Morgunblaðið - 18.07.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NOKKRIR bændur á Austurlandi
hafa ekki gengið að tilboði Lands-
virkjunar um greiðslu fyrir land sem
fer undir háspennulínur sem liggja
frá Fljótsdal að álverinu í Reyðar-
firði. Albert Guðmundsson, verk-
fræðingur hjá Landsvirkjun, segir
Landsvirkjun reikna með að óskað
verði eftir eignarnámi náist ekki
samningar.
Háspennulínurnar verða mikil
mannvirki. Um er að ræða tvær línur
sem að hluta til liggja samhliða
Kröflulínu-2 en hún er líka kölluð
byggðalína. Leggja þarf tvær línur til
að tryggja öryggi í flutningum ork-
unnar. Álver má aldrei verða raf-
magnslaust og því eru byggðar tvær
línur ef önnur bilar eða gera þarf við
línu. Möstrin verða 25–30 metra há
og verða alls um 330. Þau verða V-
laga líkt og möstur í háspennulínu
sem liggur yfir Hellisheiði. Línurnar
verða um 50 km á lengd. Önnur liggur
um Hallsteinsdal, en hin um Þórudal.
Verða nokkuð áberandi
í landslaginu
„Við drögum enga dul á það að
þessar raflínur verða nokkuð áber-
andi í landslaginu,“ segir Friðrik
Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hann segir að ekki hafi komið til
greina að leggja línurnar í jörð því að
við það tífaldist kostnaður við línu-
lögnina. Kostnaðurinn er áætlaður
4,3 milljarðar, en auk þess þarf að
byggja tengivirki sem þýðir að heild-
arkostnaður við verkið verður 8–9
milljarðar.
Búið er að bjóða út slóðagerð að
vinnusvæðunum og hefjast fram-
kvæmdir við slóðana í sumar. Á
næsta ári verða undirstöður reistar
og byrjað að reisa möstrin og árið
2006 verður byrjað að strengja lín-
una. Framkvæmdum á að vera lokið
1. október 2006.
Talsvert mikið land þarf undir há-
spennilínurnar, en miðað er við að
þær þurfi 125 metra breitt belti. Lín-
urnar liggja um lönd um 20 landeig-
enda. Albert Guðmundsson sagði að
búið væri að ræða við þá og gera þeim
tilboð um greiðslur fyrir landnotkun.
Tilboðin væru miðuð við mat frá
matsnefnd eignarnámsbóta á sam-
bærilegu land. Hann sagði að búið
væri að ganga frá samningum við um
2/3 landeigenda. Nokkrir hefðu þó
gert ágreining um verðið og hann
sagðist reikna með að í einhverjum
tilvikum myndi Landsvirkjun óska
eftir eignarnámi, en það þýddi að
málið færi til matsnefndar eignar-
námsbóta. Hann sagði þetta ekki
óvenjulegt. Við línulagnir í gegnum
tíðina hefðu alloft verið óskað eftir
eignarnámi. Þetta væri lögformlegur
ferill sem báðir aðilar væru sammála
um að fara þegar menn næðu ekki
saman í frjálsum samningum.
Albert sagði að verð fyrir landið
væri mismunandi. Það færi eftir land-
gæðum, nálægð við byggð og fleiru.
Landsvirkjun væri að bjóða á bilinu
90–200 þúsund fyrir hektarann.
Hann vildi ekki gefa upp hversu mik-
ið Landsvirkjun hefði áætlað að
borga samtals til landeigenda.
Landsvirkjun á einnig eftir að ná
samningum við landeigendur um
vatnsréttindi vegna Kárahnjúka-
virkjunar. Að sögn Sigurðar Arnalds,
kynningarstjóra Kárahnjúkavirkjun-
ar, reiknar Landsvirkjun með að
þurfa að greiða um 500 milljónir fyrir
vatnsréttindin.
Landsvirkjun hefur ekki lokið samningum við alla landeig-
endur í Fljótsdal vegna lagningar tveggja háspennulína
Raflínurnar sem liggja frá Fljótsdal í Reyðarfjörð verða um 50 km langar.
Reiknar með að óskað
verði eftir eignarnámi
SMÍÐI á svokölluðum távegg er haf-
in í botni Hafrahvammagljúfurs.
Veggurinn, sem verður um 40 metra
hár, verður hluti Kárahnjúkastíflu.
Jafnframt er verið að flytja jarðveg í
stífluna, en í hana fara um 8,5 millj-
ónir rúmmetrar af fyllingarefni.
