Heimilistíminn - 21.03.1974, Qupperneq 42
skólann, þvi að mamma hennar sé lasin og
verði að hafa hana heima til að gera húsverkin,
sagði litla systir.
— Það get ég ekki, sagði Jón.
— Hvers vegna ekki? spurði litla systir.
— Vegna þess að það er óheiðarlegt að segja
ósatt, svaraði Jón og lagði frá sér pennann og
blaðið.
— Ég veit ekkert, hvað óheiðarlegt og ósatt
þýðir, sagði litla systir.
— Þú gleymir því, að ég er svo litil og sak-
laus. Ég þekki ekki svona ljót orð.
Þá varð Jón reiður og hann rak litlu systur
með harðri hendi inn i rúm. Litia systir fór að
hágráta. Hún grét af þvi að henni fannst Jón
vera vondur við sig og hún grét af þvi að
mamma og pabbi voru ekki heima til að segja
henni, að hún væri fallegust og bezt i heimin-
um, en mest grét hún af því að hún átti að fara i
skóla. Það hlaut að vera hræðilegt að þurfa að
ganga i skóla. Krakkarnir voru alltaf að tala
um, hvað þeim leiddist þetta eða hitt. Hvernig
átti hún að fara að þvi að ganga i skóla? Hún
treysti sér hreint út ekki til að læra öll ártölin,
sem hann Jón þurfti að læra. Hvernig átti hún
að muna, hvenær Jón Sigurðsson fæddist? Já,
eða allar árnar á íslandi? Hvað hét höfuðborg-
in í Danmörku? Hvernig átti að beygja orðið
gangur? Var það hér er gangur, um gang, frá
gangi til gangs eða var það umgangur frágang-
ur tilgangur? Nei, þetta var alltof flókið fyrir
litlu systur og hún grét og hún grét.Hún var enn
grátandi, þegar pabbi og mamma komu heim.
— Hvað er að blessuðu barninu? spurði
mamma.
— Er drottningin hans pabba lasin? sagði
pabbi.
— Nei, hún er að frekjast, svaraði Jón, sem
hafði fengið að horfa á alla myndina sina að
mestu leyti i friði, því að litla systir rak hann
alltaf út úr herberginu sinu, þegar hann kom
inn.
Mamma hljóp inn til litlu systur.
— Hvað er að þér elskan min? spurði hún.
— Ég skal aldrei læra ensku, hvað sem þeir
segja, sagðihún ákveðin, breiddi aftur upp yfir
höfuð og grét hálfu meira en áður. Mamma
reyndi og reyndi að hugga hana, en ekkert
gekk. Pabbi kom og talaði við hana, en nú var
litla systir farin að vorkenna sjálfri sér svo
mikið að það var engu lagi likt. Hún fékk svo
mikinn ekka, að hún kom engu orði upp.
Mamma tók hana i kjöltu sér og réri með
hana. Hún raulaði fyrir hana margar, margar
visur, en litla systir róaðist alls ekki. Þá fór
pabbi inn til Jóns, sem nú var háttaður.
— Hvað gerðir þú henni litlu systur þinni,
strákur? spurði pabbi, og nú var hann reiður.
— Ég? sagði Jón undrandi. — Ég gerði henni
ekki neitt. Ég sagði henni bara, að hún ætti
bráðum að fara að ganga i skóla.
Pabbi sagði mömmu þetta og mamma
reyndi að segja litlu systur, að það væri alls
ekki svo voðalegt að ganga i skóla, en litla syst-
ir var vist á annarri skoðun.Hún grétog hún
grét. Hún grét sig i svefn og hana dreymdi illa
alla nóttina.
En i skóla varð hún að fara. Mamma fylgdi
henni alla leiðina og hún varð að halda fast i
hendina á litlu systur. Annars hefði hún hlaup-
izt á brott frá henni. Litla systir reyndi nú samt
að herða upp hugann, þegar hún sá alla krakk-
ana, sem biðu inni i stóra fordyrinu. Það voru
bæði strákar og stelpur. Sumir voru með
mömmu sinni, aðrir með pabba sinum og enn
aðrir annaðhvort með stórri systur sinni eða
bróður. Litla systir stóð þarna grafkyrr og hélt
i höndina á mömmu sinni. Hún var krithvit i
framan og litlu hnén á henni skullu i sifellu
saman. Svona var hún hrædd.
í stiganum, sem lá upp á loft stóð skólastjór-
inn og hélt á mörgum blöðum. Hann las upp
hvert nafnið á fætur öðru og þá tóku krakkarnir
sig út úr hópnum og gengu með mömmu sinni
til kennarans, sem átti að kenna þeim. Þegar
búið var að lesa upp öll börnin, sem áttu að
vera i bekknum, fór kennarinn með þau inn i
stofuna þeirra og kynnti sig. Hann sagði börn-
unum, hvað hann héti og hann bonaðist til þess,
að þeim semdi vel i vetur og þeim þætti
skemmtilegt i skólanum.
Kennarinn hennar litlu systur var kennslu-
kona og mömmu leizt reglulega vel á hana, en
litla systir sagði bæði pabba og Jóni, þegar
heim var komið, að þessi kennari væri mesta
norn og hún væri sannfærð um, að hún mis-
þyrmdi litlum börnum og bæði klipi þau og
klóraði. Gott ef hún stingi þeim ekki ofan i stór-
an, ljótan strigapoka og færi með þau heim til
sin á kvöldin, ef þau væru óþekk eins og kerl-
ingin hún Grýla hafði gert. Ja, nema hún væri
eins og ókindin, sem tók barnið og dustaði við
hjarn og fönn, svo að úr þvi hrökk ein tönn og
augað blátt. Var litla systir kannski ekki með
himinblá augu eða hvað? Þetta var stórhættu-
leg kona! Litla systir var á móti skólum og allri
Framhald
42