Heimilistíminn - 21.03.1974, Page 40

Heimilistíminn - 21.03.1974, Page 40
tizku að búa f fjölbýli núna. Hún vissi vel, aö það var langt frá hans smekk, og hann leit á hana með skelfingu i svipnum. — Agnes, þú ert alls ekki sjálfri þér lik i dag. — ö, en ég vildi bara gera þér þetta létt- ara. Þú ert nú kominn á þann aldur, sem þú mátt ekki æsa þig upp, blóðþrýstingur- inn þinn, þú veizt. Hún leit til hans meö umburðarlyndis- svip. — Ég hef i rauninni dálitlar áhyggjur af heilsu þinni, en þú getur auðvit^ð gert það sjálfur — ég á við, að taka til hlýju nærföt- in þin, þegar þú færð slæmsku i blöðruna, en þú ert þó nógu gamall til að... — Agnes! Hann rétti fram hendurnar, eins og til að sópa þessu öllu frá sér, en hún lét sem hún tæki ekki eftir þvi og hélt áfram: — Börnin munu að sjálfsögðu koma hingað og dveljast hér. Hér er nóg pláss, og þetta er heimili þeirra. Já, annars, það kom bréf frá Vibeku i dag, sem þú skalt lesa. bað er koss með frá Kalla litla til afa. Hann sendir þér lika framtönnina, sem datt um daginn. Er það ekki yndis- legt? Hann biður þig að senda hana aftur, en ég skal gera það. — Nei, auðvitað ekki. Þú hlýtur að skilja, að i sambandi við börnin, þá get ég ekki hugsað mér að .... — Sveinn, manstu þegar Vibeka var á sama aldri og Kalli litli er núna? Tann- laus? Það var dásamlegur timi. Hún var svo mikil pabbastelpa og alltaf á hælun- um á þér. Raunar er hún pabbastelpa ennþá. — Hvort ég man. Maður gleymir ekki þess háttar. En auðvitað koma þau, og þegar..ef... — Ég veit ekki, Sveinn. Þið hafið áreiðanlega ekki rúm til að þau geti gist hjá ykkur. Dettur þér kannski i hug, að ung stúlka eins og ungfrú Clausen hafi nokkurn áhuga á að hafa Sören, Vibeku og börnin i heimili? Þið eignizt nýja og ný- tizkulega hluti, og krakkarnir eru vanir að geta hlaupiö hér um og stokkið eins og þau vilja. Það veiztu lika. Ég veit heldur ekki, hvort þeim mun i rauninni lika það, þegar... Hann stóð snöggt upp og gekk um gólf i stofunni. Hann horfði a ljósmynd af Agnesi, þar sem hún stóð i garðinum við blómstrandi rósarunna. Hann greip myndina og sagði: — Þessi runni.. — Þú skalt ekki hafa áhyggjur af hon- um. Ég skal passa hann eins og ungbarn. Ég skal sannarlega halda áfram að hugsa um garðinn okkar..ég meina garðinn minn. Ég er meira að segja að hugsa um að láta gera þar nokkrar breytingar, sem ég hef haldiö að þér myndu ekki lika. En nú ræð ég þessu öllu, og þarf lika að hafa eitthvað að gera. Hann leit til hennar, eilitið kindarlegur á svipinn Hana langaði mest til að ganga til hans na leggja handleggina um háls honum. Nei, þá færi hún bara að gráta. Hún brosti og hélt áfram: — Svefnherbergið þitt ætla ég að gera að búningsherbergi, þá verður meira pláss hjá mér. Herbergið er svo litið. Og veiztu hvað? Nú hló hún. — Nú höfum við rætt um borðstofuna i mörg ár. Að hún væri dimm. Ég held, að ég láti mála hana hvita, og það væri fallegt að hafa eitthvað gult hér og þar. Hann stökk upp og sagði næstum reiði- lega: — Þetta er mahogni. Það væri skemmdarverk. — Kannski, en hvað með það. Ég á stofuna. Þér dettur þó ekki i hug, að ung stúlka vilji byrja hjónabandið með gamla stofu, sem við höfum notað i 27 ár og for- eldrar minir á undan okkur? Nei, ég held ekki. Þú sérð hana hvort sem er ekki oft- ar. Ef þú ætlar með eitthvað héðan, þá verður það það, sem komið er frá þinu