Heimilistíminn - 21.03.1974, Page 31
Á þessari mynd er sýndur uppskurður Sir Alexand-
ers Ogstone árið 1883. Þá voru læknar klæddir eins
og þeir væru að fara i matarboð og svæfingatæknin
var þannig, að sjúklingurinn var oft með hálfri
meðvitund allan tímann.
smáskráma hlauzt af. Um kvöldið var
Kolletschka kominn með hita. Tveim
dögum siðar dó hann.
Gátan leysist
Semmelweis baö um að fá að sjá
krufningsskýrsluna. Hann stirðnaði upp,
þegar hann las: Gröftur og þroti i kirtlum,
æðum, lifhimnu, hjartapoka og heila-
berki!
— Ég gerði mér undir eins ljóst, að
Kolletscka dó úr sama sjúkdómi og ég
hafði horft upp á hundruð kvenna á
fæðingarsæng deyja úr, skrifaði hann sið-
ar.
Vinur hans dó af þvi, aö rotnunarefni
frá likinu höfðu komizt i skeinuna á hand
leggnum. Þá var það auövitað þaö sama,
sem gerðist, þegar læknar og stúdentar
gengu frá likhúsinu að fæöingarsænginni
og þreifuðu á rifnu skauti eftir fæðingu.
Semmelweis brá mjög i brún við þessa
uppgötvun. En þaö var einmitt til þess að
leysa þessa gátu, aö hann hafði haldið sig
svo mikið i likhúsinu. Hversu mörg
mannslif haföi hann þá ekki á samvizk-
unni.
— Drottinn einn veit fjölda þeirra, sem
af minum völdum hafa lent i gröfinni of
snemma. skrifaði hann.
Dag nokkurn var eftirfarandi miði
kominn upp á hurðina á fæðingarstofunni:
— Frá og með deginum i dag, 15. mai
1847, skyldast sérhver læknir og stúdent,
sem kemur frá krufningsstofunni inn i
fæöingarstofuna, til að þvo hendur sinar
vandlega i fati með klórvatni, sem sett er
við innganginn. Þessi fyrirmæli gilda fyr-
ir alla, án undantekninga. I.P. Semmel-
weis.
t fyrsta skipti i sögu læknisfræöinnar
voru sótthreinsandi lyf tekin i notkun.
Dauösföllum fækkar
Klein prófessor var i hæsta máta mót-
fallinn þessum „heimskulega þvotti”. Og
Semmelweis varð aö standa vörð við
þvottaskálina til þess aö sjá um, aö menn
svikust ekki um. Afleiðingarnar létu ekki
á sér standa. A mjög skömmum tima
fækkaði dauðsföllum úr tólf niður i þrjú
prósent.
En þetta stóð ekki iengi. Dag nokkurn
komst Semmelweis að þvi, að tólf konur á
stofunni voru meö barnsfararsótt, án þess
að nokkur heföi komiö inn i fæðingarstof-
una án þess að þvo sér um hendurnar. Niu
kvennanna dóu. Stúdentar, hjúkrunarlið-
ar og Klein voru sigri hrósandi: Hand-
þvotturinn hafði ekkert að segja!
En skýringarnar voru næsta einfaldar:
Sú fyrsta af konunum tólf var með
móðurlifskrabba. Þeir, sem rannsakaö
höfðu konurnar, höfðu þvegiö sér um
hendurnar, þegar þeir konu inn. En þeir
höfðu ekki þvegiö sér á milli rannsókna.
Það var sem sagt ekki aöeins frá dauðum
til lifandi. sem smitunin gat borizt, heldur
einnig frá sjúkum til heilbrigöra.
Semmelweis fyrirskipaði þvott eftir
hverja rannsókn. Hann krafðist þess líka,
að öll tæki væru hreinsuö, ekki aðeins
strokið af þeim á sloppnum, eins og venj-
an hafði veriö fram til þessa.
llekinn úr starfi
Stúdentar og hjúkrunarkonur klöguöu
fyrir Klein prófessor yfir þessum nýju og
teprulegu ákvöröunum. Klein ákvað að
losa sig viðSemmelweis. Það voru þó tak-
mörk fyrir öllu ofstæki.
S,emmelweis vann þó óþreytandi að
áhugamálum sinum eftir sem áður.
Dánartalan féll sifellt, og skyndilega var
hún komin neðar en á fæðingarstofnun
ljósmæðranna.
Semmelweis var fæddur Ungverji. t
uppþotinu gegn stjórninni i Vin árið 1848
hélt hann meö Ungverjunum. Þetta
notfærði Klein sér til árásar. Skömmu sið-
ar stóð Semmelweis á götunni.
Hann hélt rannsóknum sinum áfram.
Hann notaði kaninur til aðsýna fram á, aö
Igerð i likamanum gat orsakazt eftir
fæðingargöngunum. Hins vegar rak hann
sig brátt á hindrun, sem torveldaöi honum
starfið mjög. Klein prófessor neitaði hon-
um um afnot af dagbókum sjúkrahússins.
Þannig fékk hann ekki aö nota það efni,
sem hann hafði af svo mikilli vandvirkni
byggt upp, en þetta efni var honum nauö-
synlegt i frekara starfi hans.
Þeir voru ekki margir i læknastétt, sem
trúðu á uppgötvanir Semmeiweis. En
skurðlæknar og kvensjúkdómalæknar
risu gegn honum af algjöru skilningsleysi.
Þeir trúðu alls ekki niðurstöðum hans.
Þeim fannst kenningar hans vera árás á
kunnáttu þeirra sjálfra. Þeir neituðu aö
ræða málið við hann.
Einmana yfirgaf hann Vin og settist að i
fæðingarborg sinni Búdapest. Lækna-
stéttin i keisaraborginni gleymdi honum
brátt.
Þáttaskil
Semmelweis hafði alltaf verið litiö gef-
inn fyrir skriftir, en áriö 1860 herti hann
upphugann. Ásamt kunningja sinum setti
hann saman rit, sem siðar meir hefur ver-
ið álitið þáttaskil i læknavisindunum:
„Barnsfararsóttin, orsakir hennar og
meðferð.” En samtiðin stimplaði ritið
sem algeran þvætting.
Þetta var nýtt áfall íyrir Semmelweis.
örvinglaður vegna allra kvennanna, sem
eftir sem áður létu lifiö. vegna þess aö
aðrir sinntu ekki kénningum lians. skrif-
Framhald á bls. 4 7
31