Heimilistíminn - 21.03.1974, Page 37

Heimilistíminn - 21.03.1974, Page 37
I------<« --------1 Hlýr og fallegur KERRU- POKI Það er mjög auðvelt að sauma svona fallegan kerru- poka. Þetta eru tvö stykki, ytra byrði og fóður, sem saumuð eru saman og prýdd með leggingum. Veljið iitinn eftir kerrunni, sem vafalaust er i þeim litum, sem fara barninu bezt. Efnið i ytra byrðinu er grófi'ifflað flauel og stærð bútarins 56 x 150 cm. Fóðrið er loðið efni af sömu stærð. Auk þess þarf bönd i hllðarnar. u.þ.b. 2 metra og skraut bönd, 56 sm hverja ræmu. Saumið skrautböndin á flauelið, ca. 5 sm. frá endanum og hafið 8-10 sm breiða rönd af þeim. Leggið siðan flauelið og fóðrið saman, þannig að rétturnar liggi saman og saumið allan hringinn nema á litlum kafla, sem þarf til að snúa pokan- um við. Saumfarið má vera 4 sm. Snúið við og saumiö íyrir rifuna. Brjótið siðan pokann saman, þannig að framstykkið verði 58-60 sm. Afturstykkið verður þá um 85 sm. Varpið siðan saman á hliðunum með sterkum þræði, en látið efstu 12 sm vera opna. Klippiö 4 stk. bönd og saumið á hverja hlið, annað i bakið og hitt i fram- stykkið. 37

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.