Virkjunarsvæðið tekur breyt-
ingum nánast á hverjum degi, en
þessa dagana lítur svæðið svona út
þegar horft er inn gljúfrið frá bráða-
birgðastíflu sem færir Jöklu úr far-
vegi sínum og inn í svokölluð hjá-
veitugöng.
Smíði táveggsins hafin
Morgunblaðið/Egill Ólafsson
KARLMAÐURINN sem ekið var
á í Ártúnsbrekku aðfaranótt mið-
vikudags er á batavegi á gjör-
gæsludeild Landspítalans. Að sögn
læknis er hann kominn úr önd-
unarvél.
Líðan níu ára drengs frá Græn-
landi sem fluttur var í sjúkraflugi
frá Ammassalik á fimmtudag er
óbreytt og er hann áfram í önd-
unarvél. Hann hlaut mikla höfuð-
áverka þegar járnplata féll á hann
og var Slökkvilið Akureyrar beðið
um sjúkraflug.
Á batavegi eftir bílslys
„ÞÓ AÐ sauðburði ljúki oftast nær
í maí er alltaf ein og ein ær sem
ber á óvenjulegum tíma, ann-
aðhvort löngu fyrir sauðburð eða
á eftir, eins og ærin Flekka gerði
þetta árið. Einhverra hluta vegna
hefur hún ekki lembst fyrr en
svona seint. Hún valdi sér sólríkan
sumardag um miðjan júlí til að
eignast lömbin sín tvö, hrút og
gimbur,“ segir Jónas Erlendsson,
bóndi í Fagradal við Vík í Mýrdal,
og sagði ána ekkert láta trufla sig
frá því að kara lömbin þótt hún
væri mynduð.
Sauðburður í Fagradal
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Það er ekki algengt að ær beri í júlí, en það kemur þó fyrir.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Ærin Flekka frá Fagradal bar
tveimur lömbum, hrút og gimbur,
og gekk burðurinn vel.
„ÞETTA hefur gengið svona upp
og niður,“ sögðu þeir félagar
Pálmi Hreiðarsson og Guð-
mundur Jörundsson, en þeir
komu til Akureyrar síðdegis á
föstudag eftir að hafa gengið frá
Reykjavík. Þeir lögðu af stað á
föstudegi í síðastliðinni viku, en
tilgangur göngunnar var að safna
fé fyrir Atvinnu með stuðningi og
Handverkstæðið Ásgarð. Atvinna
með stuðningi aðstoðar bæði fatl-
aða og ófatlaða við að komast í
vinnu á almennum vinnumarkaði.
Þeir Pálmi og Guðmundur voru
á lokasprettinum þegar Morg-
unblaðið hitti þá á Moldhaugna-
hálsi síðdegis í gær, áttu ófarna
nokkra kílómetra.
„Meiðsli hafa nokkuð verið að
hrjá okkur, alls konar eymsli,
sársauki og blöðrur, þannig að
við höfum farið aðeins hægar yfir
en við stefndum að,“ sögðu þeir.
Að jafnaði lögðu þeir að baki um
60 kílómetra á dag, voru á ferð-
inni frá því um kl. hálf sjö á
morgnana til hálf tólf á kvöldin,
„þannig að maður hefur nú ekki
sofið mikið, en við bætum úr því
þegar þetta er búið.“
Veðrið lék við göngugarpa
nánast allan tímann, en síðasta
daginn var fremur kalt. Ökumenn
voru tillitssamir að sögn, „Flestir
óku hægt fram hjá okkur, margir
veifuðu eða stoppuðu og gáfu sig
á tal við okkur, það var ánægju-
legt.“
Pálmi og Guðmundur sögðust
vissulega vera þreyttir og þeir
hlökkuðu til að hvíla sig, fara í
gott bað og hrein föt. „Auðvitað
var þetta erfitt, en við höfðum
búið okkur vel undir þetta átak
andlega, það kom aldrei til
greina að gefast upp, við ætl-
uðum okkur alltaf alla leið. Nú
höfum við náð þeim áfanga og er-
um sáttir,“ sögðu göngugarp-
arnir, en þeir höfðu ekki haft
fregnir af því hversu mikið fé
hefði safnast með tiltækinu.
Gengu frá Reykjavík til Akureyrar á sjö og hálfum degi
Þreyttir
en sáttir
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Glaðir en þreyttir. Félagarnir Pálmi Hreiðarsson t.v. og Guðmundur Jör-
undsson á Moldhaugnahálsi fyrir lokasprettinn til Akureyrar.