Heimilistíminn - 21.03.1974, Page 41

Heimilistíminn - 21.03.1974, Page 41
litla bossann sinn. Bomsara, boms! Þið hefðuð átt að sjá undrunarsvipinn á litlu systur. En hún lét þetta svo sem ekkert á sig fá. Hún stóð upp aftur og datt aftur, og þetta gerði hún allan daginn. Þegar pabbi kom heim um kvöldið, var hún orðin svo þreytt, að hún gat naumast stað- ið. Litlu, feitu lappirnar henaar skulfu og titr- uðu undir henni, en hún stóð nú samt og allir hrópuðu: — Húrra! Húrra! Litla systir var eiginlega ekki hrædd við neitt. Hún var svo glöð og kát allan daginn. Hún grét aldrei, nema hún væri svöng, eða þegar hjúkrunarkonan kom að skoða hana. Þá var hún lika klædd úr öllum fötunum nema bol- num og vafin inn i bleyju. Svo var bundinn hnútur á bleyjuna og stórum krók krækt innan i hnútinn. Litlu systur var lyft i háa loft, og þá veinaði hún hátt. Henn fannst hún væri að detta. Mamma sagði, að konan væri að vega litlu systur til að aðgæta hvort hún þyngdist nóg. Litil börn eiga alltaf að þyngjast. Það fanftst Jóni skrýtið. Mamma var alltaf að vigta sig líka, en hún vildi léttast. Hún sagðist hafa fitnað svo mikið við að eiga litlu systur, að hún kæmist ekki í neina spjör. En Jóni fannst hún bara mömmulegri fyrir bragð- ið. Já, timinn leið afar fljótt. Litla systir stækk- aði óðum. Hún var orðin sex ára næstum þvi áður en Jón vissi af. Jón var kominn i gagn- fræðaskóla og fannst hann vera orðinn stór maður. Hann var samt alltaf góður við litlu systur og las mikið fyrir hana. Hann leit lika eftir henni á kvöldin, ef pabbi og mamma skruppu i hús eða fóru að sjá kvikpiynd. Þá fékk litla systir stundum að vaka lengur en góðu hófi gegndi, en hvorki Jón né litla systir sögðu frá þvi. Einu sinni sem oftar sátu þau inni i stofu og voru að horfa á sjónvarpið, en þulan tilkynnti, að næst yrði sýnd mynd, sem ekki væri ætluð börnum. Jóni fannst hann ekki vera neitt barn og hann reyndi að fá litlu systur til að fara inn að sofa. Litla systir harðneitaði. — Ég vil fá að sjá það, sem börn mega ekki sjá, sagði hún. — Krakkarnir segja, að það séu skemmtilegustu myndirnar. — Þú færð það samt ekki, sagði Jón. — Þá verðurðu að lesa sögu fyrir mig, sagði litla systir. Nú verð ég að taka það fram, að Jón var hálf- argur, þvi að hann hafði langað til að horfa á myndina, en hann vildi samt ekki reiðast við litlu systur. Þá grét hún svo hátt. — Þú ferð bráðum i skóla og lærir að lesa sjálf, sagði hann. Þá geturðu lesið allt, sem þig lystir. — í skóla?? spurði litla systir og það fór hrollur um hana. — Það verða allir að fara í skóla, svaraði Jón. — Ég er i skóla. — En þú ert strákur, sagði litla systir. — Þeir þora allt. Svo ertu stór og ég er litil. — Égfór i skóla, þegar ég var sex ára, sagði Jón. — Mér þótti bara gaman. — Mér gæti ekki þótt gaman í skóla, sagði litla systir ákveðin. — Ég fer ekki neitt. Þú get- ur skrifað bréf með mér. Stundum var það nefnilega þannig, að mamma hans Jóns gleymdi að hringja i skól- ann, ef Jón var veikur og þá varð hún að skrifa bréf með honum, svo að litla systir kannaðist ákaflega vel við þá aðferð og vissi, að kennar- arnir tóku það gott og gilt. — Hvað ætti ég svo sem að skrifa? spurði Jón og hugsaði með sér, að það væri vist bezt að leyfa litlu systur að ráða einu sinni. Þá færi hún kannski inn i rúmið sitt að sofa og hann fengi að horfa á eitthvað af myndinni, sem ekki var við barna hæfi. — Skrifaðu, að litla systir geti ekki komið i '41

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.