Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 16
konar svörun við. Um það eru flestir upp- eldisfræðingar og sálfræingar sammála. Meiri er nú miskliöin ekki i þessum efn- um. En hvað svo? Jú, sömu sálfræðingarnir — Frances Ilg og Louise B. Ames — veita svar, sem mjög vel spannar almennan skilning i þessum efnum á vorum dögum. — Stranga uppeldið og frjálsa uppeldið hafa vikið fyrir skynsamlegu uppeldi. Foreldrar, sem beita skynsamlegu upp- eldi, reyna að skilja, hvað þeir geta með sanngirni krafizt af börnum sinum, jafn- framt þvi, sem þeir hafa hugfast hver sé grundvallarskapgerð þeirra og aldurs- stig. Þvinæst reyna þeir að halda kröfum sinum innan sanngjarnra takmarka. Þetta væri hægt að orða i styttri setn- ingu: Barnauppeldi er spurningin um smá- vegis vit og heilmikið af heilbrigðri skyn- semi. Hvað segja foreldrarnir? Sérfræðingarnir eru sem sagt ekki ó- sammála um, hvernig eigi að ala börn upp. En hvað um foreldrana. Hvaða skoð- anir hafa þeir? Vestur-þýzkir þjóðfélagsfræðingar hafa reynt að rannsaka þetta mál með þvi að spyrja allmarga unga foreldra um, á hvern hátt þeir óski eftir að ala börn sin upp. Aðeins litill hluti þeirra, sem spurðir voru, vildu hafa sama háttinn á og for- eldrar þeirra — það er að segja 22 af hundraði. Rúmlega 70 af hundraði vildu hafa annan hátt á. Og þaðer i raun og veru áhugavekjandi, að flestir foreldrar skuli vita, hvað beir vilja iþessum efnum. f rannsóknum þess- um kom fram, að það var aðeins sáralitill hluti, sem svaraði „veit ekki”, eða 7 af hundraði. Þessir foreldrar voru ekki aðeins að þvi spurðir, hvort þau vildu veita börnum sin- um annað uppeldi en það, sem þau höfðu sjálf fengið, heldur, hvað þau myndu gera á annan hátt. Fyrst og fremst vildu margir ungir for- eldrar veita börnum sinum minni aga i uppeldinu. Meiri ást, minni hörku, meiri ró, minni refsingar. Og þeir ætluðu að gefa sér betri tima með börnunum en for- eldrar þeirra höfðu gert. Þessu svöruðu 68 af hundraði. Það voru lika foreldrar meðal þeirra ungu, sem óskuðu eftir að gefa börnum sinum agameira uppeldi — meiri reglu.og ákveðni en þau höfðu sjálf kynnzt sem börn. Þetta sögðu 10 af hundraði. En hér verður að hafa það i hugá, að það var að miklu leyti um aðræða þá, sem kynntust og liðu fyrir hið frjálsa uppeldi, sem áður er getið. Fimm af hundraði vildu veita börnum sinum meiri menntun meiri þekkingu, en þau sjálf höfðu fengið, og önnur fimm lögðu áherzlu á betri kyn- ferðisfræðslu. 16 Það, sem þessir tveir hópar ungra for- eldra vilja gera öðruvisi, má taka sem svörun við tveim mismunandi uppeldis- aðferðum, og það uppeldi, sem skapast af viðbrögðum þessara hópa, virðist nokk- urn veginn vera það sama: frjálsara upp- eldi en ögunin, en samtsem áður ekki eins frjálst og það hömlulausa. Foreldrarnir eru sem sagt þó talsvert sammála. Aðlögunarvandamálin Engu að siður er þetta erfitt. Af þvi að enda þótt maður geri sér að vissu leyti grein fyrir, hvernig maður eigi að ala sin eigin börn upp, stendur maður vissulega frammi fyrir þvi vandamáli, á hvern hátt eigi að framkvæma það, einmitt vegna þess að maður vili annars vegar fara eftir ákveðnum reglum, og svo hins vegar alls ekki halda við þær, hvað sem tautar og raular. Af þvi að börn eiga að hafa vissar venjur, vissa ramma i tilveru sinni, en einnig ákveðið frelsi. Þarna verður jafnvægið nokkuð erfitt, og margir foreldrar gefast upp á að finna réttu leiðina. Skólasálfræðingarnir And- ers Leerskov og Mogens Hansen segja: -A seinustu árum hefur fólk lent i mikl- um vandamálum með að þroska persónu- leikann og þjóðfélagslega aðlögun hjá börnum. Hér er um að ræða innri átök milli annars vegar raunhæfrar, út- breiddrar þjóðfélagstilhneigingar til að þroska einstaklingskenndina og sjálf- stæðið og svo hins vegar áhrifavald sam- félagskerfisins. Sem sagt: