Morgunblaðið - 18.07.2004, Side 11

Morgunblaðið - 18.07.2004, Side 11
Hvað getum við gert, bæði hvert og eitt og samfélagið í heild, til að vinna gegn heimilisofbeldi? Drífa: „Fyrsta skrefið er að við séum meðvituð um vandann og gerum eitthvað í málunum. Oft heyrum við: Af hverju fer hún ekki? Hann ber hana sundur og saman og svo vill hún enga hjálp. Hún fer aftur og aft- ur til hans þannig að þetta er bara sjálf- skaparvíti. Við verðum að hafa það alveg á hreinu að ofbeldi er aldrei réttlætanlegt og aldrei sök þess sem fyrir því verður. Áður en líkamlegu ofbeldi er beitt í fyrsta sinn hefur konan oft verið brotin niður andlega og er farin að trúa því að hún sé ekkert án mannsins. Eftir að hnefinn er látinn ráða koma oft góð tímabil og konan fer að lifa fyrir þessi góðu tímabil. Heimilisofbeldi er flókið mál vegna náinna tengsla fólks, það eru kannski börn í spilinu og svo framvegis. Það er mikilvægt að ef einhver veit af heim- ilisofbeldi sé reynt að nálgast konuna sem fyrir því verður án þess að dæma. Það er hægt að segja setningar eins og: Ég veit að það er verið að brjóta á þér eða ég veit að þú átt eftir að vinna þig út úr þessu. Þá er verið að gefa það skýrt til kynna að það er annar en hún sem ber ábyrgð á ofbeldinu og um leið gefa von um að eitthvað betra geti tekið við. Það ber þó ávallt að hafa það í huga að það getur verið langur ferill að brjóta sig út úr ofbeldissambandi. Oft er besta hjálpin í því að hlusta án þess að dæma og vera til staðar fyrir konuna. Það að ásaka konuna fyrir að fara ekki er eins og að segja við fórnarlamb nauðgunar að hún hafi verið í of stuttu pilsi. Heimilisofbeldi er kynbundið ofbeldi og þó þess séu dæmi að konur beiti karla ofbeldi er hitt mun algengara. Ofbeldið er sprottið úr rótum ójafnréttis milli kynjanna þar sem sumir karlar taka sér menningarbundinn rétt til að drottna yfir konunni. Í sam- félögum þar sem mikið kynbundið ójafnrétti ríkir er heimilisofbeldi líka algengara. Besta leiðin til að vinna á heimilisofbeldi er því að jafna stöðu kynjanna, félagslega, menning- arlega og fjárhagslega. Slíkt gerist hægt og ekki af sjálfu sér. Við getum hins vegar flýtt ferlinu með opinskárri umræðu og lagasetn- ingu sem gefur skýr skilaboð um að heim- ilisofbeldi verði ekki liðið.“ Hvað getum við gert? Morgunblaðið/RAX Drífa Snædal: „Við verðum að hafa það alveg á hreinu að ofbeldi er aldrei réttlætanlegt og aldrei sök þess sem fyrir því verður.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 11 ’Þetta er ekki þannig mál að það væriréttlætanlegt að mínu mati að rík- isstjórnin færi frá út af því.‘Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um fjölmiðla- frumvarpið. ’Ég svindlaði ekki á neinum.‘Lífsstílskonan Martha Stewart um fimm mánaða fengelsisdóm sinn fyrir innherjasvik. ’En fái ég annað höfuðhögg, hvort semég skalla bolta eða fæ eitthvert annað vægt högg, þá getur það versnað og ég gæti jafnvel lamast í vinstri helmingi lík- amans.‘Knattspyrnukappinn Þorvaldur Makan Sigurbjörns- son hættir í fótbolta vegna skemmda við hægra heila- hvel. ’Enginn laug, enginn spann upp upplýs-ingar.‘Tony Blair , forsætisráðherra Breta, um skýrslu Butl- ers lávarðar um innrásina í Írak. ’Það er flakkað á milli í skýrslunni, milligreiðslugrunns og rekstrargrunns, og þetta finnst mér vera villandi og óheppi- legt.‘Geir H. Haarde fjármálaráðherra gagrnýndi skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga í fyrra. ’Eiríkur Tómasson kenndi mér stjórn-skipunarréttinn.‘Jónína Bjartmarz sem situr í allsherjarnefnd fyrir Framsóknarflokkinn. ’Svona uppákomur skipta auðvitað ekkisvo miklu máli þegar horft er til sam- skipta þjóða okkar í heild.‘Varaformaður utanríkismálanefndar kínverska þingsins, Wang Yingfan , um mótmæli Falun Gong þegar forseti Kína var hér í heimsókn. ’Mér finnst þið öll hafa svolítið latanmunn.