Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 39

Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 39
fS Hún hafði á tilfinningunni að maður hennar vildi skilnað - að hann hefði fundið aðra. Hún ætlaði ekki að setja sig gegn því, aðeins veita honum dalítið til umhugsunar. Agnes sat og beið eftir Sveini. Hann hafði verið seinn fyrir alloft upp á siðkast- iö. Áður kom hann þjótandi heim, kátur og glaður, og eftir að þau höfðu fengið arininn, var þaðeftirlæti hans, að hún biði hans á hverjum degi með sherryglas. Sið- an sátu þau og höfðu það notalegt og ræddu um það, sem gerzt hafði þann dag- inn hjá hvoru um sig. Siðan börnin höfðu gifzt og farið að heiman, höfðu þau haft meira næði til að njóta félagsskapar hvors annars. Þau voru ein, rétt eins og I gamla daga. Nú voru félagar barnanna ekki á stööugu rápi út og inn, og háværa tönlist- in, sem fylgdi þeim, var þögnuð. Já, náttúran hafði komið þessu svo haganlega fyrir, að einmitt þegar börnin voru orðin nógu stór til að fara að heiman, voru for- eldrarnir komnir á það stig, að þeir vildu helzt frið og ró. Hún var ekki verulega ánægð. Sveinn ætlaði að verða seinn fyrir rétt einu sinni. Hún leit á úrið, þó að hún hefði gert það fyrir andartaki og komizt að raun um, að nú hefði hann átt að vera kominn fyrir hálfri annarri klukkustund — og hann hafði heldur ekki hringt heim. Hún hugsaði til unga einkaritarans, sem hafði nú unnið hjá honum i hálft ár. Agnes hafði nokkrum sinnum heilsað henni og neyðzt til að viðurkenna, að hún dáðist að stúlkunni, hún var svo ung og fersk og hafði fallega framkomu. í byrjun hafði Sveinn talað um, hvað ungfrú Clausen væri dugleg og fær i starf- inu, en nú gerði Agnes sér grein fyrir þvi, að hann hafði ekki minnzt á ungfrú Clau- sen i marga mánuði. Hugsandi tók hún fram glös og flösku og kveikti upp i arninum. Hún var enn falleg, þrátt fyrir 45 ára aldur, og gráa hárið fór vel við unglegt andlitið og fallega húðina. Hún settist i eftirlætisstólinn sinn. Auð- vitað gat Sveinn hafa orðið hrifinn af ungu stúlkunni, en ef það væri eitthvað alvar- legt, myndi hann ekki dylja hans þess. Hann myndi... vitleysa! Það var óþarfi að mála vissan herramann á vegginn, bara vegna þess að eiginmaðurinn var seinn fyrir heim. Fyrirtækið hafði stækkað gifurlega siðustu tvö árin, svo þar var nóg að gera. Hún hlustaði. Þarna kom hann vist. Hann var lengi að setja bilinn inn. Jæja, þarna opnuðust útidyrnar. Hún gekk brosandi fram á móti honum. — Sæll, vinur minn. Ertu þreyttur? Nú skulum við fá okkur glas. Komdu, það er eldur i arninum, og finnurðu ekki ilminn af eftirlætismatnum þinum? Hún tók undir handlegginn á honum. Hann leit þreytulega út og virtist eins og utan við sig. Hann dró hægt að sér hand- legginn. — Sæl, Agnes. Hann settist hægt og þagði. — Hefurðu haft áhyggjur i dag? Hún hellti i glösin. — Ja, nei..en...