Morgunblaðið - 18.07.2004, Side 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Veldu náttúruliti
frá Íslandsmálningu
Allar Teknos vörur framleiddar
skv. ISO 9001 gæðastaðli.
ÍSLANDS MÁLNING
akrýlHágæða
málning
Íslandsmálning
Sætúni 4
Sími 517 1500
Útimálning
Viðarvörn
Lakkmálning
Þakmálning
Gólfmálning
Gluggamálning
Innimálning Gljástig 3, 7, 20
Verð frá kr. 298 pr.ltr.
Gæða málning á frábæru verði
Veggfóður og borðar
Skandinavísk hönnun
Þetta er sólríkur dagur í Vatíkaninu í Róm, minnsta sjálfstæðaríki á byggðu bóli, sem umgirt er himinháum virkisveggjumog öryggisgæslan slík að heilagur andi kæmist ekki inn óséð-ur. Páfinn er í fríi á Norður-Ítalíu, svo ekki gefst tækifæri til
að rifja upp fyrir honum vísuna um ferð Péturs Jónssonar í Reynihlíð til
Rómar:
Í Vatíkaninu að kristi ég gái
og kvittun synda ég eftir bíð:
Komdu sæll og blessaður Píus páfi,
þetta er Pétur Jónsson í Reynihlíð.
Á langri göngu ber margt fyrir augu, fyrsta skeggjaða keisarann,
stóran og notalegan pott Nerós, forvitnilega syndarabók í mynd
Michelangelos í Sistínsku kapellunni, þar sem enginn má mæla. Svo
virðist sem almættið sjái í gegnum fingur við verðina, þegar í þeim
heyrist:
– Sssssssssshhhh!
Leiðin liggur í stórbrotnar víðáttur Péturskirkjunnar, þar sem blaða-
maður skimar auðvitað strax eftir styttu Bertels Thorvaldsens af Píusi
VII páfa. Það er eins og að leita nálar í heystakki að finna hana í lengstu
og hæstu kirkju í heimi, sem uppfull er af höggmyndum,
ófáar af páfum eins og lög gera ráð fyrir. Þá heyrir
blaðamaður út undan sér leiðsögumann segja við hópinn
sinn:
– Næst skoðum við Píus VII, skoplegustu styttuna í
kirkjunni.
Og forvitni blaðamanns er vakin. Hann eltir hópinn að stórri styttu af
háæruverðugum páfanum yfir tignarlegum dyrum fyrir miðri kirkju og
heyrir leiðsögumanninn segja:
– Þessi stytta er eftir Thorvaldsen. Eins og þið heyrið hljómar nafnið
ekki ítalskt. Enda var hann danskur og mótmælendatrúar.
Blaðamaður stillir sig um að benda á að Bertel hafi verið af íslenskum
ættum, faðir hans úr Skagafirðinum. Hann fyllist jafnframt þjóð-
arrembingi yfir því einsdæmi, að listamaður, sem er hálfíslenskur, velj-
ist til þess að gera verk fyrir páfann í sjálfa Péturskirkjuna í Róm, án
þess að vera kaþólskrar trúar.
En söguskýringin heldur áfram. Leiðsögumaðurinn segir nánast
engin listaverk í Péturskirkjunni merkt höfundi; þau hafi verið unnin
Guði til dýrðar. Fyrir misskilning hafi Bertel firrst við er honum var
meinað um að merkja sér höggmyndina og talið það mismunun byggða
á trúarlegum forsendum. Eftir að vinnan hófst hafi hann unnið einn, án
aðstoðarmanna, og enginn séð hvað hann hafði fyrir stafni fyrr en við
afhjúpunina.
Með henni fylgdust páfinn, kardinálar og biskupar og stundin afar
hátíðleg eins og gefur að skilja, í sjálfum helgidómnum, Péturskirkjunni
í Róm. En þegar klæðinu var svipt af höggmyndinni gripu viðstaddir
andann á lofti.
– Thorvaldsen hafði nefnilega merkt sér myndina, segir leiðsögumað-
urinn ábúðarfullur – ekki með stöfum heldur hafði hann sett ásjónu sína
á höfuð páfans, Píusar VII. Og ef grannt er skoðað er ekki laust við að
það hlakki í honum, þar sem hann trónar í hásætinu – Bertel Thorvald-
sen.
Ferðamennirnir horfa furðu lostnir á andlit Bertels og kinka kolli;
hann er ánægður með sig þessi karl. En leiðsögumaðurinn er ekki hætt-
ur:
– Þetta var eina verkið sem Thorvaldsen vann fyrir Vatíkanið, þó að
varla þurfi að taka það fram, segir hann kíminn. Og bætir við: Svo kem-
ur mín uppáhaldsspurning: Hvað haldið þið að sé bakvið dyrnar undir
styttunni?
Ekkert svar berst frá hópnum, sem mænir fullur óttablandinnar lotn-
ingar á dyrnar. Og leiðsögumaðurinn heldur áfram:
– Flestir halda að það hljóti að vera höfuðið á Thorvaldsen. En ekki
aldeilis, þetta er hinn heilagi kústaskápur. Hér undir hásæti Píusar VII
eru kústar, moppur og fötur Péturskirkjunnar geymd.
Og viti menn, tveir menn koma röltandi í hægðum sínum með fötur
og moppur, ljúka upp dyrunum, og hverfa inn eins og ryk í moppu. Yfir
dyrum hins heilaga kústaskáps situr páfinn glaðhlakkalegur, mótmæl-
andinn Bertel Thorvaldsen, og trónar yfir háheilögum skúringafötum í
sjálfri Péturskirkjunni í Róm.
