Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 14
— Æ, mamma, ekki strax. Viö erum einmitt aö leika okkur! Þaö er kominn háttatimi, en börnin vilja vera á fótum, enda þótt það leyni sér ekki á þeim, að þau eru þreytt. Reynslan hefur sýnt, hversu syfjuð þau eru á morgnana, ef þau fá ekki sinn niu tima svefn, og það er ekkert skemmtileg til- hugsun, hvernig þau hanga hálfsofandi á skólabekknum. Jæja, þeim er gefinn hálf klukkustund til viðbótar, og siðan er þeim skipað vin- samlega en ákveðið að fara i háttinn. Þau malda enn i móinn, en það heppnast samt sem áður að koma þeim undir sæng og slökkva ljósið. Og þá loksins er hægt að slaka örlitið á, áður en maður fer sjálfur að sofa, án þess að verða sifellt ónáöaöur af trylltum ópum þeirra, rifrildi og — sið- ast en ekki sizt — látlausum áskfcrunum um að sjá, hvað þau séu aö gera, eða þá að leysa hitt eða þetta vandamál fyrir þau. Off. Það er alls ekki auövelt að vera for- eldrar. Eitt er það, að maður skuli hafa svo litinn tima fyrir sjálfan sig og allt annað, sem maður þarf auk þess að leysa af hendi. En fyrst og fremst er maður svo oft i vafa um, hvað gera skal. Skal — skal ekki A maður aö hleypa i sig hörku? Standa fast á háttatimanum og krefjast þess, að við hann sé staðið? Skeyta engu um rellið i þeim um aö fá honum frestað? Senda þau i rúmið á minútunni, án miskunnar? Maður getur vel öfundað þá foreldra, sem maöur þekkir og geta komið börnun- um í rúmið með því einu að segja: Jæja, krakkar, þá er klukkan tiu. Háttatimi! Sérstaklega, þegar þessi sömu börn hafa leikið sér stillt og róleg allt kvöldið inni I herbergjum sinum, án þess að trufla fullorðna fólkiö, meðan það horföi á sjón- varpið (hversu oft fær maður sjálfur að njóta þess að sjá dagskrána án truflana, svo að maður veröur aö geta sér til um það, sem gerðist á meðan?) Það er ein- mitt það, sem maður ætti að gera, hugs- um við þá, — hleypa i sig hörku. Taka af skariö, eins og það heitir. Það er lika mikið um þetta rætt, þetta að taka af skarið á uppeldismálum. Hins vegar striðir það gegn öllum lög- málum i uppeldisfræði og sálarfræði nú- timans að reka börnin i rúmið á ákveðn- um tima. Margir sérfræðingar eru þeirr- ar skoðunar að láta börnin sjálf ráðá svefni sínum. Blátt áfram að láta þau sofa, þegar þau eru syfjuð. Án afskipta af foreldrunum. Þaö væri svo sem það auð- veldasta að létta af sér áhyggjunum af þvi, hversu þreytt þau verði daginn eftir, af þvi að þau hafi verið á fótum langt fram eftir nóttu. Ef maður bara gæti látið vera að hafa áhyggjur út af þessu. Skal — skal ekki? Ójá, það er um að gera að taka af skar- ið. En — taka af skarið um hvað? 14

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.