Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 43

Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 43
um, Neil! hélt hún áfram og snarsneri sér að frændanum aftur. — Ég finn aldrei konu handa þér, ef þú talar ekki við hana um annað en líf sauðf jár. Þetta eru mikil vonbrigði, ég sem hafði vonazt til að kynna þig f yrir góðri, ungri stúlku....það dró niður í henni við svipinn, sem kom á andlit Neils. Þann svip haf ði hvorugt hjónanna séð áður og þau störðu bara á Neil. — Allt í lagi, f rænka! Rödd hans titraði af reiði. — Ef þú ert svona ákveðin í að ég eignist enska konu, þá fer ég út núna og bið fyrstu stúlkuna sem ég sé, að giftast mér og fara með mér til Ástralíu eftir hálfan mánuð. Kannske þú verðir þá ánægð og hættir að fleygja dætrum vina þinna um hálsinn á mér. í heilar þrjár mínútur eftir að Neil hafði skellt á eftir sér útihurðinni, sátu hjónin í dagstofunni og störðu þegjandi hvort á annað. Svo brosti Benjamín frændi ánægjulega og sló hrifinn á lær sér. — Ég held bara, að hann standi við þetta, svei mér þá! 2. kafli. Janet fannst dásamlegt að koma út í hreina loft- ið, þegar vinnudeginum var lokið-Það var hætt að rigna, en enn var hvasst og sjávarlyktin var sterk- ari en áður. Allt í einu datt henni í hug að taka á sig krók heim og ganga meðfram sjónum. Það lá ekk- ert á að komast heim í tóma og kalda herbergið. Það eina sem var gott við það, var að það var þurrt og hún bjó þar ein. Hinir leigjendurnir í húsinu virtu það, að hún vildi vera þar ein. Stundum var þó ein- manalegt, en það var ekki auðvelt, að vera tuttugu og eins árs, einstæðingur og vinafá. Meðan hún gekk hægt meðfram sjónum, hugsaði hún um Betty, sem alltaf var svo vingjarnleg og blátt áfram. Frá henni liðu hugsanirnar til sólbrúna mannsins, sem hún hafði gengið með hér í dag og ekki vildi láta ókunnuga kalla sig„elskuna". Hún brosti með sjálf ri sér og svo rann upp f yrir henni, að með þess- um krók, sem hún hafði farið, gengi hún framhjá Herragarðinum, þar sem hann bjó hjá ættingjum sínum. Hún herti gönguna. Það v^eri betra að hún biði rneð að hugsa um allt það sem hann hafði sagt henni um landið sitt, þar til hún væri komin heim á herbergið. Einhver kom á móti henni og gekk hratt. Það var karimaður, sem ekki hafði gefið sér tíma til að hneppa frakkanum, sem stóð aftur af honum eins og dökkir vængir í storminum. Janet leit í kring um sig, en þar var engan ánnan að sjá. Hún var svolítið smeyk og hjartað barðist ákaf lega er þessi skugga- legi maður nálgaðist hana. Þau mættust undir Ijósastaur, hann leit upp og snarstanzaði. — Janet Cook! Henni létti, þegar hún sá, hver það var og hann starði á hana andartak. — Það hlaut að vera, að það yrðir þú! Hvernig svarar maður svona athugasemd, hugs- aði Janet. — Er nokkuð að?spurði hún. — Þú ert svo æstur. — Nei, það er ekkert að, svaraði hann f Ijótmælt- ur. — Getum við talað saman einhvers staðar hérna? I friði?Þegar Janet hreyfði sig eins og til að fara, greip hann um handlegg henni. — Nei, þú þarft ekki að vera hrædd. Hvar sem er, bara hérna á götunni, þar sem eru Ijós og fólk, ef þú vilt, en bara að enginn heyri til okkar. Hún hló lágt, ringluð. Hún hafði verið að hugsa um hann og þá hafði hann birzt og nú leit út f yrir að hann þyrfti á ráðum hennar að halda eða eitthvað í þá áttina. Án þess að segja nokkuð, snerist hún á hæli og gekk í áttina, sem hún hafði komið úr og hann við hlið hennar. — Það er hætt að rigna, sagði hann eins og hann hefði ekki veitt því athygli fyrr. — Já. — En það er hvassara. — Og þaralyktin er sterkari. Hann þefaði út í loftið og hún rannsakaði hann forvitin. Hann var berhöfðaður, úfinn og í bjarma götuljóss, sá hún að hann var reiðilegur á svipinn. Hvað var að? — Varstu á leiðinni heim? spurði hann stuttara- lega. , — Ja sem betur fer er dagurinn búinn, svaraði hún og vonaði, að hann tæki ekki eftir því hvaða krók hún hafði tekið á leiðinni. En eitthvert uml var eina svar hans og hann sagði ekki meira, f yrr en þau námu staðar við einn bekk- inn sem stóð við múrinn meðfram sjónum og var þar í skjóli. Hún leit spyrjandi á Neil. Hann leit i kring um sig, kinkaði kolli, eins og hann væri ánægður og settist síðan við hlið hennar. Janet hélt fast um veskiðsittog beið. Hún vissi ekki almenni- lega, hvernig hún átti að bregðast við þessu og auk þess var hún forvitin um hvað hann vildi henni. En hann sagði enn ekki neitt, bara sat og starði beint fram fyrir sig. Janet herti takið um veskið. Hún varð að reyna að koma honum af stað. Hún var þreytt, bekkurinn var kaldur og óþægilegur. Auk 43

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.