Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 32
Eldhús í dýragarði ÖLL höfum við séð myndir úr dýragörð- um og mörg okkar hafa lika komið i dýra- garð. En skyldum við einhverntima hafa leitt hugann að þvi, hver ósköp dýrin i dýragörðunum éta? Þaðer ekki bara, að þau éti mikið, heldur eru sum þeirra af- skapiega matvönd og vilja ekki nema sér- staka rétti. Þá þarf að gæta þess að dýrin fái næg bætiefni.. 1 gömlu blaði rákumst við á greinarkorn um eldhúsið i dýragarðinum i Kaupmannahöfn og það er ekkert smáræði, sem þar fer fram. Þarna er eitt gifurlega stórt eldhús, þar sem maturinn er soðinn, en siðan eru mörg minni eldhús i hinum ýmsu dýrahúsum og þangað er hráefnið siðan flutt og réttirnir settir saman. I húsum þar sem heyætur eru, eru hlöður, til dæmis i filahúsinu og giraffahúsinu. Sum dýr vilja matinn sinn meira lagað- an en önnur. Rándýrin fá til dæmis kjötið eins og það kemur fyrir, að eins svolitið sundurtekin. Stundum fá þau lika fugl eða kaninu i matinn. Apar og fuglar vilja hins vegar matinn sinn framreiddan eftir flóknustu uppskriftum. Sérstaklega er það fæða kólibrifuglanna, minnstu fugla heims, sem þarf að vera nákvæmlega samsett. Hún er fljótandi og efnin eru vatn, hun- ang, dósamjólk, kjötkraftur og vitamin. Það er borið fram i litlum glösum með túðu, sem fuglarnir sjúga gegn um og hreinsa verður glösin vandlega milli gjafa, þannig, að gerjun myndist ekki. öðrum fuglum eru gefnar gulrætur, epli og appelsinur, allt saxað smátt, og mikið lostæti finnst fuglunum þurrkaðar maurapúpur. Nashyrningafuglar fá mjúkar bollur úr soðnum hrisgrjónum og raspi og fuglar, sem éta fræ fá margar tegundir af fræjum, sem safnað er handa þeim. Eftirlitsmenn dýranna eru allan daginn á ferðinni og lita eftir að þau fái nóg og gefa þeim ábót ef þarf. Rándýrin stóru fá þó ekki mat nema einu sinni á dag, á viss- um tima, en á laugardögum fá þau ekkert, þar sem rannsóknir hafa sýnt, að betra er fyrir þau að fasta öðru hverju. 1 náttúrunni sjálfri kemur það oft fyrir, að þau fá ekkert að éta heilu dagana. Nokkrar dýrategundir fá mjög fjöl- breyttan mat, til dæmis fær giraffinn 24 mismunandi tegundir, m.a. hey, grænmeti, ávexti og málmsölt. Mannap- arnir fá einnig ýmiss konar ávexti, hrisgrjón, ristað brauð, te og hafragraut. Fyrir kemur, að mæður vilja ekki lita við ungum sinum, einkum er það tigriskettl- ingar og úlfahvolpar, sem verða útundan og er þá tik fengin til að mjólka þeim. Þetta hefur bjargað lifi margra unga. Þá hafa eftirlitsmennirnir tekið að sér bjarn- dýrshúna og antilópuunga og gefið þeim að drekka úr pela, þegar mömmurnar vilja ekki hugsa um þá. Einu sinni var meira að segja giraffaungi pelabarn i eldhúsinu og hann hélt lifi, en allir frændur hans, sem áður höfðu hrakizt frá móður sinni, drápust. Það er ekki litið, sem þarf að kaupa i matinn handa þúsundum dýra. Árlega éta þau um það bil 35 tonn af hrossakjöti, 9000 litra af mjólk, 50 þúsund tonn af heyi, 9 tonn af fræi og 400 kiló af maurapúpum. Auk þessa koma ótal bilhlöss af trjágreinum, sem jurtaætur fá að naga börkinn af. 32

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.