það er svolitið, sem ég þarf að tala við þig um, Agnes. Ég hef verið að velta þvi fyrir mér um tima. Hún greip fram i fyrir honum glaðlega: — Já, já, vinur minn. En biddu með það, þangað til eftir matinn. Þá gengur það betur. Við skulum taka upp rauðvins- flösku með matnum. Mig langar svo til að við höfum það notalegt. Mundu, að við er- um komin á þann aldur, að við eigum að vera reglulega góð við sjálf okkur.. og hvort annað. Nú höfum við þó efni á þvi Já, ég náði i nokkra bæklinga i dag. Þú þarft að taka þér fri og við reyndar bæði. Okkur vantar tilbreytingu. — Við erum ekki orðin neitt gömul. En sem sé, ég þarf að... — Bráðum, Sveinn. Ég þarf að huga að matnum. Hún brosti til hans. — Vertu nú rólegur, við borðum eftir tiu minútur. Meðan hún gekk frá matnum, gerði hún sér grein fyrir, hvað væri i vændum. En að gefast upp án baráttu? Nei! Fyrst og fremst yrði hún að vera róleg..róleg og koma til móts við hann. Það gæti varla verið um skilnað að ræða, það var eitt- hvað, sem gerðist bara i öðrum fjölskyld- um.. en hún og Sveinn! Hlægileg til- hugsun. Þegar komið var að kaffinu, var hún farin að vorkenna honum. Hún hellti meira i bollana og brosti. — Jæja, lát heyra. Við erum vön að leysa vandamálin i sameiningu. — 0, Agnes, þú gerir þetta svo erfitt. Ef þú vissir...við sem alltaf höfum haft það svo gott saman. — Við höfum það ennþá, og jafnvel betra en nokkru sinni fyrr. En hún sá, að honum leið alls ekki vel. — Já. en hjónaband okkar er kannski bara orðið að vana. — Kannski, en það er góður vani, ekki satt? — Agnes, þetta er helmingi erfiðara, þegar þú situr þarna svona glöð og bros- andi, eins og gamall vinur, en... — En hvað, Sveinn? — Allt i lagi. Það er bezt að láta það koma. Ekki verða sár, en..ja, ég ætla að biðja þig að veita mér frelsi. — Það hef\jpðu alltaf haft. — Ég veit það, en ef ég vil nú ...skilnað? Hún leit snöggt og spyrjandi á hann. — Viltu það þá? — Það held ég. Ég á við, við hljótum að geta talað um það i friði og ró, án þess að rífast. — Auðvitað getum við það, og erum við ekki að þvi? Hann horfði undrandi á hana. Hún horfði fast á móti og brosti litið eitt. Hún varð að brosa, ef hún átti að sigra. Nú varð hún að vera sterk. Liklega hafði hann átt von á einhverjum látum — og ótt- azt það — en hún vissi, að þetta var ein- mitt aðferðin við hann. Til þess þekkti hún hann nógu vel. Hún leit rólega á hann. —■ Er það ungfrú Clausen? — Agnes, það er eins og þetta komi ekk- ert við þig. Og ég sem var svo hræddur um.. — Komi við mig,.... Við eigum þó ekki hvort annað. Við skulum bara gleðjast yf- ir öllum góðu árunum, sem liðin eru. Nú dettur manni ýmislegt i hug. Manstu, þegar við erfðum þetta hús eftir foreldra mina? Við vorum svo glöð, og við hlupum um allt hönd i hönd og athuguðum, hvað þurfti að gera. Manstu hvað börnin voru glöð að fá sin eigin herbergi? Og við vor- um svo eftirvæntingarfull fyrsta vorið. Hvað skyldi nú koma upp i garðinum? Manstu eftir fyrstu páskaliljunum? Það var á brúðkaupsafmælinu, sem þú tindir þær allar og kastaðir yfir mig i rúminu. Já, Sveinn, það verður erfitt fyrir þig að sjá af húsinu. — Húsinu? Hann starði furðu lostinn á hana. — Já, ég fæddist hér, og auðvitað verð ég hér. En þið finnið vafalaust eitthvað annað, þú og hún. Það er ungfrú Clausen, er það ekki? Hann kinkaði hægt kolli, greinilega hugsi yfir þvi, hvað henni virtist standa hjartanlega á sama. Hún hélt ótrauð áfram: — Þið fáið ykkur liklega eitthvað ný- tizkulegt, kannski ibúð. Þú hefur aldrei haft áhuga á garðrækt, aðeins notið þess að hafa það gott hér inni. Það er lika i £0 39

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.