Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 19
Hjartalagkaka. Deigið: 200 gr. möndlur. 5 eggjahvitur 200 gr. sykur 1 matsk. maizenamjöl Fylling og skraut: 1 eggjarauða 50 gr. flórsykur 50 gr. smjör ribs- eða sólberjahlaup 25. gr. möndlur rasp. Afhýðið möndlurnar og setjið þær i möndlukvörn eða brytjið þær. Þeytið eggjahviturnar mjög stifar. Þeytið 3 matsk-sykur út i þangað til hviturnar eru orðnar seigar og setjið siðan afganginn af sykrinum, möluðu möndlunum og maizenamjölinu út i. Setjið deigið út i vel smurt og hveitiúðað tertuform, til dæmis hjartalaga og bakið kökuna við 180 i 30—40 minútur eða þangað til kakan er bökuð i gegn. Þetta má prófa með tré- pinna, sem stungið er inn i kökuna miðja. Komi hann hreinn út, er kakan bökuð. Hvolfið henni varlega úr forminu og látið hana kólna. Hrærið saman við eggja- rauðurnar flórsykri og smjöri. Skerið kökuna i sundur með beittum hnif og setjið helminginn af kreminu á milli. Setjið afganginn af kreminu utan á kökuna með spaðahnif og bætið út i smá vegis raspi. Hrærið hlaupið þunnt með nokkrum dropum af volgu vatni og breiðið úr þvi ofan á kökunni. Skreytið með af- hýddum, niðurskornum möndlum. Röndótt lagkaka. Deigið: 4 egg 200 gr. sykur 2 matsk. vatn 75 gr. hveiti 40. gr. Maizenamjöl 1/2 tesk. lyftiduft Kremið: 1 1/2 dl. vatn 1 1/2 dl. sykur 1 egg 150 gr. smjör 1 sitróna 1-2 matsk. kakó 1 tesk. kaffiduft. Þeytið eggjarauðurnar lengi og vandl með sykri og hrærið vatn út i. Blandið hveitið og mjölið með lyftidufti og setjið þetta út i eggin án þess að hræra of mikið. Þeytið eggjahviturnar mjög stifar og setjið þær út i deigið varlega, svo að loftið fari ekki úr þeim. Setjið deigið i velsmurt kringlótt kökuform og bakið i ca. 25 min. við 200”' Takið þá kökuna úr forminu og leyfið henni að kólna,skerið siðan sundur i tvö lög með beittum hnif. Sjóðið vatn og sykur i smjörkremið þar til það er þykkt sykurmauk. Þeytið eggið létt og hellið sykurmaukinu út i mjórri bunu meðan þeytt er. Þeytið kremið þangað til það er orðið kalt og bætið siðan i smjöri, litlu i einu. Skiptið smjörkreminu i tvennt og setjið út i annan hlutann sitrónusafa og rifinn sitrónubörk og hinn kakó og kaffi- duft. Sprautið siðan báðum kremtegund- unum ofan á efri botninn i röndum og setjið siðan afganginn af kreminu á milli. Kartöflu- freistingar Bakaðar kartöflur Skerið kross i hverja kartöflu og setjið þær þannig á rist eða i ofnskúffu að krossinn snúi upp . Steikið þær i klukkustund eða svo við 225 stiga hita. Hýðið verður mun fallegra, ef kartöfl- urnar eru penslaðar með mataroliu áður. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar, eru þær kreistar dálitið, þannig að rif- urnar opnist. Stráið salti i opið, og ef til vill hvitlauksdufti, og setjið smjör- klipu ofan á. Bakaðar kartöflur eru bornar fram rjúkandi heitar með steiktu kjöti eða fiski. Einnig er hægt að baka kartöflur i grillofni, en þá þarf að vefja um þær álpappir fyrst. Þá má bera bakaðar kartöflur fram sem sjálfstæðan rétt, til dæmis sem kvöldbita, áður en farið er i háttinn. Þá er hægt að fylla þær með ýmsu góð- gæti, svo sem osti, kjötafgöngum eða fiski. Kaviar, sildarbitar, hökkuð pap- rika eða púrrur er heldur ekkert til að fussa við. 19

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.