Heimilistíminn - 21.03.1974, Page 36

Heimilistíminn - 21.03.1974, Page 36
H Gl B Læknir nokkur var annálaður fyrir hvatskeytleg svör. Einu sinni spurði sjúklingur hann, hvort ekki myndi vera gott fyrir sig að ganga i ull næst sér. — Nei, ætli það, svaraði læknirinn. Ef svo væri, hefði Guð sjálfsagt sett þig i gæruskinn eins og aðra sauði. Það þykir vist ekkert fréttnæmt, þótt skipstjórinn, öðru nafni ,,karl- inn”, og véistjórinn taki rimmur, en eina sögu heyrðum við um daginn, sem okkur finnst með þcim betri: Karlinum hafði lent saman við véi- stjórann, og þar kom ioks, að skip- stjórinn lét orð falla á þá leið, að það væri hreinn barnaleikur að gæta vélardruslunnar i samanburði við þaö að standa uppi i brúnni og stýra fleyt- unni, en vélstjórinn var nú aldeilis ekki á sömu skoðun og iét það i Ijós. Hvar er Elmer? ELMER er á ferðalagi, og nú er harin staddur i borg einni. Ef þiö ratið réttu leiðina gegnum völdunarhúsið frá vinstri til hægri, stendur nafn borgarinnar skrifað I slóð ykkar. 36 Varð það úr, aö þeir skyldu skipta um starf á stundinni. En ekki voru liðnar nema tiu minút- ur, þegar skipstjórinn heyrðist kalla í örvæntingu neðan úr vélarrúminu: — Það er ekki nokkurt viðlit að koma þessu vélarræksni i gang! Þá heyrðist heldur óburðugt svar of- an úr brúnni: — Það gerir vist ekkert til. Við erum komnir á þurrt. t póiitíkinni falla stundum skemmti- legar athugasemdir, eins og þessi: — Það hefur mörgum hér i kjör- dæminu verið það undrunarefni, til hvers háttvirtur andstæðingur minn hefur yfirleitt höfuð. Það er von, að menn undrist. Ég fæ ekki betur séðten að það þjóni þeim tilgangi einum að gera bilið á milli eyrnanna hæfilegt! Éinn af þekktari gagnrýnendum borgarinnar —■ sem að visu lætur ekki ljós sitt skina i blöðunum — var að þvi spurður eftir söngskemmtun ótiltekins söngvara, hvernig honum hefði þótt. Og það stóð ekki á svarinu: — Þetta var skemmtilegasta tilfelli af astma, sem ég hef lengi heyrt! Jón, vinur vor, var með allra hýr- asta móti i gær, þegar við mættum honum niðri i Austurstræti, og þegar við inntum hann eftir ástæðunni, sagði hann glaðhlakkalega: — Ég þurfti að skreppa á fund i fyrrakvöld og tafðist fram eftir kvöldi, og á meöan var brotizt inn hjá okur. En þjófurinn, sá fékk á baukinn, mað- ur, þvi að konan min hélt nefnilega, að það væri ég! Læknir nokkur hitti sjúkling sinn á götu og tók hann tali. — Jæja, sagði læknirinn, liður yður nú ekki betur, eftir að ég ráðlagði yður að reykja aðeins þrjár slgarettur á dag? — Jú, svaraði sjúklingurinn, en ég get nú ekki neitað þvi, að heldur leið ntér þó skár á meðan ég rcykti alls cnga.

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.