‘Óperusöngkonan Dame Kiri Te Kanawa kenndi ís- lenskum söngvurum í Söngskóla Reykjavíkur. ’Gos er ekki hættulegt ef menn eru ekkialltaf drekkandi það.‘Jón Steindór Valdimarsson hjá Samtökum iðnaðarins hefur mótmælt sérstöku sykurgjaldi. ’Ég ætla að reyna að þrauka næsta ár ogúthugsa einhverjar hagkvæmari lausnir svo ég geti gert sem mest sjálfur án þess að vera alltaf upp á aðra kominn.‘Ástþór Skúlason ,bóndi á Rauðasandi, lamaðist í bíl- slysi í fyrra. ’Mér varð ekki um sel þegar ég sá að við-komandi var skráður látinn, og ákvað að hringja í manninn, sem svaraði um hæl í símann sinn.‘Hátt í fimm hundruð manns voru skyndilega skráð látin í þjóðskrá. ’Tillaga okkar átti því að vera sú að alls-herjarnefnd afgreiddi það frumvarp frá sér.‘Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu bíður af- greiðslu í allsherjarnefnd og vildi Össur Skarphéð- insson , formaður Samfylkingarinnar, halda fund á föstudaginn. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/ÞÖK Þing kemur saman Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Margrét Frímannsdóttir gáfu sér tíma til spjalls þegar þingið kom saman í liðinni viku vegna fjöl- miðlafrumvarpa. Gunnar V. Andrésson, ljós- myndari DV, var ekki einn um að mynda fund þeirra. tagi eru flest líkamsárásarmál í grunninn og varða oft við 217. og 218. grein hegningarlag- anna. Viðbrögð lögreglunnar miðast alltaf við fyrirliggjandi upplýsingar um hversu brotið sé alvarlegt, þ.e. hvaða grein hegningarlaganna grunur leikur á að verið að sé að brjóta.“ Vitni hræðast ofbeldismennina Þegar konur koma í Kvennaathvarfið hafa aðeins 7% þeirra kært heimilisofbeldið. Drífa segir fleiri en eina ástæðu fyrir því að fleiri kæri ekki en raun beri vitni. „Erfitt er að kæra andlegt ofbeldi en margar sem til okkar leita koma einmitt vegna þess en einnig má nefna hið erfiða ferli að kæra einhvern nákom- inn. Kerfið hefur ekki sýnt konum sem verða fyrir heimilisofbeldi nægan skilning og ákvörð- un um að kæra jafnvel föður barna sinna getur verið mörgum konum um megn. Þá má einnig nefna hræðslu við hefnd þess sem ofbeldinu beitir.“ Hún er spurð að því hvort algengt sé að fólk veigri sér við að bera vitni gegn ofbeldismönn- unum í ákærum um heimilisofbeldi. „Já, vegna ótta við ofbeldismanninn getur verið erfitt að bera vitni,“ staðfestir hún. „Það er hins vegar nauðsynlegt að dómur byggist ekki einungis á vitnisburði kvennanna sem fyrir ofbeldinu verða heldur einnig einhverjum áþreifanlegum sönnunum eins og áverkavottorðum og vitn- isburði annarra. Við hvetjum konur til að fá áverkavottorð, geyma hótunarskilaboð frá of- beldismönnunum og svo framvegis ef þær kynnu að vilja kæra síðar,“ segir Drífa og Karl Steinar tekur undir að skortur á vitnum sé eitt af meginvandamálunum í heimilisofbeld- ismálum. Klein segir skort á vitnum oft notaðan sem afsökun fyrir því að ekki sé hægt að dæma of- beldismennina. „Þó aðalvitnið vanti eru morð- ingjar dæmdir í morðmálum. Hvers vegna er ekki hægt að dæma ofbeldismenn í heimilis- ofbeldismálum þó aðalvitnið vanti? Lögreglan hefur alltaf einhver sönnunargögn undir hönd- um, t.d. upptöku af neyðarsímtali frá konunni. Hlutfall sakfellinga er afar misjafn innan Bandaríkjanna, t.d. eru sakfellingar 71% í Massachusetts og aðeins 31% í Oregon. Rann- sókn á 17.000 heimilisofbeldismálum hefur leitt í ljós að hlutfallið veltur aðallega á frammistöðu lögreglu og saksóknara. Hvort þeir taka málið föstum tökum á öllum stigum ferlisins eða ekki.