Morgunblaðið - 18.07.2004, Side 27

Morgunblaðið - 18.07.2004, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 27 sjúkrahúsi“. Jafnframt er leyst úr „brýnni þörf á bættu aðgengi að Landspítalanum og gert kleift að byggja upp lóð Landspítalans beggja vegna eldri Hringbrautar“. Mörgum finnst þó að lóð Landspítalans sé hreint ekki sameinuð með þess- ari framkvæmd því gamla Hringbrautin er enn á sínum stað, þótt akreinum fækki og umferð um hana minnki. Eins og sjá má á yfirlitsmynd af slaufugatnamótunum við Snorrabraut sem birtist í Morgunblaðinu í dag, laugardag, er langt því frá að lóð sjúkrahússins myndi eina heild. Lækna- garður stendur til að mynda nánast á umferð- areyju á milli Hringbrautanna tveggja. Athuga- semdum um þetta svarar Ólafur Bjarnason, forstöðumaður verkfræðistofu umhverfis- og tæknisviðs Reykjavíkur, á þann veg í blaðinu í dag, að aðgengi að spítalanum muni batna til muna – og þar hefur hann eflaust rétt fyrir sér. Svör hans hvað sameiningu lóðarinnar varða eru hins vegar ekki jafn sannfærandi en um það segir hann: „Læknagarður verður ekkert einsamall. Aðaluppbygging spítalans verður á þessu svæði. […] Ég kalla þetta ekki umferðareyju.“ Ólafur tekur jafnframt fram að vel geti hugsast að göng verði lögð undir gömlu Hringbrautina til að sam- eina svæðið, sem auðvitað er vísbending um að megintilganginum hvað sameiningu lóðarinnar varðar sé ekki fyllilega náð með þessum umfangs- miklu framkvæmdum. Slaufugatnamótin, þar sem Snorrabraut og Bú- staðavegur mætast, eru einnig umfangsmikil og nokkuð flókin, áþekk þeim sem þegar eru til stað- ar við Réttarholtsveg, og margir hafa kvartað yf- ir. En einn helsti galli nýju gatnamótanna er þó hversu illa þau leysa vanda þeirra sem aka suður Snorrabraut og ætla sér vestur í bæ. Í umhverf- ismatinu kemur fram að til að byrja með var ekki gert ráð fyrir því að hægt væri að komast af Snorrabraut í suðurátt yfir á nýju Hringbrautina til vesturs. Þar segir: Vegna nálægðar við gatna- mót núverandi Hringbrautar er mjög erfitt að tengja hægribeygjustraum frá Snorrabraut vest- ur Hringbraut inn í slaufuna eins og gert er hin- um megin við hægribeygjustraum frá Bústaða- vegi austur Miklubraut. Því var fyrst lögð fram tillaga þar sem hægribeygjustraumurinn [suður Snorrabraut og vestur í bæ] var tekinn inn á nú- verandi Hringbraut vestur að Barónsstíg og það- an niður á nýja Hringbraut. Þessi tillaga mætti mikilli andspyrnu frá LSH [Landspítala – há- skólasjúkrahúsi] vegna hættu á aukinni umferð í gegnum Landspítalalóðina. Því er endanlega út- færslan með hægribeygjustrauminn tengdan inn í slaufuna þar sem hann fléttast vinstribeygj- ustraumi að sunnan [í norðurátt] sem fer vestur Hringbraut. Umferðartæknilegir reikningar sýndu að fléttunin er möguleg þótt slaufan sé kröpp.“ Umferðarflæði er þó yfirleitt álitið þeirrar nátt- úru, rétt eins og vatn, að það leitar í auðveldasta farveginn. Sú hætta er því enn fyrir hendi að margir velji eftir sem áður að taka einfalda hægri- beygju af Snorrabraut beint inn á gömlu Hring- brautina í stað þess að fara lengri leið, bíða á ljós- um til að beygja til vinstri, þvert á umferðina sem kemur á móti, fara síðan í slaufuna undir brú og í vesturátt. Hvað þessar athugasemdir varðar er haft eftir Ólafi Bjarnasyni í blaðinu í dag, laug- ardag, að hann telji að flestir sem koma þessa leið muni „í stað þess að fara um gömlu Hringbraut- ina, velja að beygja á ljósum í slaufu og fara undir brúna og þaðan yfir á nýju Hringbrautina, þar sem það muni taka styttri tíma“, eins og það er orðað. Hvort sem hann hefur rétt fyrir sér eða ekki er ljóst að gamla Hringbrautin verður áfram á sínum stað og tæpast er hægt að hindra aðra en þá sem eiga erindi á Landspítalann í að nota hana. Áhrif á borg- arþróun í um- hverfismatinu Þar sem þessi vega- gerð er í hjarta mið- borgarinnar vekur það nokkra eftirtekt hversu lítið er fjallað um áhrif hennar á borgarsamfélagið í umhverfismatinu. Einungis er fjallað um áhrif á mannlíf í mjög almennum orðum og að því er virðist án þess að vísa í rannsóknir þar að lútandi. Hins vegar er fjallað ítarlega um áhrif framkvæmdarinnar á lífríkið, ekki síst á gróður- far og fuglalíf og jafnframt vísað í rannsóknir sér- fræðinga. Það er að sjálfsögðu gott og gilt en því má þó ekki gleyma að svæðið sem um ræðir er hluti af borgarsamfélaginu en ekki villtri náttúru landsins og mun í auknum mæli lúta manngerðum lögmálum. Það er allra góðra gjalda vert að vernda lífríki tjarnarinnar og Vatnsmýrarinnar, en spyrja má hvort ekki hefði verið rétt að skoða nánar áhrif framkvæmdarinnar á mannlífið og borgarsamfélagið – menningu þess og