Morgunblaðið - 18.07.2004, Side 9

Morgunblaðið - 18.07.2004, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 9 ÚT- SALA hefst á morgun, mánudaginn 19. júlí MINNST 40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Lokað sunnudag Kringlunni 7, sími 588 4422 - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 Bændaferðir kynna: Síðustu sætin í ferðir okkar í sumar Sumar 8 ÍTALÍA OG FRAKKLAND 16.-30. ágúst Flogið er til Milano og ekið til Verona þar sem gist er í 2 nætur. Næst er það borgin Rapallo, þar er gist í 5 nætur á glæsihótelinu Europa. Skoðunarferðir t.d. til Pisa, Riamaggiaore, Vernazza og Monterosso. Ekið til San Remo og gist í 5 nætur á Hótel Nazionale. Þaðan eru ferðir til Frakklands og Monaco. Að lokum er haldið til Como vatns og gist á Hotel Continental í tvær nætur áður en haldið er heim á leið. Innifalið: Flug og skattar, gisting í 2ja manna herbergi (aukagjald fyrir eins manns herbergi), allur akstur erlendis, skoðunarferðir flesta daga, morgun- og kvöldverður alla daga. Íslenskur fararstjóri með hópnum. Verð 144.400 kr. LÍKÖN til að meta snjóflóðahættu geta komið að góðu gagni hér á landi og nýst vel með fyrri leiðum til slíks mats. Þegar spáð er fyrir um snjó- flóðahættu hefur aðallega verið lagt mat á veðurspá og snjóalög en lík- önin geta aukið öryggi slíkra spáa svo um munar. Snjóflóðahættumat er venjulega unnið fyrir þéttbýlis- staði þar sem hætta á snjóflóðum er fyrir hendi en líkönin gætu einnig nýst til að spá fyrir um snjóflóð utan þéttbýlis, t.d. á vegum og upp til fjalla. Í doktorsritgerð sinni, Snjór, skaf- renningur og snjóflóðahætta í vind- asömu loftslagi, skoðaði Svanbjörg Helga Haraldsdóttir jarðeðlisfræð- ingur slík líkön. Svanbjörg byggði at- huganir sínar á snjóflóðasögu á Ís- landi með það fyrir augum að auka öryggi snjóflóðaspáa. Aðeins fimm snjóflóðadagar sem líkanið greindi ekki Svanbjörg notaði líkan sem nefnist SAFRAN-Crocus-MEPRA (SCM) og hefur verið þróað til að meta snjó- flóðahættu á skíðasvæðum í Ölpun- um og Pyreneafjöllum en það er nokkuð algengt að skíðamenn komi af stað snjóflóðum. Líkanið þurfti að laga að íslenskum aðstæðum enda loftslagið um margt ólíkt því sem gerist í Ölpunum. Hér á landi er t.a.m. mun vindasamara og oft hvasst þegar snjóar auk þess sem sveiflur milli frosts og þíðu eru algengar á veturna. Svanbjörg tók áhrif vinds á eðlisþyngd nýsnævis og mælda úr- komu inn í útreikninga sína og skoð- aði jafnframt þau áhrif sem breyti- legt hitastig getur haft. Fjallavindur var notaður sem merki um skafrenn- ing með niðurstöðum SCM-líkan- anna. Fengust þannig niðurstöður sem voru skoðaðar með hliðsjón af snjóflóðum á norðanverðum Vest- fjörðum fyrir tvo vetur og voru að- eins fimm snjóflóðadagar sem líkanið greindi ekki. Skafrenningslíkan verður tekið í notkun með SCM inn- an skamms. Mest snjósöfnun þegar horn milli vindstefnu og garðs er 60° Svanbjörg bendir á að ef snjór safnast ofan við snjóflóðavarnargarð minnkar varnargildi hans og snjó- flóðin geta jafnvel farið yfir garðinn. Einnig getur snjór safnast vegna skafrennings á varða svæðið. Snjó- söfnun er bæði háð vindstyrk og vindstefnu en sem fyrr segir hefur skafrenningur mikil áhrif á snjó- flóðahættu hér á landi. Til að athuga áhrif vindstefnu voru nýtt stór vindgöng í Nantes í Frakk- landi sem eru 25 m löng, 10 m breið og 7 m há. Vindgöng bjóða upp á rannsóknir á áhrifum veðurs og þar er mögulegt að setja á svið snjókomu, rigningu, rok og þá skafrenning, hita, kulda og svo framvegis. Til viðmið- unar var forhönnun á snjóflóðavarn- argarði í Neskaupstað. Athuganirnar leiddu í ljós að snjósöfnun er ekki meiri við sveigðan garð en við beinan. Svanbjörg gerði jafnframt tilraunir með vindstefnu og skoðaði aðstæður þar sem 30°, 45°, 60° og 90° horn er milli stefnu garðs og vindstefnu. At- huganirnar leiddu í ljós að snjósöfn- un verður mest þegar hornið er 60° en ekki þegar vindurinn blæs beint á garðinn, þ.e. þannig að hornið sé 90°. Leiðbeinandi Svanbjargar var dr. Haraldur Ólafsson, prófessor við Há- skóla Íslands, og dr. Harald Norem, prófessor við NTNU í Noregi leið- beindi um námsefni. Auk þeirra sat dr. