Morgunblaðið - 18.07.2004, Side 21

Morgunblaðið - 18.07.2004, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 21 foreldrar hvattir til að gera sér grein fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi og ræða málin við börn sín. Hálsbönd með skilaboðum Fyrsta spurningin sem margir spyrja er hvernig þeir eigi að tala við börn um þessi mál. Til að hjálpa þeim við það og vekja athygli á mikilvægi umræðunnar hefur Blátt áfram látið útbúa sérstök hálsbönd sem seld eru á skrif- stofu UMFÍ í Fellsmúla 26 og kosta 400 krón- ur. Í þau má hengja lykla og á ólina er letrað veffang verkefnisins og símanúmerin 112 og 1717. Seinna númerið er Hjálparsími Rauða kross Íslands. Í hann geta börn sem líður illa hringt allan sólarhringinn, án endurgjalds. Í hálsböndunum hanga plasthúðuð spjöld með texta til foreldra um hvað þeir geta gert. Spjöldin geta þeir síðan geymt til minnis um að ræða málin reglulega við börnin. Hjá UMFÍ má einnig kaupa Bláa borðann sem er alþjóðlegt tákn gegn ofbeldi á börnum. Hann kostar 1000 krónur og er salan hugsuð sem fjáröflun fyrir verkefnið. Þegar barn segir frá Mörg börn segja aldrei frá kynferðislegu of- beldi sem þau hafa orðið fyrir. Önnur gera það eftir að hafa talið í sig kjark í langan tíma. Blátt áfram bendir á að rétt viðbrögð þess sem hlust- ar við slíkar aðstæður skipti miklu máli. Mik- ilvægt sé að trúa barninu og að halda ró sinni. Hlusta verði vandlega á barnið og láta það vita að rétt var að segja frá. Mörg börn álykta að of- beldið sé því sjálfu að kenna. Grundvallaratriði er að leiðrétta það. Næsta skref er að tilkynna málið til Barna- verndarnefndar þar sem barnið býr. Neyð- arlínan 112 getur einnig svarað spurningum um hvað best sé að gera. Hún er í sambandi við all- ar Barnaverndarnefndir á landinu. Krakkarnir í hverfinu Eitt af framtíðaráformum Blátt áfram er að fræða grunnskólanemendur um kynferðislegt ofbeldi. Hugmyndin er að í skólum verði sýndir stuttir leikþættir undir heitinu Krakkarnir í hverfinu. Þetta er nokkurs konar brúðuleikhús sem gefið hefur góða raun í Bandaríkjunum. Leikhúsið er meðal annars hugsað fyrir börn sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi heima fyrir en vita ekki að verið sé að brjóta á þeim. Skilaboðin eru til dæmis að sumum leynd- armálum eigi maður að segja frá, jafnvel þótt einhver sem manni þyki vænt um hafi sagt að það mætti ekki. Vonast er til að næsta vetur verði hægt að fara með leikhúsið í alla grunn- skóla í Reykjavík. Hvort það tekst ræðst af því hvort styrktaraðilar finnast. Í byrjun september er ráðgert að halda fjöl- skylduhátíð til að vekja athygli á verkefninu. Eitt af því sem verður gert er að fleyta plast- öndum niður Elliðaárnar. Endurnar verða númeraðar og þær fyrstu í mark fá verðlaun. Ágóðinn af sölunni rennur til verkefnisins. Allar nánari upplýsingar um Blátt áfram eru á heimasíðunni blattafram.is. Getum fækkað kynferðisbrotum Svava og Sigríður Björnsdætur eiga hug- myndina að verkefninu Blátt áfram. Hug- myndin kviknaði þegar tvíburasysturnar hófu að vinna í eigin málum vegna kynferðislegs of- beldis sem þær urðu fyrir í æsku. Þeim fannst umræðan ekki næg og ekki nógu mikið gert til að koma í veg fyrir að kynferðislegt ofbeldi ætti sér stað. „Okkar mál hefðu getað endað á annan veg ef við hefðum vitað meira um þetta efni. Hugs- anlega hefðum við öðlast kjark til að leita okkur hjálpar á sínum tíma,“ segja systurnar. „Við ákváðum að koma fram og segja frá okkar reynslu til þess að vekja athygli á mál- efninu. Börn sem verða fyrir kynferðislegu of- beldi taka oft á sig sökina á verknaðinum. Heyri börn okkur ræða þessi mál og fullyrða að ofbeldið sé ekki þeim að kenna, verður það hugsanlega til þess að þau þora að segja frá. Takist að vekja landsmenn alla, það er full- orðna, til vitundar um ábyrgð þeirra í málinu, getum við fækkað kynferðisbrotum gegn börn- um.