Morgunblaðið - 18.07.2004, Page 30
OA-samtökin halda fund í dag,
sunnudag, kl. 20.00 til 21.30 í Fé-
lagsmiðstöðinni Miðbergi, Gerðu-
bergi 1, Breiðholti. Á fundinum mun
OA-félagi frá Bandaríkjunum segja
frá því hvernig hún hefur náð bata
frá matarfíkn, með því að vinna eftir
kerfi OA-samtakanna. Allir sem vilja
kynna sér OA-samtökin eru vel-
komnir.
OA eru samtök fólks sem á við
sameiginlegt vandamál að stríða,
matarfíkn. OA-samtökin,
Overeaters Anonymous, eru
byggð á sama grunni og AA-samtök-
in og reynsla okkar er sú að þær að-
ferðir, sem reynst hafa svo vel gegn
áfengis- og vímuefnafíkn, reynist
jafn vel við að ná tökum á matarfíkn.
Nánari upplýsingar um samtökin
er að finna á heimasíðunni:
www.oa.is.
Samtök um
matarfíkn
funda
FRÉTTIR
30 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Jón Hólm Stefánsson,
sími 896 4761.
Ef þú þarft að selja eða kaupa
bújörð hvar á landi sem er
hafðu þá endilega samband
við okkar mann,
Jón Hólm bónda,
sem aðstoðar þig
með bros á vör.
Bújarðir
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Nóatún 30 - Laus strax
Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali.
Mjög góð 82,1 fm, 4ra herbergja íbúð á besta stað. Íbúðin skiptist í hol,
eldhús, tvær samliggjandi stofur, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Lítil
geymsla við inngang. Sérgeymsla í kjallara með góðum glugga. Sameig-
inlegt þvottahús og þurrkherbergi. Íbúðin er laus strax. Verð 12,9 millj.
Laugavegur 182 • 105 Rvk • Fax 533 481 • midborg id
Tækifæri á Austurlandi!
Höfum í einkasölu jörð í ca. 26 km fjarlægð frá Egilsstöðum nánar tiltekið í
Skriðdal. Ágætt íbúðarhús, 181,7 fm að stærð. Góð útihús eru á jörðinni. Góð-
ar veiðilendur og hreindýraarður. Heimarafstöð. Samningur við Héraðsskóga
liggur fyrir. Staðsetning jarðarinnar býður upp á mjög mikla möguleika þegar
lokið verður að leggja góðan veg frá Reyðarfirði (linuveg). Ásett verð 25 millj.
Skipti á góðri eign á höfuðborgarsvæðinu koma til greina.
Nánari upplýsingar hjá Fasteigna-og skipasölu Austurlands s. 580 7905.
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
REYNIGRUND - AKRANESI
Nýtt á skrá. Sérlega glæsilegt og vel viðhaldið einbýlishús í
grónu hverfi. Húsið er samtals 232 fm, þar af er bílskúr 38
fm. Fimm svefnherbergi, borðstofa og rúmgóð stofa með
arni. Parket öllum gólfum nema baði og þvottahúsi, þar eru
flísar. Sérlega falleg aðkoma og gróinn garður. Verð 29 millj.
Allar nánari uppl. gefur Hákon á Gimli
í síma 570 4800 eða 898 9396.
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
ÁLFTAMÝRI 50 - laus fljótlega
Vorum að fá í einkasölu góða
3ja herb. 73 fm íbúð á 4. hæð.
Tvö svefnherbergi með skáp-
um, eldhús með góðri eldri
innréttingu og borðkrók, upp-
gert flísalagt baðherbergi, t.f.
þvottavél og stofa með suður-
svölum. Íbúðin er með parketi
á gólfum. Sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla er í kjallara
ásamt hjóla – og vagnageymslu. Þetta er góð eign á frábærum
stað, þar sem er stutt í skóla og alla almenna þjónustu. Áhv.
4,8 millj. Verð 12,5 millj.
Sigríður tekur vel á móti ykkur í dag
á milli kl. 14 og 17.
Suðurlandsbraut 54
við Faxafen, 108 Reykjavík,
sími 568 2444, fax 568 2446.
Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali.
