Morgunblaðið - 18.07.2004, Page 23

Morgunblaðið - 18.07.2004, Page 23
Jim Dine: Mótasmiðurinn frá 1975, kol, pastel, hvít krít og gljálakk. hansen þar sem ég var þá að vinna en mun hafa hætt við, líkast til verið gagntekinn af hinu glæsilega úrvali höggmynda á safninu. Trúlega hefur Dine komið á safnið, rekist þar á ungt fólk sem á veturna er þar jafnaðarlega að teikna eftir myndastyttum, að- allega með koli, í hinni frábæru höggmyndadeild og fengið hug- ljómun. Hvað sem öðru leið fékk hann sérstakt leyfi til athafna eftir lokunartíma og nýtti sér vel. Menn taki eftir að þetta skeði á sama tíma og víða var verið að ómerkja sígilda rissið og ýta út af borðinu í listaskólum, sums staðar til hags fyrir táknfræði, semiotik, sem krefst minni yfirlegu og þjálfunar til viðunandi árangurs, svona líkt og einþrykkið í grafíkinni. Jim Dine er drjúgur meistari þegar honum tekst best upp, eink- um eru nákvæmnisriss hans áhrifarík, en í þeim er línan afar létt og lifandi, hins vegar á hann einnig til að gera fljótriss og fyrir kemur að skuggarnir verða þá „loðnir og skítugir“, eins og það var orðað í listaskólum hér fyrrum. Hér sýnist að sjálfsögðu sitt hverj- um, en sýningin í heild sinni mjög áhrifarík, einkum vegna þess að maður var búinn að sjá svo mikið af einni hlið listamannsins á söfn- um, aðallega baðsloppum og hjört- um, en í óvenjulegri og hrifaríkri útfærslu. Athyglisvert hvað lista- maðurinn gerir mikið af afhjúpandi og sálrænum rissum af persónu sinni en sú sérstaka list hefur ekki átt upp á pallborðið lengi, nema í ljósmyndum og þá helst hug- myndafræðilegs eðlis, annars kem- ur listamaðurinn víða við í mynd- efnavali. Sjálfur segir Jim Dine meðal annars: Ég geri ekki skiss- ur. Ég geri ekki stúdíur. Teikning er teikning, málverk er málverk. Það fyrirfinnast vissulega hlutir sem ég mála ekki. Ég mála ekki portrett. Ég held ekki að ég hafi nokkurn tíma gert sjálfsmynd, en ég hef margoft rissað mig upp af mikilli nákvæmni. Það er heilmikið að stroka út, heilmikið að færa í sömu skorður aftur og vinnan get- ur tekið marga mánuði. Fyrir mér er teikning erfiði, ekki í neikvæð- um skilningi heldur sjálfri birting- armynd sinni og styrkleika. Teikn- ingin gerir mér fært að rannsaka, á stundum heppnast mér full- komlega að sjá, en þegar ég segi að sjá meina ég hið innra auga. Ekki það sem tvö augu nema held- ur minning um hlutinn þannig sem hann leit út, umfang hans og birt- ingarmynd eins og ég vil að hann líti út. Lesandinn þarf að meðtaka þennan orðaleik rétt, til að mynda er hægt að leggja tvennan skilning í hugtakið portrett, annars vegar misnákvæma kortlagningu ytra byrðis viðfangsins hins vegar hina sálrænu dýpt, útgeislan og áru þess. Þegar hann segist ekki gera sjálfsmyndir vísar hann einnig til þess að meginveigurinn hjá sér liggi í hinni innri lifun, innra auga og sjálfu sálardjúpinu. Jim Dine er mjög gott dæmi þess að stílbrögð og fræðikenn- ingar úreldast en myndefni ekki, að alltaf er mögulegt að nálgast þau frá nýjum sjónarhornum, lif- unin, ferskleikinn og krafturinn skipti öllu máli. Tilefni að vitna enn og aftur í orð Gombrichs; langi þig til að mála blóm, málaðu blóm … nnar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 23 Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is SAP fyrir sveitarfélög Kröftugri framtíð með SAP SAP kemur þínu sveitarfélagi í fremstu röð Sparar vinnu - Markvissar stjórnendaupplýsingar SAP fyrir sveitarfélög er samþætt lausn sem leysir helstu þarfir sveitarfélaga til upplýsingakerfis. Gögn flæða í rauntíma á milli lausnarhluta sem sparar vinnu og minnkar villuhættu, auk þess sem stjórnendaupplýsingar eru ávallt uppfærðar samstundis. Vex eftir þörfum SAP fyrir sveitarfélög er stöðluð lausn sem hægt er að kaupa og innleiða í einingum og getur lausnin þannig vaxið með sveitarfélaginu og þörfum markaðarins hverju sinni. SAP fyrir sveitarfélög inniheldur meðal annars: • Fjárhagslausnir • Vefviðmót fyrir starfsmenn og íbúa • Stjórnendaupplýsingar • Samhæft árangursmat - Balanced Scorecard • Verkbókhald og vörustjórnun • Launa- og mannauðslausn Hafðu samband við ráðgjafa Nýherja sem búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á sviði mannauðs- og viðskiptalausna fyrir fyrirtæki og stofnanir. Síminn er 569 7700 og netfangið er sap@nyherji.is Langhalauppskriftin er þessi: Öng- ull er silfurlituð þríkrækja nr.10. Stél er svart og gult íkornaskott og kristal flash. Broddur er silfurlitað ávalt tinsel, búkur blátt míkrótinsel, vöf silfurlituð ávöl tinsel, skegg úr dökkblárri hanafjöður, vængur úr svörtum íkorna og hliðar eru skóg- arhanafjaðrir. Hefðbundna útfærslan er þessi: Öngull er svört tvíkrækja nr 10, stél er gulur íkorni, broddur ávalt silf- urtinsel, búkur úr bláu míkrótinsel, skegg dökkblá hanafjöður, vængur svartur íkorni og hliðar er skógar- hanafjaðrir. Höfundur segir Röggu hafa reynst mjög vel í laxi og sjóbirt- ingi og að hann hnýti hana jöfnum höndum eins og hér sést auk straum- flugu- og túpuútfærslna. Svo mörg voru þau orð og nú er bara að hnýta leynivopnin og rót- fiska. Ragga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.