framtíð- arþróun. Í kafla 2.4.2. Samfélag, segir í þremur línum hvert markmið framkvæmdarinnar er hvað vöxt og þróun Landspítalans varðar, en síðan seg- ir einungis: „Slíkt mun eflaust hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild“. Kaflar undir heitunum Lýð- fræði og húsnæði, Atvinna og Atvinnuvegir eru álíka snubbóttir, og í kafla 2.4.10 Menningarmál, segir til að mynda einungis að „Framkvæmdin [muni] ekki hafa áhrif á menningarmál að öðru leyti en því að bættar samgöngur gætu hugsan- lega haft jákvæð áhrif á félagsstarfsemi hvers konar í miðbæ og vesturbæ“. Næsti kafli, 2.4.11 Fagurfræði, segir bara að: „Við verkhönnun Hringbrautar verða fengnir til ráðgjafar arkitekt- ar og landslagsarkitektar og tekið tillit til fag- urfræðilegra sjónarmiða.“ Óhjákvæmilegt er að spyrja hvort ríki og borg, sem standa saman að þessari miklu framkvæmd í miðborginni, telji þetta fullnægjandi umhverfismat hvað þessa viða- miklu og mikilvægu þætti varðar. Hefði ekki verið ráð að gera rannsókn á áhrifum hennar á þróun mannlífsins í borginni, ekki síst með tilliti til þeirrar uppbyggingar sem fyrirhuguð er í nán- ustu framtíð, svo sem vegna Tónlistarhúss við höfnina, uppbyggingar háskólasvæðisins og frek- ari uppbyggingar í Vatnsmýri? Eða kanna hvort framtíð þessa svæðis væri ef til vill betur borgið með því að hægja á umferðinni, eins og Hrund leggur til, og skapa brautinni áþekkt umhverfi og flestir þekkja úr evrópskum borgum? Vinna gegn því að Reykjavík verði fyrst og fremst bílaborg eins og það er orðað í blaðinu í dag, laugardag? Er þörfin nú nægilega brýn? Með tilliti til þess hversu helgunarsvæði framkvæmdanna er umfangsmikið, á ein- hverju viðkvæmasta svæði miðborgarinnar með tilliti til framtíðarþróunar hennar, er full ástæða til að staldra við og velta því fyrir sér hvernig standi á því að almenn umræða um málið hefur ekki verið meiri en raun ber vitni og af hverju borgarbúum hefur ekki verið gefinn kostur á að velta fyrir sér fleiri möguleikum en þeim sem þeg- ar hefur verið ráðist í. Jafnvel þótt ferlið hafi, af hálfu yfirvalda, verið auglýst með lögbundnum hætti er staðreyndin sú að fáir borgarbúar vissu um hvað málið snerist fyrr en á síðustu mánuðum. Borgin á ekki að skjóta sér á bak við þá staðreynd að farið hafi verið eftir lögbundnum leiðum og svara gagnrýni með því að of seint sé að bregðast við, eins og raunin hefur verið. Þvert á móti á hún að sjá sóma sinn í því að kynna jafn veigamikil mál og þetta þannig að sem flestir geti myndað sér skoðun áður en það er orðið of seint og svara allri gagnrýni á málefnalegan hátt. Einungis þannig þjóna borgaryfirvöld hagsmunum borgaranna. Jafnframt er það ámælisvert hversu lítinn áhuga þingmenn Reykvíkinga hafa sýnt málinu, og það þrátt fyrir að kostnaðurinn við hina nýju Hringbraut sé að mestu greiddur af ríkinu. Þann- ig sagði t.d. Ögmundur Jónasson, þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, að vel megi „gagnrýna okkur þing- menn Reykvíkinga fyrir að hafa ekki komið fyrr að þessu máli og sinna því betur“. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokks lýsir því jafnframt yfir í sömu um- fjöllun að hann hafi ýmsar efasemdir um færslu Hringbrautarinnar og það hvernig staðið hefur verið að undirbúningi framkvæmdarinnar. Fleiri og fleiri virðast því efast um að þörfin fyr- ir þessar framkvæmdir nú sé nægilega brýn, og mörgum finnst lausnin óviðunandi. Sú athuga- semd sem höfð var eftir Jórunni Ragnarsdóttur í Morgunblaðinu á fimmtudaginn, þess efnis að framkvæmdir í gatnagerðarmálum „virðist lifa sjálfstæðu lífi innan borgarkerfisins“, er umhugs- unarverð. Sú hugsun hefur óneitanlega læðst að mörgum að hér sé verið að „taka ákvarðanir, bara í þágu gatnakerfisins“, eins og hún orðar það, ekki síst með tilliti til þess að hugmyndin um færslu Hringbrautarinnar kom fyrst fram fyrir um þrjá- tíu árum og dýrasti hluti tillögunnar var þegar til staðar, þ.e.a.s. umferðarbrúin við gamla Mikla- torg. Ef málum er raunverulega þannig háttað eru bæði borgaryfirvöld og þingmenn Reykvík- inga að bregðast þeim sem þeir voru kosnir til að þjóna. Morgunblaðið/Árni Torfason Vegfarandi röltir fram hjá Ráðhúsinu í Reykjavík fyrir framan ljóð Tómasar Guðmundssonar Fleiri og fleiri virð- ast því efast um að þörfin fyrir þessar framkvæmdir nú sé nægilega brýn, og mörgum finnst lausnin óviðunandi. Sú athugasemd sem höfð var eftir Jór- unni Ragnarsdóttur í blaðinu á fimmtu- daginn, þess efnis að framkvæmdir í gatnagerðarmálum „virðist lifa sjálf- stæðu lífi innan borgarkerfisins“, er umhugsunarverð. Laugardagur 17. júlí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.