Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 13
óhætt er að segja, að bylting hafi orðið í þessu eldhúsi. Á litlu myndunum sést hvernig það var áður, en nú er það eins og litmyndirnar sýna. All- ar hurðir voru teknar af efri skápum og settar upp snagaraðir, krókar, hillur og körfur til að gera þetta að reglulega opnu eldhúsi. Allir hlutir eru við hendina og mjög auðvelt að ná til þeirra. Yfir eldavélinni var plata, sem ekki þjónaði neinum sérstökum tilgangi. Hún var máluð með svörtu töflulakki og gegnir nú hlutverki minnis- blaðs. Allar hurðir og dyrakarmar í eldhúsinu var hvitt, en fékk nú hlýjan, gulan lit. i endanum, sem er andspænis dyrunum á efri litmyndinni, er borðkrókurinn. Þar er sjógrasteppi á gólfinu og I GÖMLUM ibúðum eru oft óendanlega langir gangar, þar sem dyr eru inn i öll herbergin. Fjölskylda ein, sem var svo heppin að eignast slika ibúð, tók það til ráðs að loka tvennum dyrum.sem komu i vinkil við enda gangsins, þvi nægar dvr voru samt eftir. Þarna varð til stór og góður skápur i staðinn og fyrir honum er önnur hurðin. Hafið þið langan gang? 'BOTA veggjunum hanga margir skemmtilegir hlutir. Gluggi er þar og eru gardínurnar úr brúnköf lóttu bómullarefni og á stólana er saumaðar sessur úr sama efni. Fljótt á litið kann sumum að virðast allt of mikið „drasl" i eldhúsinu, en ef betur er að gáð, er allt þetta þaulskipulagt og hver hlutur, þar sem hentugast er að hann sé. óneitanlega er þetta ákaflega heimilislegt eldhús og gjörsam- lega laust við að vera kalt og bert eins og þau eru svo mörg. Hitt er svo annað mál, að eflaust er tálsvert verk að halda öllum þessum hlutum hreinum og ryklausum. Auðveld svunta Ef gestirnir vilja endilega fá að hjálpa til við að þvo upp eða hjálpa til við matargerðina og þú átt ekki nema eina hreina svuntu, þá gerðu sem hér segir: Náðu i viskastykki, brjóttu upp á tvöhorn,eins og myndin sýnir, nældu þau niður og dragðu band i gegn. Auðvelt og hentugt. Þegar prjónað er á hringprjón, er nær ómögulegt að máta, hvort stykkið er mátulegt-Til að komast hjá þvi að þurfa að rckja upp siðar,.er ágætt að draga mjóa teygju gegn um lykkjurnar með nál. Þegar svo er búið að taka prjóninn úr. er enginn vandi að máta. Siðan eru lykkjurnar settar á prjóninn aftur og maður er öruggur um, að vera ekki að gera gin- hvcrja vitleysu. 13 J.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.