Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 29

Heimilistíminn - 21.03.1974, Blaðsíða 29
aftur með tvö tré, og allan daginn voru þeir siðan að búa til skiði, sem hæfðu stóru fótunum á tröllkarlinum. Loks urðu skiðin sæmileg, og þegar tröllkarlinn var búinn að slipa þau, voru þau hreint afbragð. Daginn eftir ætlaði svo Eirikur að byrja að kenna tröllkarlinum, én hann var ekki frá þvi, að Eirikur myndi reyna að stinga af, svo hann sagðist galdra hann fastan við jörðina, ef hann reyndi það. Loks kom tröllkarlinn skiðunum á sig, og Eirikur kenndi honum listirnar eins vel og hann gat. Hann vann svo sannarlega fyrir pening- unum. En tröllkarlinn datt hvað eftir annað á hausinn og snjórinn þyirlaðist upp. — Þú ert alltaf að verða betri og betri, sagði Eirikur, — en þú verður að læra almenni- lega, svo þú getir staðið niður brekkurnar. Sjáðu mig! Eirikur renndi sér niður og staðnæmdist með fallegri beygju niðri á jafnsléttu. — Þetta var fint! sagði tröllkarlinn og lagði einnig af stað niður. En, Æ! Hann fór ýmist með aftur- eða fram- endann á undan, hoppaði og veltist, og hafnaði á bakinu i stórum skafli. — Nei, nú er ég hættur, sagði tröllkarlinn. — Nei, það ertu ekki, svaraði Eirikur. — Það er bara það, að þessi brekka er of litil fyrir þig. Við skulum fara upp á fjallið þarna, þá gengur þér vel. öll hin tröllin munu öfunda þig, ef þú getur rennt þér á skiðum. — Já, liklega, sagði tröllkarlinn hugsandi og lofaði að reyna einu sinni enn. Þeir kli fu upp á topp fjallsins og Eirikur sá , að þetta var svo geysimikil brekka, að hann þorði varla að horfa niður. En ef tröllið færi hérna niður og dytti, liði löng stund, þar til það kæmist upp til hans aftur. Á meðan gæti hann gengið á skiðum til byggða, eins hratt og hann gæti. — Þetta er brekka fyrir þig, sagði Eirikur, en það var ekki laust við, að tröllkarlinn væri hræddur, þvi þetta var sannarlega ógnvekjandi. En svona drengstauli skyldi ekki fá að vita, að tröll væri hrætt. — Ef þú þorir, þá þori ég liklega, sagði tröllið og demdi sér fram af brúninni. Hvilikur hraði. Tröllkarlinn geystist niður, og áður en langt um leið, hvarf hann sjónum i snjónum, sem þyrlaðist upp i kring um hann. Þetta var það siðasta, sem Eirikur sá af tröllinu. Enginn veit, hvað af þvi varð, en Eirikur flýtti sér heim að tröllahellinum, klifraði upp i grenitréð, sótti lykilinn og fór inn. Hann tók með sér eigur sinar og gullpeningana, en flýtti sér svo burt, ef tröllið skyldi koma heim. Það mátti heldur ekki tæpara standa, þvi meðan hann var að spenna á sig skiðin, kvað við mikill hávaði að baki hans og Trölla- fjallið hrundi saman. Mikið var Eirikur feginn að hafa sloppið i tæka tið. Hann flýtti sér heim, og gull- peningarnir voru vel geymdir i malpokanum hans, Skiðin, sem hann var á, geymdi hann alla sina ævi, og hann varð gæfumaður. Endir Fimm kettir Hér erufimm kettir og einn skuggi. Skugginn er nákvæmlega eins og einn kattanna, og þá er að sjálfsögðu aðeins miðað við útlinurnar. Getið þið fundið hvaða köttur það er, og að hvaða leyti hinir fjórir eru frábrugðnir? Lausnin er á bls. 46. 29

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.