Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 18

Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 18
varlega niður i forminn og berið rjóma og kisuber á. Þvi næst siðasta tertubotninn á sama hátt og áður. Látið tertuna standa i kulda i tvo klukkutima. Dýfið hnif i volgt vatn og rennið honum eftir forminum innanverðum. Takið siðan lausu hlið formsins með varúð og setjið ofan á efsta tertulagið þeyttan rjóma, sem þið jafnið úr með spaða-Skreytið siðan tertuna með rjóma úr sprautu og heilum kirsuberjum. tlarengslagkaka. Deigið: 4 eggjahvitur 225 gr. flórsykur Fylling og skraut: 1/4 1. þeyttur rjómi 50gr. valhnotukjarnar. 1 nýr rjómaostur (50gr) 1/2 sitróna 1 Matsk. flórsykur 1 klasi vinber. Þeytið eggjahviturnar ásamt flórsykri og setjið skálina yfir volgt en ekki sjóð- andi vatn, svo að skálin falli nákvæmlega ofan i pottinn. 1 marengsdeigið má ekki koma gufa. Þeytið i ca. 10 min. Smyrjið bökunarplötu og stökkvið hveiti á i þunnu lagi. Dragið tvo hringi eftir lagkökuformi og breiðið úr deiginu innan hringjanna. Búið til sérstakan kant á annan marengs- botnin. Bakið þá við 110—120® þangað til þeir eru orðnir fölgulleitir og lausir við plötuna. Leggið kantlausa botninn yfir á slétt kökufat. Þeytið rjómann, svo að hann sé hálfþeyttur og grófhakkið hnetu- kjarnana. Stappið rjómaostinn með gaffli og hrærið hann út með sitrónusafa. Setjið I hæfilegt af rifnu, sitrónuberki og flór- sykri og og hellið helmingnum af rjóman- um út i. Dreifið úr þessu mauki á neðri botninn og leggið hinn ofan á. Þekið siðan kökuna með afgangnum af rjómanum og skreytið með þéttum röðum af hálfum, steinlausum vinberjum. Aprikósulagkaka: Deigið: 3 egg 150 gr. sykur 50 gr. möndlur 150 gr. smjör 125 gr. hveiti 1 tsk. lyftiduft Kremið: 75 gr. smjör 1 dl. siaður flórsykur 2 tsk. kaffiduft Glassúr og skraut: 125 gr. sykur 2 dl. rjómi 1 matsk. kakó 2 matsk. siróp 1 heildós aprikósur 25 gr. möndlur. Þeytið eggin vandlega með sykri og 18 hrærið afhýddar malaðar möndlur út i. Bræðið smjörið og setjið það i kælingu — kælið það þó ekki svo mikið, að það harðni aftur. Siið hveiti og lyftiduft saman og hrærið það út i eggin ásamt brædda smjörinu. Setjið deigið i velsmurt, kringl- ótt form og bakið það i ca. 35 min. við 200a Hvolfið kökunni varlega á grind og skerið hana i 3 lög, þegar hún hefur kólnað. Hrærið kremið saman úr þeim efnum, sem gefin eru upp og leggið botn- ana saman með kremið og ca 1/3 af apri- kósunum, sem skornar eru niður i bita. Blandið sykur, rjóma, kakó og sirópi saman ípott með þykkum botni og sjóðið þennan glassúr meðan hrært er i við mjög litinn hita þangað til það er orðið seigt og nokkrir dropar stifna i köldu vatni. Þetta tekur 20—25 minútur. Leyfið glassúrnum að kólna smávegis áður en þvi er hellt yfir kökuna. Skreytið þetta með aprikósumog afhyddum, niðurskornum möndlum. Appelsinulagkaka. Deigið: 2 egg 150 gr. sykur 1 stór appelsina 175 gr. hveiti 1 1/2 tsk. lyftiduft 50 gr. ljósar rúsinur ?5 gr. smjör Fylling og skraut: 2 matsk. góður