilja mann sinn
betur.
P
Geispi er þögult öskur.
P
Þorp er staður, þar sem þú getur átt
samræður I sima, þó að þú hafir hringt
i skakkt númer.
20