Heimilistíminn - 21.03.1974, Side 30
DAG EFTIR dag stóð hann í likhúsinu og
krufði konulik. Og hann fann það sama,
aftur og aftur: gröft og igerð um allan
likamann. t móðurlifinu, lifrinni miltanu,
kirtlunum, lifhimnu, nýrum og heila-
berki. Af hverju dóu þær allar saman?
Dr. Ignas Phillipp Semmelweis ákvað
að gefast ekki upp fyrr en bann hefði
komizt að raun um það.Suma mánuðina
dóu 30 konur af hundrað á fæðingar-
stofunni, serr. V.uiin hafði umsjón með. Af
barnsfararsótt, vissulega, en hvers
vegna veíktust svona margar? Á annarri
fæðingarstofnun á næstu grösum dó
aðeins ein kona af hverjum hundraö.
Með nályktina af höndunum gekk
Semmelwis upp á fæðingarstofuna til að
taka á móti barni og rannsaka móðurina
eða væntanlega móður. Stúdentarnir
komu i humáttina á eftir honum og fram-
kvæmdu sinar rannsóknir, þeir voru llka
meö óþvegnar hendur rétt eftir krufning-
una. A fæðingarstofunni við hliðina tóku
ljósmæður á móti börnunum. Þær komu
aldrei i mánunda við likhúsin
Það var nánast tilviljvm, að dr.
Semmelweis kom til sj ukrahússins i
Vinarborg. Tveggja ára atvinnuleysi að
námi loknu kom honum til þess að taka
fyrsta starfinu, sem bauðst. Upphaflega
hafði hann alls ekki hugsað sér að verða
læknir, og alls ekki fæðingarlæknir.
Þýzk-ungverski læknirinn Ignaz Philipp Semmel-
weis komst að raun um, að smitberar bárust með
snertingu. Með þessu hafði hann stigið stórtskrefi
rétta átt á sviði læknavisindanna. — En hann gat
ekki gefið fullnægjandi visindalegar skýringar á
þessari uppgötvun sinni. t stað þess að hvetja hann
til að halda áfram, var sjúkradagbókum hans lokað
fyrir honum og hann var rekinn úr starfi. — Þessar
uppgötvanir sinar gerði Semmelweis á sjúkrahús-
inu i Vin árið 1846.
Sagan um
óhreinu
hendurnar
Óhjákvæmilegt
Þegar hann tók til við þetta mál var
dauðdagi af völdum barnsfara aöeins
læknisfræðilegt hugtak i augum dr.
Semmelweis. Eins og allir aðrir læknar
áleit hann sjúkdóminn óhjákvæmilegan
eins og eitthvaö, sem ekkert ráð var hægt
að finna við. Þangaö til hann stóð frammi
fyrir þeirri staöreynd að dauösföllin
væru óeölilega mörg. Á þvi hlaut að
finnast einhver skýring.
Forstjóri fæðingarstofnunarinnar hét
Klein próíessor. Hann var ekki að gera
sér rellu út af samvizkubiti eða
þessháttar, sem kvaldi Semmelweis við
að horfa upp á deyjandi mæðurnar.
Barnsfararsjúkdómar voru bara far-
sóttir, þar voru ritningarorð dr. Klein.
Semmelweis var ekki trúaöur á . slikt
samhengi. Hvenær, sem hann fékk þvi við
komið, reyndi hann aö ræöa barnsfar-
sóttir við Klein prófessor. En Klein fannst
slik ágengni ótimabær og fannst þessi nýi
læknir hafa óróa i för með sér.
Semmelweis hafði engar vismdalegar
sannanir til aö byggja á efasemdir sinar
gagnvart viðurkenndum kennisetningum
. læknisfræðinnar. Allt og sumt, sem hann
gat, var a'ð taka eftir, safna efni varðandi
dauðsföllin . Hann færði nákvæma dag-
bók yfir allt sem hann varö visari.
Andlátsklukkur
Hann lét sjúklingana liggja á hliðinni
þegar þær ólu börn sin, eins og ljós-
mæðurnar gerðu á hinni stofnuninni, en
það kom ekki aö neinu gagni. Hann bað
prestinn um að hringja ekki bjöllu á leið
sinni fram hjá fæðingastofunni til dauða-
stofunnar, þar sem þær aðframkomnu
biðu sakramentisins. Bjölluhljómurinn
skapaði angist hjá sjúklingunum, og lær-
dómsbækurnar héldu þvi fram, að angist
væri ein orsökin til barnsfararsóttar.
Presturinn hætti að hringja bjöllunni, en
það hafði ekkert að segjá heldur. Stafaði
sóttin af þvi að konurnar skömmuðust sin
fyrir aðláta karlmenn rannsaka sig? Nei,
Nei, það var ómögulegt.
Það var alveg sama. hvaö Semmelweis
stritaði, lausnin var alltaf jafnfjarri.
Dauðsföllum fækkaði ekki á fæöingar-
stofnurn hans. Hann var oröinn fullur ör-
væntingar. Fyrir hvatningarorð góövinar
sins, Kolletschka réttarlæknis, fór hann i
fri til Feneyja. En hann fann enga hvild
þar. Hugsunin um barnsfarsóttina yfirgaf
hann alls ekki. Nokkrum vikum siðar var
Semmeiweis kominn i likhúsið aftur.
Þegar hann kom heim, fékk hann þær
fregnir, að Kolletschka væri látinn. Við
krufningu á liki hafði einn stúdentinn
rekið hnif i handlegginn á honum. svo að
30