Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 44

Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 44
þess var gnauðið í vindinum ekki sérlega upplífg- andi. — Hvað er það sem þú vilt mér? spurði hún lágt. — O, fyrirgefðu. Skilurðu, það er dálítið, sem mig langar að spyrja þig um. Þú sagðir mér í dag, að þú værir foreldralaus og byggir ein i leiguherbergi. Það getur varla verið sérlega heimilislegt. Þú hlýt- ur að vera einmana. Þá datt honum annað í hug — Ertu trúlofuð? — Nei. — Engin önnur bönd...þú veizt hvaðég á við? — Já, það held ég, svaraði hún hægt. — Nei, engin önnur bönd. — Fínt. Hann andvarpaði feginsamlega. — Mér f annst þú líka haf a áhuga á því sem ég sagði þér um Ástralíu i dag. — Já, ég hafði það. Hún var alveg ringluð af þess- um spurningum. — Jæja, hann andaði djúpt. — Hvernig helduðu, að þér mundi lika að búa þar? Ég á við, viltu koma með mér þangað eftir hálfan mánuð? Með einni snöggri hreyfingu, stóð Janet upp og stillti sér upp fyrir framan hann. — Ég ætla að....byrjaði hún móðguð. — Vertu róleg, sagði hann með þolinmæði. — Hlustaðu á mig og leyfðu mér að tala út. Þetta er allt saman mjög siðsamlegt, ég er ekki að stinga upp á neinu skuggalegu. Ég er eiginlega að biðja þín. — F..fyrirgefðu, stamaði Janet enn ringlaðri en áður. — Seztu, skipaði hann og hún flýtti sér að hlýða. Hún gat ekkert gert að því að hún skalf frá hvirfli til ilja. — Ég er að tala i alvöru, hélt hann áf ram. — En ég skil ekki? Þú sást mig fyrst fyrir f imm dögum... hún þagnaði. Hann var henni gjörókunnur, þegar f rá voru taldar samræður þeirra í Mávakaf f i og í gönguferðinni fyrr um daginn. Þau vissu ekk- ert hvort um annað. Samt var hann að biðja hana að giftast sér. Hann var ekki ölvaður og leit heldur ekki út fyrir að vera geðbilaður. En hvað var það þá? — Nei, ég skil ekkert, sagði hún og var nú öllu ákveðnari.— Mér finnst þetta dálítið heimsku- legt. Neil varð að viðurkenna, að þetta var heimsku- legt. Hér sagt hann og bað ókunnugrar stúlku af því einu að hann var í illu skapi. Þegar þessir árar ólátuðust i honum gerði hann einkennilegustu hluti. Hann vissi sjálfur, að þetta var næstum brjálæðis- legt. Nú hafði hann tækifæri til að biðja Janet af- sökunar, biðja hana að gleyma þessu öllu og hverfa siðan út úr lífi hennar. Sjálfsagt mundi hún velta fyrir sér, hvað væri að honum, en það breytti engu. En þá yrði hann að fara affur til Herragarðs- ins og viðurkenna fyrir Phoebe frænsku að hann hefði ekki gert það sem hann hafði heitið. Þegar hann sá fyrir sér meðaumkunarbrosið sem hún setti þá upp, kreppti hann hnefana. Nei, hann skyldi gera þetta. — Ég sagði þér frá búgarðinum í dag. Ég bý þar með yngri bróður mínum. Við erum bara tveir i húsinu sem er geysistórt og gæti verið heimilislegt. Hvorugur okkar hefur hundsvit á húsverkum, við bara borðum og sofum þarna og allt hefur látið á sjá, síðan amma dó. En þetta var fallegt heimili. Jæja, þú sagðir að þú ættir ekkert heimili og það var eitthvað í rödd þinni þegar þú talaðir um herbergið, sem bar þess vott, að þú þráir heimili. Ég býð þér öruggt og gott heimili. Öafvitandi hafði hann hitt á veikustu hlið Janet- ar. Þetta hafði hún alltaf þráð, en aldrei eignazt. Foreldrar hennar höfðu alltaf verið á ferðinni, þau gátu ekki sezt neins staðar að fyrir fullt og allt. Janet hafði lifað mestan hluta ævi sinnar á hótelum og í leiguíbúðum til skamms tima. Stundum höfðu engir peningar verið til og Janet var bara barn, þegar hún tók að þrá öryggi og stöðugleika í tilver- unni. Sitt eigið heimili. Hún hafði sjaldan haft tæki- færi til að eignast fasta vini og oft verið einmana. Svo varð slysið og síðan haf ði hún búið í þessu her- bergi. — En hvers vegna...ég? spurði hún lágt. Hann hallaði sér nær henni. — Líklega af því ég vorkenni þér, tautaði hann. — En ég held, að ég geti ekki tekið tilboði þínu, sagði hún og reyndi að gera það með virðingu. — í fyrsta lagi þekkjumst við ekki.... — Sú ástæða verður ekki f yrir hendi eftir hálf t ár. Hann horfði rannsakandi á han.— Ef einhver hefði boðið þér ráðskonustöðu á Burnettia, hefðirðu þá tekið tilboðinu. Hún sá f yrir sér grænar, sólbakaðar sléttur, lömb á hlaupum og sauðfé á beit og svaraði hikandi: — Ef til vill. — En af því ég býð þér nafn mitt líka, neitarðu! — Að vera ráðin ráðskona, er dálítið annað en vera gift, svaraði hún. Hún var varla búin að ná sér eftir tilboðið. — Sumar konur litu ekki þannig á það, tautaði hann, svo hélt hann áf ram: — Það er margt, sem ég hef ekki minnzt á. Nýtt heimili i nýju iandi. Ég viðurkenni, að það er ólíkt öllu hérna. Hann sveif I- aði handleggnum að öllum gráu húsunum. — Heimili mitt er tvær mílur f rá næsta þorpi, en ég er viss um, að þér þætti vænt um það og þú yrðir ekki einmana. Alltaf er eitthvað að gera og gerast og Ástralíubúar eru einkar vingjarnlegt fólk. Flestir Englendingar verða þar fljótt eins og heima hjá sér. Þú fengir nóga peninga til að eyða bæði í sjálfa þig og húsið, ég hef engar áhyggjur af fjármálum. Þú fengir frelsi og sólskin. — ( staðinn? — Bara að hugsa um bróður minn og mig. — Ekkert annað? Hún leit rólega í augu hans. — Ekkert annað, svaraði hann ákveðinni röddu og hún trúði honum. Hún hrukkaði ennið og horfði f ram fyrir sig. Nú, þegar fyrsta undrunin var á undanhaldi, varð hún að viðurkenna, að tilboðið var freistandi. Ekki að giftast þessum manni, heldur það að fara til Ástralíu og eignast eigið heimili. Byrja nýtt líf I nýjum heimi. 1 Framhald 44

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.