Morgunblaðið - 18.07.2004, Page 41
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 41
Útsölustaðir
Apótek og lyfjaverslanir
Töskur
Ekta leður
Wild bags fashion
Afmælisþakkir
Kæru vinir og frændfólk.
Við þökkum af alhug vinarhug í tilefni 80 ára
afmælis og einstakan hlýhug og samúð í þeirri
sorgarraun er knúði dyra hjá okkur.
Megi Guðs blessun vera með ykkur.
Halldís og Tómas Tómasson.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4
Rf6 5. 0–0 Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8.
dxe5 Be6 9. Rbd2 Rc5 10. c3 Be7 11.
Bc2 Bg4 12. He1 Dd7 13. b4 Re6 14.
Rf1 Hd8 15. Re3 Bh5 16. g4 Bg6 17.
Rf5 0–0 18. a4 Hfe8 19. axb5 axb5 20.
Bd2 d4 21. Be4 Bf8 22. Db3 dxc3 23.
Bxc3 Bxf5 24. Bxf5 g6 25. Hed1 Dc8
26. Bxe6 Hxe6 27. Rg5 He7
Staðan kom upp á meistaramóti
Skákskóla Íslands sem lauk fyrir
skömmu. Sigurvegari mótsins, Hall-
dór Brynjar Halldórsson (2.200),
hafði hvítt gegn stigahæsta keppanda
mótsins, Degi Arngrímssyni (2.230).
28. e6! fxe6 28. … Hxd1+ hefði einnig
leitt til tapað tafls eftir 29. Hxd1 fxe6
30. Bf6 He8 31. Df3. 29. Hxd8 Rxd8
30. Bf6 Bg7? 31. Bxe7 Bxa1 32.
Bxd8? Hvítur hefði auðveldlega unnið
eftir 32. Dh3! h5 33. Dd3 Kg7 34. gxh5
og hvítur mátar. 32. … Dxd8 33.
Dxe6+ Kg7 34. Df7+?! Þó að hvítur fá
yfirburðatafl eftir þetta hefði 34. h4
Dd1+ 35. Kg2 Kh6 36. Dc8 verið fljót-
legri vinningsleið. 34. … Kh6 35. Rf3
Bf6 36. h4! Bxh4 37. Df4+ g5 38. Df5
Kg7 39. De5+ Df6 40. Dxc7+ Kg6 41.
Dc2+ Kg7 42. De4 Df7 43. Kg2 h5 44.
De5+ Kg8 45. Rxh4 gxh4 46. Dg5+
Kf8 47. Dxh5 Db7+ 48. f3 Da6 49.
Dxh4 Dd6 50. Dh8+ Ke7 51. Dg7+
Ke8 52. Dc3 Kf7 53. Db3+ Kg7 54.
Dc3+ Kf7 55. De1 Kf8 56. De4 Kg8
57. De8+ Kg7 58. Dxb5 Dd2+ 59.
Kg3 De1+ 60. Kf4 Dc1+ 61. Ke4
De1+ 62. Kf5 Db1+ 63. Kg5 Dg6+ 64.
Kh4 Dh6+ 65. Dh5 Dd6 66. Dg5+
Kh8 67. Kh5 Kh7 68. f4 Dc6 69. Df5+
Kh8 70. Kg5 Dg2 71. Kg6 Dd5 72.
Df6+ og svartur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson
Hvítur á leik.
Dagana 22. til 29. júlí næstkomandistendur Íslenska vitafélagið fyrirfræðslu- og skemmtidagskrá viðnokkra af vitum landsins ásamt heima-
mönnum á hverjum stað. Markmið dagskrárinnar
er að vekja fólk til umhugsunar um þann menn-
ingararf sem fólginn er í vitum og öðrum strand-
minjum, sem ónýttar liggja við strendur landsins.
Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Íslenska vita-
félagsins, er einn skipuleggjenda Vitadaga.
Hvað verður á boðstólum á Vitadögum?
„Vitadagarnir hefjast á Seyðisfirði þann 22. júlí
með komu norskra gesta; tónlistarmanna, sagna-
manna, formanns norska vitafélagsins ásamt
tveimur bátum, sem smíðaðir voru við lok
nítjándu aldar. Bátarnir verða sjósettir á Seyð-
isfirði og þeim siglt um fjörðinn. Um kvöldið
verður dagskrá í tali og tónum við vitann á Dala-
tanga, og boðið upp á mat af grilli.
Laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. júlí tekur
Íslenska vitafélagið svo þátt í hátíðarhöldum á
Siglufirði, þar sem norsku bátarnir verða sjósett-
ir, tónlistarmennirnir leika á bryggjuballi og á
sunnudeginum verður dagskrá við Sauðanesvita.
Sama dag verður einnig hátíðarstemning við
Galtarvita í tengslum við siglingadaga á Ísafirði.
Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson mun þar
segja frá reynslu sinni af vitanum, en hann eyddi
þar hluta æsku sinnar. Þá verður ljósmyndasýn-
ing í vitavarðarbústaðnum og heilgrillað lamb á
teini.“
Af hverju er nauðsynlegt að vekja athygli á vit-
um og öðrum strandminjum?
„Menning þessarar þjóðar er að miklum hluta
tengd við ströndina, þótt Ísland hafi lengst af ver-
ið bændasamfélag. Það eimir enn eftir af þessum
bændahugsunarhætti þegar við viljum helst reka
alla erlenda ferðamenn til fjalla, líkt og ærnar, í
stað þess að bjóða þeim upp á það sem ströndin
hefur upp á að bjóða. Við eigum alveg ógrynni af
minjum og menjum við ströndina, og eru vitarnir
sýnilegastir þeirra. Auk þeirra er fjöldi skipa-
lægja, verbúða og þ.h. sem liggur undir skemmd-
um.
Hægt er að hlúa að þessum minjum og gera
þær aðgengilegar og áhugaverðar almenningi, og
viljum við vekja athygli á því.“
Hvernig er með skráningu og miðaverð?
„Öllum kostnaði verður stillt í hóf, og verður
t.d. enginn aðgangseyrir að hátíðahöldunum á
Siglufirði. Hins vegar er gott að fólk skrái sig fyr-
ir fram ef það ætlar að taka þátt á Seyðisfirði eða
Galtarvita, þar sem við verðum að vita hve mikið
á að grilla. Upplýsingar er hægt að nálgast á vef-
síðunum www.siglo.is, www.galtarviti.is og
www.isafjordur.is/siglingadagar.“
Strandminjar | Fræðslu- og skemmtidagskráin Vitadagar
Meira að sjá en fjöllin blá
Sigurbjörg Árnadótt-
ir er fædd þann 25. júní
1954 í Svarfaðardal og
er leikari frá Leiklist-
arskóla Íslands, hefur
unnið sem fréttaritari
Ríkisútvarpsins, við
dagskrárgerð fyrir börn
og unglinga hjá finnska
sjónvarpinu og hefur
starfað sem leið-
sögumaður, aðallega í
Finnlandi og Eistlandi. Sigurbjörg hefur jafn-
framt unnið við ráðgjöf í ferða- og þjónustu-
málum. Sigurbjörg stofnaði Vitafélagið fyrir
einu og hálfu ári, eftir að hafa kynnst starf-
semi svipaðra félaga á Norðurlöndum
Gæluverkefni
verkfræðinga
Í MORGUNBLAÐINU sl. þriðju-
dag var viðtal við Örn Sigurðsson
um færslu Hringbrautar og
„þrælsótta“ embættismanna gagn-
vart fyrirsvarsmönnum ráðhúss-
klíkunnar. Held að þetta sé mis-
skilningur hjá Erni og virðast
embættismennirnir sjálfir stað-
festa það í fréttinni.
Ég held, einmitt, að embætt-
ismennirnir hjá borgarverkfræð-
ingi og Gatnamálastofu stýri
Reykjavíkurborg og allri fram-
kvæmdagleðinni. Færsla Hring-
brautar er bara gæluverkefni
verkfræðinga sem vilja fyrir alla
muni sleppa við 2 mín. bið fyrir
jeppann á gatnamótum. Um leið
geta þeir orðið sér úti um millj-
arða æfingu við að færa götuna.
Eftir sitja skattgreiðendur með
reikninginn fyrir þessu nauðsynja-
lausa endurmenntunarnámskeiði.
Til viðbótar við sjónmengun,
moldarmengun og landmengun.
Allt til þess að jeppinn bíði ekki
nema mínútu við gatnamótin í stað
2–3 nú. Hitt er svo annað mál að
embættismönnum hefur tekist
ansi vel upp við að selja R-
listanum þessa hugmynd sem vill
ólmur gera hana að sinni og kallar
hana nú „of seint að hætta við“
sem kemur í stað hins gamla slag-
orðs Ingibjargar Sólrúnar „við
höfum farið vel yfir málið“.
Næst er að bíða og sjá hvernig
miðbakkinn verður eyðilagður með
ærnum tilkostnaði.