Foreldrar keppa að þvi flest- ir hverjir að veita börnum sinum mikið frelsi til að þroska sig eftir eðli sinu, en samfélagið er enn ekki stillt inn á börn, sem alin eru upp á þennan hátt. Þess vegna geta lika komið vandræða- börn frá heimilum, sem eru annars.göð og traust, og þar sem foreldrarnir eru skyn- samar manneskjur. Aðlögunarerfið börn En flest hin raunverulegu vandræða- börn — hvort sem maður nefnir þau að- lögunarerfið eða hvort þau hafa orðið fyrir skaðlegum áhrifum — eiga vanda- mál sin að rekja til fjölskyldunnar. — Hinir ýmsu sálfræðilegu skólar geta verið ósammála um mörg smáatriði i framkvæmdaratriðum geðheilsumála, en um það eru menn sammála, að megin- þættir skapgerðarinnar mótist i æsku inn- an ramma fjölskyldulífsins. Þannig kemst prófessor Thomas Sigs- gaard að orði. Innan ramma fjölskyldu- lifsins. Þar mótast barnið og síðar full- orðnir, og þar gerast þeir atburðir, sem rugla persónuleikann i riminu.... Hvað er eiginlega að þeirri fjölskyldu, þar sem barn lendir i geðrænum vanda- málum? Ja, málið er vissulega gert miklu einfaldara, en i stuttu máli sagt er þetta skoðun einhvers virtasta barnasálarfræð- ings vorra tima, prófessors Sigsgaard: — Börn þarfnast öryggis og trausts, ástar og umhyggju, og verndun gegn hættum. En þau þarfnast lika sjálfstæðis, að geta vaxið hugrekki, að vera óháð og afla sér þroska, athafnasemi og sjálfsvirð- ingar. Góðir foreldrar Góðir foreldrar verða að sjá um, að það sé nóg pláss fyrir börnin i tilveru þeirra. Þetta virðist liggja alveg i augum uppi, en engu að siður er þetta nokkuð, sem for- eldrar gæta alls ekki nógu vel. Alltof oft er það einmitt þetta, sem börnin liða fyrir og sem orsaka vandamálin. — Þegar fólk verður foreldrar, er það þegar búið að afla sér ákveðinna áhuga- mála, sem setur sinn lit á tilveru þess, segja allmargir barnasálfræðingar i bók- inni „Barn þitt er persónuleiki.” önnur áhugamál eneinmitt þau að ala upp börn. En það verður að vera rúm fyrir þetta allt saman. Maður má ekki henda áhugamálunum frá sér og kasta sér yfir blessað barnið af allri sinni atorku. Það verður lika að vera rúm fyrir barnið og þarfir þess. Góðir foreldrar hafa tima fyrir börnin sin. Ekki aðeins til að sjá fyrir fjölskyld- unni, eins og sagt er, heldur til að helga sig börnunum — sýna þeim áhuga og ást. Góðir foreldrar, segja þessir sömu barna- sálarfræðingar, láta i ljós tilfinningar sinar, afstöbu og kröfur, blátt áfram og auðskilið. Það er ekki nóg að láta sér þykja vænt um barn, maður veröur að sýna það, svo að barnið finni það og hafi enga möguleika á að efast um það. — Foreldrar geta gert mörg glappaskot. Þau geta æptaf reiði út af svo til engu, hótað og veitt ósanngjarnar refs- ingar. En ef aðeins grunntónninn I sam- bandi þeirra og barnanna er nokkurn veginn skynsamur og ástúðlegur og þau sjálf gera sér ljósa galla sina og megna aö leiðrétta þá, munu þeir ekki orsaka varanleg mein. öryggi og traust.... vissan um, að það sé einhver, sem þykir vænt um mann — það er þetta, sem barnið þarfnast. Og öölist þab aðeins þetta, getur maður alið það upp á nánast alltof auðveldan hátt, að manni finnst. Erfiðara er það nú ekki, enda þótt dags daglega — i smáum og stórum atriðum — geti manni fundizt harla erfitt að ala upp börn á áttunda tug aldarinnar. NB: Það er ekki allir foreldrar, sem elska börnin sin. Sumir hafa meira og minna slæma samvizku út af þessu. En það er gömul og lifseig imyndun, að hinn mikli og fullkomni kærleikur milli for- eldra og barna sé eitthvað sjálfsagt. Þetta er eitthvað, sem við höfum imyndað okkur, alveg á sama hátt og við imyndum okkur, að hjónaband byggist á eilifri ást. Ast getur ekki verið eilif. Hún getur heldur ekki verið fullkomin. Það getur ástin til barnanna heldur ekki verið.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.