Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 11
augu apans. Við hliðina voru augu ná- grannans og það var bæn i tillitinu. — Afsakaðu, að ég trufla þig afltur, en það vill líklega ekki svo til, að þú vitir, hvernig fara á með apa? Enginn vill kannast við hann i húsinu, og ég veit ekki, hvað ég á að gera. — Komdu inn og fáðu þér tebolla, á meðan við hugsum málið, sagði ég. Apakötturinn neitaði að yfirgefa öxlina og sat sem fastast, meðan við drukkum fyrsta og annan bollann, og það var ekki fyrr en ég flysjaði appelslnu og lagði i gluggakistuna, að hann prílaði niður og stökk á hana. — Allir hinir hlógu að mér, sagði ná- granninn — eins og það væri alveg sprenghlægilegt að finna apakött. Ég gat ekki annað en tekið hann að mér, hann var svo einmana. Enginn veit heldur upp á hverju svona krili geta tekið. Hann leit út fyrir að vera ágætur strá-k- ur, þarna sem hann sat á eldrauða eldhús- kollinum minum og haföi áhyggjur afc hvað komið gæti fyrir litinn, einmana apakött, sem álpast hafði út úr frumskóg- inum og lent i stórborg. Meðan apinn tætti sundur appelsinuna og saug úr henni safann með mikilli ánægju, náði ég að kynnast nágranna minum betur. Nú vissi ég, að M. Svensson þýddi Morten Svensson og hann var tann- smiður. Hann var ánægður með að hafa fengið eigin ibúð, þar sem hann hafði áður búið i þröngu húsnæði með foreldrum og systkinum i gamalli ibúð I hinum enda borgarinnar. Apinn fleygði afgangnum af appelsin- unni á teppið,og á meðan ég tók af borð- inu, skreið Morten um gólfið og tindi upp tætlurnar og þurrkaði safann með eldhús- rúllublaði. — Ég skil ekki, að nokkur skuli hafa svona apaketti sem heimilisdýr, sagði hann og lét appelsinuleifarnar detta i ruslafötuna. — Sjáðu bara, hvað hann er mikill sóði. — En mér finnst hann sætur, sagði ég og virti fyrir mér fallegar, litlar hendurn- ar á apanum og granna, fima fingurna. — Mér finnst hann bæði þægur og duglegur. Morten svaraði ekki, heldur brá snöggt við og greip litla krilið, sem hafði stokkið upp I nælongardinurnar minar og ætlaði að klifra upp þær. Gulir appelsinublettir urðu eftir, þar Framhald á bls. 46 Þetta var indælis apaköttur, hann setti húsið á annan endann og eyðilagði allt, sem hann kom nálægt. En ég fyrirgaf honum fúslega, því án hans hefði ég lík'ega aldrei hitt Morten.... ^/4ndersen Lauth hf. Álfheimum 74,Vesturgötu 17. Laugavegi 39.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.