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor við HÍ, í doktorsnefndinni. Andmælendur í doktorsvörn Svan- bjargar voru dr. Yngvar Gjessing, prófessor við Háskólann í Bergen, og dr. Thomas Thiis sem vinnur á rann- sóknarstofnun byggingariðnaðarins í Ósló. Fjallar um snjóflóðahættumat í nýrri doktorsritgerð Líkön geta aukið öryggi snjóflóðahættuspáa LÖGUN snjóflóðavarnargarða get- ur verið mismunandi. Á Flateyri hafa verið reistir svokallaðir leiði- garðar en þeir eru byggðir þannig að snjórinn rennur meðfram görð- unum og framhjá byggðinni. Að- stæður leyfa ekki slíkt alls staðar og í Neskaupstað þurfti t.a.m. að byggja varnargarð þvert ofan við byggðina. Athuganir Svanbjargar Helgu Haraldsdóttur jarðeðlisfræð- ings á snjósöfnun í kringum varnar- garða sem eru byggðir þvert leiddi í ljós að snjósöfnun er ekki meiri í sveigðum garði, sem fellur betur að náttúrunni, en í beinum. Ekki meiri snjór í sveigðum garði Fréttasíminn 904 1100 AÐ meðaltali hefur í júní verið brot- ist inn á heimili á hverjum degi og ríflega það. Meðal þess sem inn- brotsþjófar sækjast helst eftir eru fartölvur, líkt og fram kom í Morg- unblaðinu í vikunni. Til að stemma stigu við slíkum þjófnaði hafa Skýrr hf. og Opin kerfi boðið tölvueigend- um þjófavörn fyrir fartölvur og heimilistölvur. Er þjófavörninni hlaðið inn á tölv- una af geisladiski sem kaupandinn fær afhentan, auk leyniorðs sem opnar fyrir samband við sérstaka vaktstöð sem opin er allan sólar- hringinn. „Hugbúnaðurinn er auð- veldur í notkun og getur eigandinn sett hugbúnaðinn upp sjálfur með skráningu nafn síns og lykilorðs,“ segir Sigurður Erlingsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Epta.Lab AG, í Sviss, sem er fram- leiðandi búnaðarins. Hugbúnaðurinn kemur í veg fyrir að hægt sé að for- sníða harðan disk tölvunnar og er hvergi hægt að sjá á tölvunni að búnaðurinn sé í gangi. Sé tölvu með slíkri þjófavörn stol- ið gerir eigandinn vaktstöðinni við- vart á þar til gerðri vefsíðu og notar til þess leyniorðið, en í framhaldi af því gefur öryggisvaktstöðin síðan lögreglu upp nákvæma staðsetningu á tölvunni. Þjófavörnin getur einnig sagt til um sé fundarstaðurinn er- lendis og sér þá vaktþjónusta tiltek- ins lands um að hafa samband við lögreglu. Þjófavörn til þriggja ára kostar um 5.600 krónur fyrir hverja tölvu. Fyrirtæki geta einnig nýtt sér þjón- ustuna og er verðið þá miðað við fjölda tölva. Segir Sigurður not- endur á Íslandi nú vera um 1.000 talsins, en þeir séu alls um 2,5 millj- ónir, víðs vegar um heiminn. Hafi sala á þessum hugbúnaði farið hægt af stað, en aukist nú hratt. Tæknilega er hægt að elta uppi stolnar fartölvur ÓHEMJUMIKIÐ er um hval fyrir norðan land þessa dagana. Þorgeir Baldursson, skipverji á rækjutog- aranum Rauðanúpi, segist aldrei hafa séð annað eins. „Maður hefur getað séð 5–6 blástra í einu. Það er greinilegt að það er nóg æti fyrir hvalinn.“ Rauðinúpur er staddur um 70 míl- ur norður af Horni. Þorgeir segir að í kringum hann hafi verið steypi- reyður og hnúfubakur en einnig talsvert af hnísum og höfrungum. Myndin er tekin úr hvalaskoð- unarbát frá Húsavík fyrir skömmu. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Mikið af hval í kringum rækjuskipin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.