líkjör ca. 3 dl. þeyttur rjómi 3 matsk. appelsinumarmelaði 50-100gr. súkkulaði 1 matsk. sultaður appelsínubörkur Þeytið heil eggin létt meö sykri og bætið við appelsinusafa og rifnum appelsinu- berki. Blandið saman hveiti, lyftidufti og rúsínum og bætið þessu út i eggin. Setjið út i brætt, kælt smjör og setjið deigið i smurt, kringlótt form. Bakið kökuna við 200'4 i ca 25 minútur og skerið hana i tvennt, þegar hún hefur kólnað. Hellið góðum likjör yfir botninn. Smyrjið þunnu iagi af appelsinumarmelaði á botnana og leggið þá saman með þeyttum rjóma, sem ekki hefur verið þeytlur um of. Skreytið með súkkulaðihnöppum og röndum af sultuðum appelsinuberki. Konfektlagkaka. Deigið: 200 gr. smjör 200 gr. flórsykur 5 egg 375 gr. hveiti 1 tsk. lyftiduft Fylling: 1 krukka appelsinumarmelaði 100 gr. súkkulaði 2 matsk. smjör 25 gr. möndlur 1-2 matskeiðar vatn 100-150 gr. marsipanmassi Glassúr: 100 gr.dökkt súkkulaði 2-3 matsk. flórsykur volgt vatn. Hrærið velgt smjör létt og freyðandi saman við sigtaðan flórsykur og hrærið eggjarauðurnar út i, eina i einu. Sigtið hveiti og lyftiduft saman og setjið út i smjörblönduna. Þeytið eggjahviturnar stifar og bætið þeim út i deigið án þess að hræra of mikið. Setjið deigið i sex velsmurð lagkökuform og bakið botnana ljósbrúna við 2006. Takið þá úr og iátið kólna. Leggið botnana saman með þrenns konar fyllingum. Fyrst með appelsinumarmelaði, svo með bræddu súkkulaði, sem hrært er út i smjör, hakkaðar möndlur og smávegis vatn, og loks þunnt flattur marsipanmassi. Efsta og neðsta lagið skal vera appelsinumar- melaði. Smyrjið kökuna með glassúr, sem hrært er saman úr bræddu súkkulaði, sigtuðum flórsykri og volgu vatni. Þessa köku skal helzt búa til nokkrum dögum, i seinasta lagi daginn áður en hún skal borðuð. Hún skal geymd i umbúðum á köldum stað — ekki i isskap. en annars á eins köldum stað og unnt er. Kalt kjallaragólf er tilvalið. Margra-laga-kaka. Deigið: 300 gr. hveiti 200 gr. smjör 100 gr. sykur 2 tsk. kanill 2 eggjarauður Fylling og skraut: 3-4 dl. þeyttur rjómi 4 matsk. flórsykur 1/2 vanillustöng 50 gr. möndlur rauð og græn kokkteilber. Hakkað hveiti, smjör, sykur og kanil i mauk. Setjiðeggjarauðurnar i miðjuna og hnoðið deigið snöggt. Ekki má hnoða iengi, þvi að þá veröur þaö of seigt. Setjið það á kaldan stað dálitinn tima. Fletjið það siðan út i eins marga, þunna botna og það nægir til. Fletjið það út á lausri plötu úr tertuformi, þá verða tertubotnarnir fallegri i laginu og allir eins, þegar skorið er eftir plötunni. Bakið nú alia tertubotn- ana á plötum með bökunarpappir i ca. 8 minútur við 2005. Takið þá varlega af og kælið þá. Þeytið rjómann stifan, em um- fram allt ekki kornóttan, og hrærið 2 mat- skeiðar af sigtuðum flórsykri, vanilla- kornum og finhökkuðum möndlum út i. Leggið nú þunna botnana saman með rjómann á milli og dreifiðyfir hann þunnu lagi af flórsykri gegnum sigti. Skreytið brúnir kökunnar með hálfum kokkteil- berjum. I

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.