Til sölu í Kerengi nr. 29 í Grímsnesi mjög vandaður og fallegur bústaður á
0,9 ha eignarlóð. Húsið er byggt árið 1994 og er 60 fm að stærð auk 20
fm svefnlofts. Húsið skiptist í tvö svefnherbergi, stóra sólríka stofu, eld-
húskrók og baðherbergi. Verð 8,8 millj. Til afhendingar strax. (til 34041)
Stefán tekur á móti gestum á milli kl. 13:00 og 17:00
Sími 899 2362
SUMARBÚSTAÐUR
GRÍMSNESI
Þriðja bindi Stangaveiðihandbók-
arinnar eftir Eirík St. Eiríksson
kom út fyrir nokkrum dögum og
er yfirskrift þessa bindis „Frá
Hrútu til Jöklu“ sem þýðir í stuttu
máli að greint er frá öllum veiði-
ám og vötnum á svæðinu frá
Hrútafjarðará til Jökulsár á Fjöll-
um. Umfjöllun er um nærfellt 400
veiðiár- og vötn á umræddu svæði
í þessu bindi og líkt og í fyrri
bindum er auk almennra upplýs-
inga gerð grein fyrir veiðimögu-
leikum og sölustöðum veiðileyfa í
hverju einstöku tilviki.
Fyrsta bindi þessa bókaflokks
fjallaði um svæðið frá Brynjudal í
Hvalfirði til Brunasands í Vestur-
Skaftafellsýslu, annað bindið
fjallaði um Vesturland og Vest-
firði. Næsta sumar verður svo
hringnum lokað að sögn Eiríks
með umfjöllun um vötn og ár á
austanverðu landinu.
Vantað …
Að sögn Eiríks hafa viðtökur
við fyrri bindunum tveimur verið
mjög góðar og vonast hann eftir
viðlíka undirtektum nú, enda sé
Norðurlandið þekkt fyrir sínar
frægu laxveiðiár.
„Það hefur hins vegar vantað
tilfinnanlega góðar upplýsingar
um silungsveiðimöguleika á mörg-
um vatnasvæðum norðanlands og
þá á ég ekki síst við um mögu-
leikana á hinum víðfeðmu heið-
arlöndum á Arnarvatnsheiði og
svo á Auðkúluheiði þar sem mikl-
ar breytingar hafa orðið eftir að
Blanda var virkjuð. Þá er ítarlega
fjallað um veiðimöguleika á
Skaga, svo dæmi séu nefnd, en
þar er að finna mörg frábærlega
góð veiðivötn,“ segir Eiríkur og
bætir við að Stangaveiðihandbæk-
urnar eigi ekki aðeins erindi til
veiðimanna, því í bókunum sé að
finna mikinn fróðleik sem nýst
geti fólki á ferðum þess um
landið.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Eiríkur St. Eiríksson t.v., höfundur Stangveiðihandbókarinnar, afhendir
Jóhannesi Kristjánsson, bifvélavirkjameistara og nestor norðlenskra veiði-
manna, fyrsta eintak nýju bókarinnar, þriðja bindis. „Athöfnin“ fór fram í
verslun Pennans-Bókvals í göngugötunni á Akureyri á dögunum.
Frá Hrútu til Jöklu
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
BARNAVERNDARNEFND Vest-
mannaeyja hefur gert sérstaka
samþykkt í tilefni fjölmiðlaumfjöll-
unar um mál Barnaverndarstofu og
meðferðarheimilisins á Torfastöð-
um.
„Vegna umfjöllunar fjölmiðla um
mál Barnaverndarstofu og meðferð-
arheimilisins á Torfastöðum harmar
nefndin þá aðför sem gerð er að
forstjóra stofunnar og starfsmönn-
um hennar. Nefndin bendir jafn-
framt á að málið varðar viðkvæm
atriði tengd börnum sem ekki eiga
erindi í opinbera umræðu. Trúverð-
ugleiki frásagna þeirra barna er
greindu frá meintri kynferðislegri
misnotkun var þannig að málin
kröfðust frekari athugana lögreglu.
Sú niðurstaða ríkissaksóknaraemb-
ættis að ákæra ekki í málinu er á
ábyrgð þess embættis.“
Harma um-
fjöllun um
barnavernd-
armál
KARLMAÐUR frá fyrrverandi
Sovétlýðveldi kom með farþegaferj-
unni Norrænnu á miðvikudags-
morgun og óskaði eftir pólitísku
hæli hér á landi. Útlendingastofnun
ákvað að hafna beiðni mannsins og
fór hann aftur með Norrænu um
hádegið, að sögn Helga Jenssonar
sýslufulltrúa. Maðurinn var einn á
ferð.
Synjað um
pólitískt hæli
SIGRÚN Guðmundsdóttir í
Reykjavík vann vikuferð fyrir
fjóra á úrslitaleik Evrópumótsins í
knattspyrnu sem haldið var í
Portúgal fyrir skemmstu. Sigrún
bauð með sér eiginmanni sínum,
Eiríki Hjartarsyni, og börnum
þeirra, Ingibjörgu og Guðmundi
Sveini.
Á myndinni afhendir Einar Páll
Tómasson, markaðsstjóri Master-
Card, Sigrúnu og dóttur hennar,
Ingibjörgu, vinninginn í húsakynn-
um Kreditkorts hf.
Vann viku-
ferð fyrir 4 til
Portúgals