“ Erlendar konur einangraðri Eins og víða erlendis leita konur af erlendum uppruna hlutfallslega oftar til Kvennaathvarfs- ins en konur af íslenskum uppruna. Drífa minnir á að eitt af mjög sterkum birt- ingarmyndum ofbeldis sé einangrun og oft sé hún undanfari líkamlegs ofbeldis. Þá sé konan einangruð frá vinum og fjölskyldu og jafnvel meinað að sækja skóla eða vinnu. „Það má segja að erlendar konur, sem koma hingað til að hefja sambúð með íslenskum mönnum, séu í meiri hættu á að einangrast frá samfélaginu og séu auðveldari fórnarlömb ofbeldismanna vegna þessa. Erlendar konur eru háðari mök- um sínum en innlendar enda er dvalarleyfi þeirra oft bundið við sambúð, svo ekki sé talað um hversu félagslega og fjárhagslega háðar þær geta verið. Ef karlmenn beita ofbeldi á annað borð kann slíkt ójafnvægi í sambúðinni ekki góðri lukku að stýra. Það verður þó að taka það skýrt fram að fæst hjónabönd kvenna af erlendum uppruna og ís- lenskra manna eru ofbeldishjónabönd,“ segir Drífa. „Það má ekki setja erlendar konur í ein- hvern fórnarlambaflokk en engu að síður verð- um við að viðurkenna staðreyndir eins og fjölda erlendra kvenna sem leita til Kvennaathvarfs- ins. Það má líka geta þess að erlendar konur eru ekki með sama félagslega netið í kringum sig af vinum og fjölskyldu sem geta skotið yfir þær skjólshúsi ef í harðbakkann slær. Hlut- fallslegur fjöldi þeirra í Kvennaathvarfinu þarf því ekki endilega að merkja að þær séu eitthvað frekar beittar ofbeldi en íslenskar konur. Það er hins vegar fullt tilefni að kanna þetta nánar.“ Skortir þessar erlendu konur upplýsingar um réttindi sín, t.d. í tengslum við heimilis- ofbeldi og skilnað? „Það má alltaf bæta upplýsingaflæði til fólks almennt og þá sérstaklega til þeirra sem vita ekki hvar upplýsingar er að hafa. Það má til dæmis gera í gegnum íslenskukennsluna, Út- lendingastofnun, Alþjóðahúsið og fræðslu til túlka. Oft skortir erlent fólk upplýsingar um réttindi sín og treystir jafnvel ekki kerfinu til að greiða úr vandamálum sínum vegna reynslu frá heimalandinu. Við höfum hins vegar orðið varar við það í Kvennaathvarfinu að Íslend- ingum rennur blóðið til skyldunnar að aðstoða konur í neyð og oft koma erlendar konur til okkar fyrir tilstuðlan vinnuveitenda eða heil- brigðisstarfsfólks.“ Nálgunarbann umdeilt Í niðurlagi áðurnefndrar skýrslu dóms- málaráðherra um meðferð heimilisofbeldismála í dómskerfinu frá árinu 1997 er stungið upp á því að sett verði lög um nálgunarbann í tengslum við heimilisofbeldi og gengu lögin í gildi árið 2000. Aðeins 2–3 dæmi eru um nálg- unarbann vegna heimilisofbeldis frá því lögin tóku gildi á Íslandi og er því reynslan af þeim sáralítil. Mikill vilji er þó fyrir því hjá Kvenna- athvarfinu að lögunum verði oftar beitt, m.a. til að hægt sé að meta betur árangurinn af laga- setningunni. Klein segir deildar meiningar um nálg- unarbannið í Bandaríkjunum. „Nálgunarbann var upphaflega sett í lög í Pennsylvaníu árið 1976 af því að lögreglumenn í fylkinu neituð að handtaka menn fyrir heimilisofbeldi. Núna er leyfilegt að handataka menn vegna ofbeldis inni á heimilum. Engu að síður er enn mikið um nálgunarbönn og nánast ekkert um handtökur í sumum ríkjum. Nálgunarbann getur verið ár- angursrík aðferð gegn hættuminnstu ofbeld- ismönnunum. Fyrir hina hafa verið hannaðar sérstakar meðferðir. Menn eru dæmdir til að sækja fundi til að vinna í sínum málum einu sinni í viku í ákveðinn tíma. Alltof margir halda uppteknum hætti eftir að hafa gengið í gegnum meðferðina. Ef ofbeldismaður mætir ekki í fyrsta tímann hefur reynslan kennt okkur að honum verður að stinga beint inn í fangelsi. Við verðum að gera upp við okkur að heimilis- ofbeldi er glæpur og við honum verður að bregðast sem slíkum,“ segir Klein ákveðinn. „Ef maður rænir banka er hann ekki dæmdur til að halda sig fjarri bankanum heldur er hann dæmdur í fangelsi. Ef heimilisofbeldi er glæpur hvers vegna á þá að bregðast við með borg- aralegri aðgerð eins og nálgunarbanni – ekki raunverulegri refsingu?