Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 21

Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 21
Það er bæði auðvelt og skemmtilegt að endurnýja stofublómin sín sjdlfur. Það er einmitt núna, þegar daginn er farið að lengja, sem bezt er að gera það. Takið afleggjara af stofublómunum Plöntuhlutar skjóta rótum Hægt er að fjölga mörgum tegund- um stofublóma (og garðblóma einnig) með afleggjurum. Svo auðvelt er að fjölga sumum þeirra þannig, að undarlegt má teljast, að eigendur þeirra skuli ekki nýta þann eiginleika meira, sem kostar næstum ekki neitt. Sum blóm hafa þann frábæra eigin- leika, að hlutar þeirra skjóta rótum, meira að segja næstum hvaða hluti sem er, blöð, stönglar, greinar og stofn. Þó er nauðsynlegt að þekkja eitthvað til tegundanna til að vita, hvernig er bezt að gera þetta i hverju tilviki. Gæliö viö móðurplöntuna Þær plöntur, sem valdar eru sem móðurplöntur þurfa að vera vel þroskaðar og hraustar. Beztu af- Saintpaulia, þessi með loðnu, skeiðarlaga blöðunum og fallegu blóniunum, sem standa svo lengi, er mjög auðveld viður- eignar. Blöð hennar skjóta rótum á skömmum tima. Greinacndum af næstum öllum stofu- blómuin má stinga niður i litla plastpotta i giuggakistunni. Gott er að setja glas yfir og þá eru rætur komnar, áður en nokkur veit af. leggjararnir eru greinar, sem eru i góðum vexti, en þó með fullþroskuðum blöðum. Ef þér hafið i hyggju að taka afleggjara núna, þá setjið móðurplönt- una á bezta hugsanlegan stað i ibúð- inni, þar sem hún fær næga birtu og hæfilegan hita, auk áburðar og mátu- legrar vökvunar. Hálfur mánuður við þær aðstæður ætti að nægja blóminu til að verða fyrirmyndar móðurblóm. Takið þá vel þroskuð blöð, grein eða toppstykki sem afleggjara og setjið þá niður við beztu skilyrði, yl, raka og i góða mold. Þá komizt þér að þvi, hversu auðvelt er að framleiða stór og falleg blóm upp á eigin spýtur. Þetta gildir til dæmis um pelargóniur, saint- pauliur, asters, fúsiur og vinviði. Af mörgum tegundum er ennfremur hægt að taka sprota eða rótarskot, til dæmis af bergfléttum og einnig má skipta sumum blómum, til dæmis primúlum og apargus. Afleggjari þarf yl og raka Trékenndir afleggjarar með þunn- um blöðum þurfa góða athygli til að byrja með, þvi þeir þola ekki að þorna einu sinni, hvað þá oftar, áður en þeir festa rætur. Kaktusar og þykk- blöðungar hafa hins vegar mikinn varaforða af vatni i sér og þeir þola að þorna i sárið, áður en þeir eru settir niður. Moldin þarf að vera laus i sér svo súrefni eigi greiða leið gegnum hana og ágætt er að blanda hana með finni möl eða grófum sandi. Loftið um- hverfis afleggjarana þarf alltaf að vera hlýtt og rakt, þar til þeir hafa fest rætur. Ágætt er að hvolfa glasi yfir af- leggjarann. Til er efni, sem heitir Floramon og flýtir fyrir þvi að rót myndist. Er þá enda afleggjarans dýft i það, áður en hann er settur niður. Ólikar aöferðir Blaðbegónium, saintpaulium og fleiri blómum er fjölgað með þvi að taka af þeim blað og setja niður. Ast- ers, fúsia, pelargóniur, bergflétta, monstera og Hawarós hafa greinar, sem endinn er tekinn af. Hér heima mun algengasta aðferðin vera sú, að setja afleggjara i vatn, þar til hann hefur skotið rótum. Ræturnar koma fyrr ef settur er dropi af blómaáburði i vatnið og glasið látið standa á frekar dimmum stað. Skiptið um vatn öðru hverju. Þvi annars getur afleggjarinn úldnað i stað þess að skjóta rótum. 21

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.