Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 28
koma alla leið fyrir myrkur. Hann ætlaði að gista hjá skyldfólki sinu um nóttina. Eirikur var kominn langt áleiðis og brauzt áfram gegnum snjóskaflana, þegar fór að dimma. Skyndilega hrökk hann við, þvi út úr skógarþykkninu kom stærðar vera gangandi i áttina til hans. Erikur nam staðar, þegar hann sá, hvers konar vera þetta var, og þó að hann væri annars kjarkmikill strákur, var ekki laust við, að hann yrði hræddur. Það var neínilega tröllkarl, sem stóð fyrir framan hann, og hann var svo stór, að varla er hægt að lýsa þvi. Tröllkarlinn var vel klæddur, og fötin gerðu hann enn stærri. Stóru stig- vélin úr bjarnarskinni voru næstum eins stór og Erikur. — Heyrðu þarna! þrumaði tröllkarlinn, og áður en Eirikur áttaði sig, tók hann i hálsmálið á honum að aftan og lyfti honum upp. — Slepptu mér, bað Eirikur, og röddin skalf. — Sleppa þér, svaraði tröll- karlinn. — Nei, góðurinn. Það er einmitt strákur eins og þú, sem mig vantar, Þar með tók hann Eirik og skiðin undir handlegginn og hélt af stað. Þeir gengu lengi, lengi og tröllkarlinn var ekki i neinum vandræðum með að komast áfram i snjósköflunum. Loks námu þeir staðar við stórt grenitré og tröllkarlinn setti Eirik niður i snjóinn. Siðan beygði hann tréð, eins og ekkert væri,og náði i lykil, sem hékk i trjátoppinum. — Útidyralykillinn minn, þrumaði hann og opnaði f jallið við hliðina á sér. Þarna inni i Tröllafjalli var margt skrýtið að sjá. Kopar og silfur liómaði og skein, svo að 28 inni var bjart eins og um miðjan dag. — Úff, sagði tröllkarlinn. — Það er erfitt að ganga svona i snjónum, en það var ágætt að ég hitti þig, þvi að ég hef ákveðið að giftast óðalsbónda- dóttur, sem ég þarf að ræna i tunglsljósi, þegar hjarn er yfir. Þú átt að ráðleggja mér og kenna mér. —- Ég get ekkert kennt þér. Þú ert svo duglegur, sagði Eirikur til að bliðka tröll- karlinn. — Þess vegna verður þú bara að sleppa mér út aftur. — Nei, fyrr breyti ég þér i stein, sagði tröllkarlinn. — Þú sleppur ekki héðan úþfyrr en þú hefur kennt mér allt sem þú kannt, af þvi þú ert maður. En þú mátt hugsa þig um til morguns, og að launum færðu nokkra gullpeninga fyrir erfiðið. — Jæja, sagði fröllkarlinn morguninn eftir. — Nú færðu ekki að liggja lengur i leti. Hvað ætlarðu að kenna mér i dag? — Ja, fyrst ég slepp ekki, sagði Eirikur — þá finnst mér að þú, svona stór og sterkur, ættir að læra á skiðum. Þá geturðu farið eins hratt og þú vilt yfir f jöll og firnindi og sótt brúði þina, þegar þú vilt. — Það er ekki svo vitlaust, hélt tröllkarlinn. — En ég á engin skiði. — Þú getur vel búið þau til sjálfur, sagði Eirikur ákafur. Hann náði i skiðin sin og sýndi tröllkarlinum. — En þin skiði þurfa auðvitað að vera miklu stærri. Tröllkarlinn fór út og kom

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.