Heimilistíminn - 21.03.1974, Side 23
reka skipbrotsmennina aftur út i björg-
unarbátana, en skipstjóranum á Comet
tókst að lokum að tala um fyrir mönnum
sinum.
Nú var stefnt til strandar Ástraliu og
siglt i vikutima. Ferðin var svo róleg og
friðsamleg, að mannskapurinn var farinn
að halda, að bölvuninni væri aflétt. Þeim
22, sem verið höfðu á Mermaid var stór-
lega létt. Allt er þegar þrennt er, og þeir
höfðu bjargast á ævintýrlegan hátt þrisv-
ar sinnum.
Þá gerðist það ótrúlega.
Skipið lenti i hvirfilbyl, ofsalegum og ó-
væntum. Hann skall fyrirvaralaust á
þeim, stórsiglan brotnaði, stjórnpalls-
skýlið rifnaði brott, og skipsflakið rak upp
að stórhættulegum rifunum.
1 þetta skiptið hættu menn ekki á neitt.
Ahöfnin af Comet fór i björgunarbátana,
en skipbrotsmennirnir, sem teknir höfðu
verið um borð, voru skildir eftir. Þrjár
skipshafnir, sem þegar höfðu fengið að
kenna á óheppni og slysum, voru fólgnir
örlögunum á vald um borð i flakinu, sem
dæmt var til að farast.
1 18 klukkustundir héldu mennirnir
dauðahaldi i sökkvandi flakið. Þá gerðist
kraftaverkið i fjórða skipti: storminn
lægði, og seglskipið Jupiter kom þeim til
hjálpar. Áhöfnin náði öllum skipbrots-
mönnunum um borð, og skipstjórarnir af
Mermaid, Swiftsure og Governor Ready
tóku þegar til við að telja áhafnir sinar.
Þá kom i ljós, aö i veðurofsanum hafði
ekki einn einasti maður týnt lifi!
Loksins komust mennirnir 22 af Mer-
maid heilu og höldnu i land. En ævintýr-
inu var ekki lokiö, hvað einn þeirra snerti.
Jupiter var hlaðinn alls konar varningi,
en um borð voru einnig nokkrir farþegar
frá Englandi. A meðal þeirra fann enski
hásetinn Peter Richey móður sina, Söru
Richey frá Yorkshire!
Gamla konan hafði ferðast hálfan
hnöttinn til þess að leita að syni sinum,
sem fimmtán árum áður hafði strokið að
heiman. Nú fann hún hann þarna aftur á
meðal þeirra 22, sem bjargast höfðu á svo
furðulegan hátt.
En hvað er þá að segja um áhöfnina af
Comet, sem hafði hugsað' um það eitt að
bjarga eigin skinni og skilið alla hina eftir
um borb i sökkvandi skipsflaki? Ja, til
þeirra spurðist aldrei framar...
i