Heimilistíminn - 21.03.1974, Page 34
ÞESSAR indælis töskur eru heklaðar úr fiskigarni
og eru fljótgerðar. Þær eru hentugar til taBkifæris-
gjafa, ef maður þarf ekki beinlinis á þeim að halda
sjálfur. önnur er pokalaga með fléttuðu bandi og
stjörnu, en hin með eins konar loki. Þá er bara að
hefjast handa!
Mynsturheklið á pokanum
1 umf (réttan) Hlaupiö yfir 3 lykkjur
næstar nálinni, + 1 stuðull i næstu 1,
hlaupið yfir eina +. Endurtakið frá + til
+.
2 umf: 1 loftlykkja + 1 fastalykkja á
stubulinn undir, 1 fl um loftlykkjubogann
+ . Endurtakið frá + til +.
3 umf:411,1 st á 3. fl. (beint yfir gatinu úr
fyrri umf) + 1 11, hlaupa yfir eina, 1 st i
næstu 1 +. Endurtekið frá + til +.
5 umf: 3 11, 1 st i 2. fl, + 1 11, hlaupa yfir
eina, 1 st i næstu 1 +. Endurtekiö frá + til
+ . Endurtakið mynstrið frá 2. umferð.
l’ttKINNer heklaður með tvöföldu garn-
inu til að byrja með. Fitjið upp 92 1 og
heklið 36 umf mynstur. Haldið þá áfram
meb einföldu garni og hekliö frá réttunni,
þannig:
1 umf:2 11, 1 hálfstuðull + 111, hlaupa yfir
eina, 1 hst. + Endurtakiö frá + til + um-
ferðina á enda.
2 umf: 2 11. 1 hst um 11-bogann + 111, 1 hst
um 11-bogann + Endurtakið frá + til +
umferðina út og endurtakið þessar tvær
umferðir einu sinni.
Að endingu er heklað laust frá réttunni 1
umferð fastalykkjur en aftur á bak frá
vinstri til hægri og tekið undir 11-bogana.
Slítið frá.
Á 28. umf. frá uppfitjun er nú heklað frá
réttunni með einföldu garninu ein umf.
keðjulykkjur i fastalykkjurnar, haldið.
endanum bak við stykkið. Brjótið það um
fl-umferðina og snúið styttri enda stykkis-
ins að ykkur. Slitiö frá.
2 umf: Heklið (einnig frá vinstri) 1 umf
fastal um aftari bogann, slitið frá.
3. umf: Heklið frá sömu hlið: 1 fl i aftari
bogann + 3 11, 1 fl i fyrstu 11, hlaupið yfir 2
1, 1 fl i næstu 1 i aftari lykkjuboga +.
Endurtekið frá + til +.
Heklið siðan á sama hátt á 32. mynstur-
umferð frá uppfitjun.
STJARNAN: Fitjið 1 upp með einföldu
garni og myndið hring.
1 umf: + 1 11, 1 fl um hringinn + Endur-
takið frá + til + tiu sinnum.
2 umf:4 11,1 st um 11-bogann + 2 11, 1 st um
11-bogann +. Endturtakið frá + til + og
endið á 2 11, 1 keöjulykkju i 2. 11, sem umf
byrjaði á.
3 umf: 111 + 1 fl, 111, 1 fl um 11-bogann, 111
+ Endurtekið frá + til + og endið umf
með 1 kl um fyrstu 11 umferðarinnar.
4 umf: 1 11, + 1 fl um 11-bogann, 1 11 +
Endurtakið frá + til + og endið á 1 kl um
111. Haldið nú áfram og þá koma takkarn-
ir:
Takki: 1 11, heklið fl yfir 5 fyrstu 1 i umf,
snúið.
1 röð: 1 11, 5 fl, snúið.
2 röð: 111, 2 f 1 saman, 3fl, snúið.
3. röð: 111, 2 f 1 saman, 2fl, snúið
4 röð: 111, 2 fl saman, 1 fl, snúið
5. röð: 1 11, 2 fl saman, dragið-garnið i
gegn og festið endann. Heklið nú eins
takka um hverjar 5 lykkjur, þar til eru 9
takkar á stjörnunni, en gætið þess að
stjörnurnar eru tvær.
Brjótið nú pokann tvöfaldan og heklið
hliðarnar saman frá röngunni með fasta-
lykkjum. Kögrið að neðan er úr áttföldu
garninu.
Bandið: Fléttið fast tvö bönd um metra að
lengd hvort, úr þremur böndum af þre-
földu garninu. Hnýtið stóra hnúta á end-
ana og saumið böndin á pokann um 4 cm
frá hlið. Saumið siðan stjörnuna á mitt
stykkið (aftan og framan).
TASKAN MEÐ LOKINU
Fitjið upp 42 11 og heklið 41 fl með þvi
að taka undir bæði bönd. Þegar stykkið er
orðið 68 cm eru teknar 2 1 úr á hvorri hlið i
annarri hvorri umferð og 1 i hinni umf.,
þar til eftir eru 51. Slitið þá frá.
Hliðarnar: Fitjið upp 8 11 og heklið 7 fl,
alls 23 cm. Slitiö garnið frá.
Bandið: Fitjið 7 11 upp og heklið 6 fl alls 75
cm. Slitið.
Samsetning: Spennið stykkin út milli
blautra viskastykkja lagið þau til og látið
þorna. Klippið til fóður eftir stykkjunum
og sumið það saman. Brjótið töskuna
saman og heklið saman frá réttunni með
fastalykkjum. Hnýtið kögrið þannig á:
Byrjið á oddinum á lokinu, um 7 cm frá
ofan við brúina. Takið tvo garnenda, um
25 cm langa, haldiö þeim tvöföldum yfir
fingurinn bak við stykkið. Stingið heklu-
nálinni gegn frá réttunni og dragið lykkju
upp (2 þræði). Stingið þá i gegn 2 umf.
neðar og dragiö alla 4 þræðina i gegn.
Dragið þá siðan gegn um lykkjuna og
herðið að. Haldið áfram með 2 1 bili með-
fram öllu lokinu. Klippiö kögrið til og haf-
ið það um 7 cm langt. Hnýtið eins kögur á
töskuna, um 2 umferðum neðan við brún
loksins, þegar taskan er lokuð. Setja má
harðan pappa i botninn og innan á lokið.
Töskunni er lokað meö stórri smellu.
Saumið bandið á og fóðriö i. Þetta var all-
ur galdurinn.
H
Ð
— Fyrst þú gazt ekki rekiðhann burt,
þá ættirðu að vera þakklátur mömmu.
— Auðvitað man ég að ég sá þessa
mynd fyrir 20 árum. Ég var i sama
kjólnum.
34