fólki. Gamli bókaskápurinn og leðurhús- gögnin. En ég efa.aðþaðfalli i kramið, og ég veit lfka nákvæmlega, hvað ég ætla að fá i staðinn. Þegar þú ert farinn, ræður þú engu hér lengur. Nei, ég ætla að kaupa... — Þú ætlar að kaupa og kaupa. Þú ert sannarlega snögg að gera áætlanir. A svipstundu ertu búin að þaulhugsa... — Nei, Sveinn. Það ert þú, sem hefur þaulhugsað allar breytingar, bæði hjá þér og mér. Aður en þú komst heim, varstu búinn að snúa öllu við. Lifinu og hjóna- bandinu. Þvi verð ég að taka. En ég ætla að leyfa mér að halda áfram að lifa, og ég neyðist til að hafa eitthvað að gera. Við erum ekki fátæk. Fyrirtækið er mikils virði. Sumarbústaðurinn og það sem þar er, er lika peninga virði, svo eftir skiptin get ég leyft mér að... Hann leit móðgaður til hennar. —- Segðu mér, Agnes. Hefurðu ekki enn gert þér grein fyrir, hvað um er að ræða? Að ég er að tala um skilnað. Þú tekur þessu eins og daglegum hlut. — Neyðist ég ekki til þess? Ég verð að horfa fram á við, rétt eins og þú. Þú færð nóg að gera við að skipuleggja nýtt lif. Svona ung kona vill breyta öllu, ekki sizt þér. Þetta er nefnilega byrjunin á hennar lifi og hjónabandi. Þft þarft ekkert að borga mér. Ég kemst ágætlega af með tekjurnar af bókum minum og það sem ég fæ út úr skiptunum. Sennilega verð ég ein- mana, að minnsta kosti i byrjun, en það getur svo margt gerzt, svo ég öfunda þig svo sem ekkert. Svona ung kona er alltaf á ferð og flugi. Þú þarft að taka afstöðu til mini og maxi og buxnadragta og fleiri hluta. Þið þurfið að halda stórar og smáar veizlur og fara á frumsýningar með un'g- um vinum hennar og ferðast út og suður. Ég verð þreytt, bara við tilhugsunina. Ég man vel, þegar ég varð að senda Vibeku og vini hennar i bió, af þvi þú komst þreytt ur heim — og þau voru að velta húsinu um með hávaða og músik. — Æ, Agnes, hættu nú. Ég hnig niður við tilhugsunina. Húner nú ekki svo ung, og á skrifstofunni... — Það eru nú heldur litlir möguleikar til að lifa öllu lifinu á skrifstofunni, Sveinn. Annars.... Hún opnaði litla skúffu. — Hérna er mynd af Vibeku, þar sem hana vantar nokkrar tennur, eins og Kalla núna. Það var þegar hún hljóp grátandi kringum sumarbústaðinn. öldurnar voru svo háar, að hún hélt, að hún drukknaði. Annars hringdi hún i dag. Þau ætla aö koma á sunnudaginn. En nú veit ég ekki, hvrt þú verður hérna. Hvað heldur þú? — Hvort ég verð hér? Hvað áttu við? — Sveinn minn. Annað hvort býrðu hér og ert maðurinn minn, eða þú ert annarr- ar konu, og þá býrðu auðvitað ekki hér, er það? Ég kæri mig ekki um það, og hún sennilega ekki heldur. Það er eins gott, að börnin viti það á sunnudaginn. Það er kannski bezt að ég hringi til þeirra strax. Hún gekk að simanum og lyfti tólinu af. — Agnes! Þetta var næstum hróp. —Þú kvelur mig! Hann gekk hægt til hennar og kyssti hana á vangann. Siðan leit hann alvarleg- ur á hana. — Hvort sem þér er sama, hvort þú er svona heimsk, eða kæn — það fæ ég aldrei að vita — þá er ég fifl. Að minnsta kosti var ég það, en nú er það liðið. Viltu trúa mér, Agnes? Má ég vera hérna? Hún hall- aði höfðinu upp að honum og brosti. Engu munaði, að tárin fengju útrás. — Ég skal athuga það, sagði hún lágt. svo lagði hún tólið aftur á simann. Endir. H$GIÐ — Ef þú ert svona hrifinn af litasjónvarpi, hvi kaupirðu þér það þá ekki? 40

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.