Reuters
Hinn heilagi
kústaskápur
SKISSA
Pétur Blön-
dal fór í Vat-
íkanið í Róm
MARGT var um manninn á Silf-
urtorgi á Ísafirði og ekkert til
sparað þegar fimmtu árlegu sigl-
ingadagarnir voru settir á föstu-
dag. Í ár vara Siglingadagarnir í
tíu daga og mun áhugafólk um
kajaksiglingar og aðrar sjóíþrótt-
ir að öllum líkindum finna sér
fjölmargt til dundurs á hátíðinni.
Þannig verður boðið upp á nám-
skeið fyrir fólk á öllum aldri í
fjölmörgum sjóíþróttum, t.d. kaj-
aksiglingum, sjóskíðum og nýstár-
legri íþrótt sem nefnist „flug-
drekasjóbretti“ eða „kite
surfing.“ Búist er við því að
hundruð manna muni sækja hátíð-
ina, en hún hefur laðað að sér sí-
fellt fleiri áhugamenn um sjáv-
aríþróttir undanfarin ár.
Úlfar Ágústsson, kaupmaður og
framkvæmdastjóri Siglingadaga,
segir hátíðina ekki hugsað sem
einsleitan atburð, heldur fjöl-
breytta hátíð sem dregur fólk
vestur á firði. „Við viljum með
þessari hátíð sýna fram á að Ísa-
fjörður sé nógu öflugur til að taka
við fólki með öflugum hætti,“ seg-
ir Úlfar. „Við höfum hér nóg
framboð af afþreyingu, menningu
og veitingastöðum. Ísafjörður er
líka, með göngunum, orðinn mið-
kjarni þjónustu á norðanverðum
Vestfjörðum.“
Sérvestfirsk fimmþraut
Á siglingadögum verður einnig
keppt í fjölmörgum íþróttum og
er þar fremst talin hin sérvest-
firska fimmþraut, en Úlfar segir
fimmþrautina hafa verið hannaða
sérstaklega fyrir Vestfirði. þar
sem fyrst er keppt í kajakróðri,
en því næst velta keppendur sér
út í sjóinn og synda til lands,
klifra upp á bryggju, hlaupa það-
an nokkurn spöl og synda síðan
yfir á sjóþotu sem þeir bruna á
síðasta spölinn.
Þá verður gerð tilraun til Ís-
landsmets í kajakstjörnu, en nú
munu sextíu kajakræðarar reyna
að mynda stjörnu úr kajökum sín-
um. Úlfar segir hátíðina ná há-
marki á laugardaginn eftir viku,
en þá verði samfelld hátíðahöld
frá tíu um morguninn til mið-
nættis, þegar haldnir verða dans-
leikir fyrir hátíðargesti í bænum.
Vestfirðir hafa að mati Úlfars
mikla sérstöðu sem svæði fyrir
sjávaríþróttir. „Firðirnir eru frá-
bært kajaksvæði. Það besta er
fjölbreytnin í landslaginu, sem
gerir það að verkum að fólk getur
alltaf verið í góðu veðri.“ segir
Úlfar. „Kajakíþróttin er líka mjög
vistvæn íþrótt sem er að stækka
mjög á landsvísu, þannig að gest-
um hér á Ísafirði fjölgar jafnt og
þétt.“
Siglingadagar á Ísafirði settir í fimmta sinn
Fjölbreytt fjölskyldu-
hátíð í örum vexti
Ljósmynd/Birgir Þór Halldórsson
Ólafur Ragnar Grímsson fylgdist einbeittur með konu sinni, en hann
kvaðst mjög ánægður með þann sóknaranda sem ríkir nú á Vestfjörðum.
Dorrit Moussaieff sló upphafstón siglingadaganna með því að skella sér á
sjóskíði og fylgdust hundruð manna á bakkanum með fimi hennar.
Hafnar
sykurskatti
SYKURSKATTUR eins og Lýð-
heilsustöð leggur til leiðir til hækk-
unar á matvælaverði og mismununar
í skattlagningu matvæla. Það er
löngu tímabært að minnka álögur á
drykkjarvöruframleiðendur í stað
þess að íþyngja rekstri þeirra meira
en þegar er gert, segir í fréttatil-
kynningu frá Ölgerðinni Agli Skalla-
grímssyni.
Einnig kemur fram að tölur yfir
sölu sykraðra gosdrykkja sýni að
gosdrykkjaneysla verði ekki sökuð
um aukna líkamsþyngd Íslendinga.
Neysla á sykruðum gosdrykkjum
hafi dregist saman um rúmlega 36
þúsund lítra síðastliðna 12 mánuði
samanborið við síðustu 12 mánuði
þar á undan. Á sama tíma hafi orðið
veruleg aukning á neyslu sykur-
lausra gosdrykkja og vatns. Neysla
sykurlausra gosdykkja hafi aukist
um rúmlega 18% og neysla á vatni
um rúm 12%.
Rök hafa ekki komið fram sem
sýna fram á að sérstakt sykurgjald
muni leiða til bættrar heilsu lands-
manna að mati Ölgerðarinnar.
Sykurlausir gosdrykkir og kolsýrt
vatn bera vörugjöld, 24,5% virðis-
aukaskatt og endurvinnslugjald.
Sykraðar mjólkurvörur bera hvorki
vörugjöld né endurvinnslugjald og
einungis 14% virðisaukaskatt. Gildir
þá einu hvert sykurinnihaldið er.