“ Klein segir rannsóknir hafa sýnt fram á að meiri árangur náist í flestum tilfellum með því að dæma menn til 9 mánaða fangelsisvistar heldur til jafn langs skilorðsbundins dóms eða nálgunarbanns. „Kosturinn við fangelsisvistina er að konan fær tækifæri til að ná áttum og losna undan áhrifavaldi mannsins. Stundum er því haldið fram að maðurinn sé einangraður. Því fer fjarri – maðurinn hefur góð sambönd og meðan hann getur beitir hann þeim og öllum öðrum tiltækum brögðum til að beita konuna þrýstingi,“ segir Klein og bendir á að á meðan að maðurinn sé í fangelsi noti konurnar stund- um tækifærið til að fara í felur fyrir manninum. „En slíkt er væntanlega ekki hægt á Íslandi.“ Strangar refsingar á Hawaii Í ársskýrslu samtaka um Kvennaathvarf er gagnrýnt að sérstök löggjöf skuli ekki vera til yfir heimilisofbeldi á Íslandi. Drífa segir nú- gildandi lög ekki í samræmi við fyrirliggjandi þekkingu á málefninu. „Við myndum til dæmis vilja sjá lög um að heimilt sé að fjarlægja of- beldismanninn af heimilinu í stað þess að ferja alltaf konuna og börnin í öruggt skjól. Það verð- ur að fara að einbeita sér að þeim sem ber ábyrgð á ofbeldinu en ekki alltaf aðeins að taka á afleiðingunum. Sömuleiðis að brottvísun og heimsóknarbann verði sjálfkrafa þegar lög- regla er kölluð á svæðið og nálgunarbanni verði beitt í mun meira mæli en nú er. Það er und- arleg hræðsla við að beita því úrræði og engu líkara en frelsi manns til að áreita konu sé rétt- hærra en konunnar að fá frið fyrir ofbeldis- manninum. Reyndar er löngu kominn tími til að endurskoða í heild sinni þau lög sem snúa að kynbundnu ofbeldi. Þar má nefna vændislögin, lög um heimilisofbeldi, kynferðislegt ofbeldi gegn börnum o.s.frv. Þetta hefur verið gert í nágrannalöndum okkar og skilað sér í fram- sækinni löggjöf sem beinist að gerandanum og hans ábyrgð í stað fórnarlambsins. Þetta er sú hugmyndafræði sem við verðum að tileinka okkur til að ná árangri og vinna á rót vandans,“ segir hún og játar því aðspurð að í flestum ná- grannalandanna sé í gildi sérstök heimilis- ofbeldislög. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, formaður samráðsnefndar á vegum félagsmálaráðu- neytisins um aðgerðir gegn ofbeldi gegn kon- um, segir að ekki hafi komið til tals innan nefndarinnar að sett yrði sérstök löggjöf um heimilisofbeldi á Íslandi. „Nefndin hóf störf fyr- ir um ári síðan. Hlutverk hennar er að samhæfa aðgerðir stjórnvalda á ólíkum fagsviðum sem eru til þess fallnar að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og er markmiðið að stjórnvöld fái heildarsýn yfir hvað þegar hefur verið gert á þessu sviði. Hingað til höfum við efnt til sam- ráðs við bæði opinbera aðila og frjáls fé- lagasamtök um leiðir til að vinna gegn kyn- bundnu ofbeldi gegn konum. Við höfum enn ekki sent frá okkur ákveðnar tillögur til úrbóta á sérstökum sviðum og ekki hefur verið rætt um þann möguleika að setja sérstaka löggjöf um heimilisofbeldi,“ segir Hanna Sigríður og minnir á að slík löggjöf myndi væntanlega heyra undir dómsmálaráðuneytið. Klein segir erfitt að svara því hvort árang- ursríkara sé að setja sérstakan lagabálk um heimilisofbeldi eða miða við almenna refsilög- gjöf í slíkum málum. „Kosturinn við sérstakan lagabálk um heimilisofbeldi er að auðvelt er að rekja feril ofbeldismannanna. Þú lítur á saka- skrána og áttar þig um leið á því hvers konar maður þarna er á ferðinni. Á móti kemur að við setningu slíkra laga kemur oft upp ákveðin til- hneiging til að líta svo á að annars vegar sé um „raunverulegt“ ofbeldi að ræða og hins vegar „heimilisofbeldi, þ.e. að gera ráð fyrir mildari refsingu vegna heimilisofbeldis en annars of- beldis. Slíkt er þó ekki einhlítt, t.d. eru refs- ingar fyrir heimilisofbeldi á Hawaii strangari heldur en fyrir annars konar ofbeldi á eyj- unum.“ mán samfélagsins ago@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.