Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 37
I------<« --------1 Hlýr og fallegur KERRU- POKI Það er mjög auðvelt að sauma svona fallegan kerru- poka. Þetta eru tvö stykki, ytra byrði og fóður, sem saumuð eru saman og prýdd með leggingum. Veljið iitinn eftir kerrunni, sem vafalaust er i þeim litum, sem fara barninu bezt. Efnið i ytra byrðinu er grófi'ifflað flauel og stærð bútarins 56 x 150 cm. Fóðrið er loðið efni af sömu stærð. Auk þess þarf bönd i hllðarnar. u.þ.b. 2 metra og skraut bönd, 56 sm hverja ræmu. Saumið skrautböndin á flauelið, ca. 5 sm. frá endanum og hafið 8-10 sm breiða rönd af þeim. Leggið siðan flauelið og fóðrið saman, þannig að rétturnar liggi saman og saumið allan hringinn nema á litlum kafla, sem þarf til að snúa pokan- um við. Saumfarið má vera 4 sm. Snúið við og saumiö íyrir rifuna. Brjótið siðan pokann saman, þannig að framstykkið verði 58-60 sm. Afturstykkið verður þá um 85 sm. Varpið siðan saman á hliðunum með sterkum þræði, en látið efstu 12 sm vera opna. Klippiö 4 stk. bönd og saumið á hverja hlið, annað i bakið og hitt i fram- stykkið. 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.