Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 17

Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 17
Þrátt fyrir allt talið um hitaeiningar og megrunarkúra, eru blessaðar terturnar alltaf sjálfsagðar á veizluborðum. Stórar, fallegar tert- ur, sem eru svo yndislegar á bragðið og hlaðast utan á mann. En þú hefur verið aðvaraður, lesandi góður, ef þú fellur fyrir freistingunni, þvi að það er erfitt að stilla sig um að smakka á. Stríðs- tertur handa sæl- kerum Súkkulaðiterta. 150 g. smjör 125 g. sykur 100 gr. dökkt súkkulaði 3 egg 100 g. hveiti 100 g. kartöflumél. 1 1/2 tesk. lyftiduft 2 msk. Kakó 3-4 eggjahvitur 1/2 1. þeyttur rjómi 75-100 sykruð kirsuber eða kokteilber. Hrærið smjör þangað til það freyðir og setjið sykur út i, siðan eggjarauðurnar, eina i einu. Bræðið 50 g. súkkulaði i skál og hrærið það út i, þegar það hefur kólnað. Blandið hveiti, kartöflumj. lyftidufti og hrærið lauslega saman. Eggjahviturnar skai þeyta mjög stifar og setja út i deigið i þrem skömmtum, og hrærið enn sem allra minnst, svo að deigið verði sem létt ast. Setjið nú deigið i þrjú velsmurð tertu- form með lausum botni. Baksturstimi er hérumbil 15 min. við 225°fyrir þunna botna og ca. 50 min við 190° fyrir allan skammt- inn i springformi. Snúið tertubotnunum nú varlega og setjið þá til kælingar á bökunarrist. Eftir kælingu skal stóru kökunni skipt i þrjú lög með löngum, beittum hnif. Þeytið rjómann stifan, en alls ekki svo stifan, að hann verði kornóttur. Setjið siðan einn tertubotninn i springform, sem er einum cm. stærri aö ummáli en botninn sjálfur. Smyrjið lagi af þeyttum rjóma innan á forminn, háifan sm að þykkt með spaða. Hyljið tertubotninn með jöfnu lagi af þeyttum rjóma og setjið nokkur niður- skorin kirsuber i. Setjið næsta tertubotn 17 I

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.