Hitt er svo annað mál að auðvit-
að á að kjósa borgarverkfræðing
og gatnamálastjóra í kosningum á
meðan meirihluti íbúa er á þeirri
skoðun að ekki eigi að leggja
sveitarfélög niður. Sjálfur sé ég
enga þörf fyrir sveitarfélög. Og vil
ekki trúa því að borgararnir sjálf-
ir séu ekki fullfærir um að gera
það sem kosnir milliliðir gera svo
illa.
Virðingarfyllst,
Einar Guðjónsson,
Grettisgötu 64.
Ættarmót Guðmundar
og Bjargar
ÆTTARMÓT niðja Guðmundar
Péturssonar og Bjargar Höskulds-
dóttur frá Streiti í Breiðdal verður
haldið helgina 23.–25. júlí næst-
komandi. Ættarmótið verður hald-
ið við félagsheimilið Brún í Bæj-
arsveit þar sem er fyrir hendi
tjaldsvæði, sundlaug og grill-
aðstaða. Stutt er í Borgarnes og
Hvanneyri. Sjáumst sem flest.
Ættarmótsnefndin.
Simbi er enn týndur
SIMBI er enn týndur en hann
hvarf frá Rauðarárstíg 27. júní.
Hann er gulbröndóttur með bláa
ól og eyrnamerktur R 3183. Þeir
sem vita hvar hann er eða vita
hvað varð um hann eru beðnir að
hafa samband í síma 868 5623 eða
562 79
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Framkvæmdir við færslu Hring-
brautar.
ÁRNI Jónsson var sæmdur franskri
heiðursorðu á dögunum en hann er
að hefja sitt tíunda ár sem forseti
Alliance Francaise á Íslandi. Alli-
ance Francaise hefur verið starf-
rækt á Íslandi síðan 1911 en sam-
tökin standa fyrir frönskukennslu
og ýmsum menningarviðburðum.
Árni vinnur störf sín í sjálfboða-
vinnu en hann segist hafa áhuga á
að koma í gang vinnu að útgáfu
bókar um starfsemi samtakanna á
Íslandi sem kæmi út á hundrað ára
afmæli þeirra. Það var sendiherra
Frakklands á Íslandi, Louis Bardol-
let, sem veitti orðuna.
Morgunblaðið/Jim Smart
Frönsk heiðursorða
fyrir félagsstörf
SUMARHÁTÍÐ Félags CP á Ís-
landi var haldin í Reykholti í Bisk-
upstungum fyrir stuttu og er þetta
þriðja árið sem hátíðin er haldin þar.
Gleðin hófst með grilli og söng og
síðan var börnunum m.a. boðið á
hestbak. Kvöldskemmtun var í Ara-
tungu þar sem Bárður og Birta
skemmtu ásamt Leikfélagi Sólheima
sem sýndi atriði úr Latabæ fyrir hátt
í 200 gesti og að lokum spiluðu Pétur
og postularnir. Á sunnudag var farið
í Dýragarðinn í Slakka.
Félag CP á Íslandi er félag fatl-
aðra, foreldra, fagfólks og áhuga-
samra um Cerebral Palsy sem hefur
verið þýtt heilalömun á íslensku. CP
er algengasta tegund hreyfihömlun-
ar barna. Heimasíða félagsins er
cp.is.
Ýmislegt var til sekmmtunar í Reykholti, m.a. farið á hestbak. Hér er
Haukur Hákon Loftsson á baki á hryssunni Hörpu.
Sumarhátíð CP félagsins
ÞRÖSTUR Sigtryggsson, fyrrum
skipherra á varðskipunum, hefur
opnað menningar- og minjasafn í
Hlíð, eða Ytrihúsum II, við Núp í
Dýrafirði þar sem hann ólst upp.
Faðir hans, séra Sigtryggur Guð-
laugsson, stofnandi og fyrsti skóla-
stjóri Núpsskóla, bjó þar ásamt eig-
inkonu sinni, Hjaltlínu
Guðjónsdóttur, frá 1930 til æviloka
og hefur flest haldist óbreytt í hús-
inu frá þeim tíma.
Kemur þetta fram á fréttavef
Bæjarins besta á Ísafirði, bb.is. Þar
segir einnig að fyrir nokkrum árum
var í bígerð að gera húsið að safni
en vegna viðgerða var því frestað.
Unnt er að kaupa sér aðgangskort
að safninu með mynd af skrúðgarð-
inum Skrúði, skólanum og fjöl-
skyldusetrinu sem allt er að finna á
Núpi.
Opnaði Menn-
ingar- og
minjasafn