Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 26

Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 26
POI Kristoferson-fjölskyldan vonaöist til( að sonurinn Kris fetaði i fótspor föður sins og gengi i herþjónustu. En Kris hinn ungi, sem raunar er skirður Kristoffer, hafði allt aðrar áætlanir um framtiðina. begar er Kris Kristoferson var i gagnfræðaskóla, átti hann sér þann draum að verða rithöfundur. Hann þjáðist af óstöðvandi ritdellu, en eng- inn af kunningjum hans tók þetta sér- lega alvarlega. Það eru svo skelfing margir er fá þessa dellu i skólum og dreymir um að skrifa metsölubækur. En þó að enginn sýndi áhuga á þessu, sat Kris við sinn keip og hélt áfram að skrifa. Hann sendi smásögur til sam- keppni nokkurrar og fékk þar bæði fyrstu og þriðju verðlaun og lofsam- lega dóma. Þá fór að kveða við annan tón hjá vinum og fjölskyldu og allir fóru að taka hinn pennaglaða Kris al- varlega. Árið 1958 tók Kris próf við Pómóna og með námsstyrk upp á vasann tók hann að læra og læra. A meðan hann var i háskóla,tók hann að skrifa undir nafninu Kris Carson. Handrit að tveimur skáldsögum lágu i skúffum hjá honum, en hvorug þeirra hlaut náð fyrir augum útgef- enda. Eftir rúmlega árs nám, hætti Kris i háskólanum, kvæntist og fór sið- an i herinn. Kris varð flugmaður og var sendur til Þýzkalands. Hann var litið hrifinn af hernum, en þótti dásamlegt að fljúga. Á þeim fimm árum, sem hann gekk i einkennisbúningi, samdi hann mikið af söngtextum og lögum, sem urðu feikivinsæl meðal hermannanna — það varð hann eínnig sjálfur, þegar hann söng lögin sin. Félagi hans skoraði á hann að senda textana til Marijon Wilkin, textahöf- undar og útgefanda i Nashville. Þar var vel tekið við þeim( og Kris fór bein- ustu leið þangað, þegar hann sneri heim úr hernum. Þar var hann i nokkrar vikur og á þeim stutta tima gerðist allt það, sem hann hafði dreymt um i langan tima. Hann hitti Johnny Cash og fleira frægt fólk úr skemmtanaiðnaðinum. Það var spil- að sungið og rabbað langt fram á næt ur. Kris hefur sjálfur sagt, að þar hafi Kris Kristofferson hann loks verið á réttri hillu i lifinu. Nú tók hann að semja lög og texta af mikl- um krafti og fluttist alfarinn til Nash- ville. f júni 1969 varð breyting á. Kris var boðið til Kaliforniu, þar sem Roger Mill vildi að hann syngi ,,Me and Bobby McGee” á plötu. Árangurinn varð skinandi og hljómleikaferð hans um Bandarikin á eftir var hreinasta sigurganga. A eftir ,,Me and Bobby McGee” komu ,,The Silver Tongued Devil and I” „Border Lord” og „Jesus was a Capricorn” Allir kannast við lagið „Why me”, sem var feikivinsælt hér á tslandi. Þá sendi hann frá sér albúmið „Full Moon’,’ þar sem Rita Coolidge syngur með honum. Hún er reyndar popsöngkona, sem gefið hefur út ótal plötur — og nú eru þau Kris og Rita ný- búin að gita sig. Þá er bezt að geta þess, að Kris Kristoferson sá dagsins ijós i Brownsville i Texas 22. júni 1936 og er þvi 37 ára gamall. 26

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.