“ Svava og Sigríður segja mikilvægt að menn séu vakandi fyrir einkennum og að þeir útiloki ekki að kynferðislegt ofbeldi geti átt sér stað. „Það að barn verði fyrir slíku er svo hræðilegt að margir útiloka hreinlega þann möguleika. Grátköst eru þá skýrð með öðru, til dæmis því að barnið sé ofvirkt.“ Umræðan of lítil Er þörfin fyrir verkefni á borð við þetta mik- il? „Tvímælalaust. Kynferðisbrot eru miklu al- gengari en margir gera sér grein fyrir. 17% þeirra sem svöruðu könnun Hrefnu Ólafsdóttur voru til dæmis beittir kynferðislegu ofbeldi fyr- ir 18 ára aldur,“ segir Svava. „Það sló mig hvað umræðan um þessi mál er miklu minni en í Bandaríkjunum, þar sem ég var búsett í fjórtán ár. Þau skilaboð sem börn fá stundum er að kyn- ferðislegt ofbeldi sé smámál sem skipti ekki máli. Það er alrangt. Staðreyndin er sú að flest- ir sem eru beittir slíku ofbeldi burðast með það alla ævi. Börn sem lenda í slíku hætta gjarnan að treysta öðrum, sérstaklega þegar gerandinn er einhver sem barnið taldi sig geta treyst. Þetta er háalvarlegt mál sem ætti ekki að þurfa að henda neinn. Það er mikilvægt að menn leyfi barninu að njóta vafans gruni þá að það gæti hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi – og hafi samband við rétta aðila. Hugsanlega sáu þeir einir til- tekið atvik og engan annar grunar neitt. Þeir gætu verið þeir einu sem tala fyrir barnið.“ Kynferðisbrot gegn börnum sérstök Samkvæmt lögum fyrnast brot eftir ákveð- inn fjölda ára. Til eru dómar þar sem aðili er fundinn sekur um kynferðisbrot gegn börnum en er sýknaður vegna þess að brotið er fyrnt – of mörg ár eru liðin frá verknaðinum. Blátt áfram vill sjá Alþingi gera lagabreytingu vegna þessa. „Kynferðisbrot gegn börnum eru sérstök vegna þess að þolendur leita sér oft ekki að- stoðar fyrr en mörgum árum seinna. Skömmin er hugsanlega of mikil eða þeir átta sig ekki fyrr en síðar hvað gerðist. Það hefur sýnt sig að 60% þolenda segja ekki frá ofbeldinu meðan á því stendur eða þegar því lýkur. Þótt mörg ár séu liðin mildar það hins vegar ekki alvarleika brotsins. Í vor endaði í allsherjarnefnd Alþingis frum- varp sem felur í sér að sérstaða kynferðisbrota gagnvart börnum verði viðurkennd og komið í veg fyrir að þau fyrnist. Á heimasíðunni okkar, undir liðnum „Hvað get ég gert?“, er hægt að skrifa undir áskorun til þingmanna um að styðja frumvarpið. Við vonum að það fái hljóm- grunn, enda er málið afar mikilvægt,“ segja þær systur. Merki kynferðislegs ofbeldis Eftirfarandi atriði geta verið merki um kynferðislegt ofbeldi:  Kvíði og fylgifiskar hans, s.s. magaverkur eða höfuðverkur. Breytingar á hegðun, skyndileg feimni, hræðsla, mótþrói eða grátköst.  Hræðsla við ákveðna manneskju eða hræðsla við að vera skilinn eftir á ákveðnum stað.  Óvenjulegur áhugi og vitund, miðað við aldur, um kynferðislegt athæfi eða óviðeigandi fram- koma og atlot.  Engin matarlyst eða ofát.  Martraðir, svefnleysi eða hræðsla við myrkur.  Fullkomnunarárátta.  Líkamleg einkenni eru ekki algeng en rispur, bólgur eða blóð í kringum kynfæri eru möguleg. Hafa ber í huga að stundum eru engin sjáanleg merki! Hvað get ég gert?  Hlustaðu á barnið og talaðu við það á hverjum degi. Ræddu málin blátt áfram.  Kenndu barninu að það má segja nei við hvern þann sem reynir að snerta það gegn vilja þess.  Segðu barninu að fólk sem það þekkir, treystir og elskar gæti reynt að snerta það á óviðeig- andi hátt.  Reyndu að hræða ekki barnið.  Leggðu áherslu á að flestir fullorðnir myndu aldrei gera þetta og vilja börnum aðeins það besta.  Útskýrðu að sumir fullorðnir hóti börnum til að koma í veg fyrir að þau segi frá.  Hvettu barnið til að þekkja og treysta innsæi sínu og hlustaðu jafnframt á eigið innsæi. Ef aðstæður vekja hjá þér grunsemdir, fylgdu þeim þá eftir. Hafðu samband við Barnavernd- arnefnd eða hringdu í Neyðarlínuna 112.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.