Morgunblaðið - 18.07.2004, Síða 43

Morgunblaðið - 18.07.2004, Síða 43
MENNING MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 43 A partnership between Handelshøjskolecentret and CEUS www.leisuremanagement.dk Sports Management Arts and Culture Management Tourism Management Bachelor of Leisure Management A global educational experience in Denmark HandelshøjskolecenterStorstrøm Þriðjudagstónleikar 20. júlí kl. 20:30 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvík. www.lso.is - lso@lso.is B-Sharp jazz kvintettinn: Simon Jermyn, Jóel Pálsson, Ólafur Jónsson, Þorgrímur Jónsson og Erik Qvick flytja eigin jazzverk, einnig verk eftir Reid Anderson og Per „Texas“ Johansson. 27. júlí kl. 20:30 Tékkneski kammerhópurinn Musica ad Gaudium ásamt Eydísi Franzdóttur óbóleikara flytja m.a. tékkneska barrokktónlist. EINAR Már Jónsson, sagnfræð- ingur og sérfræðingur í miðöldum, kennir um víkingatímann við Sor- bonne-háskóla í París. Hann hefur kennt þar síðan á sjöunda ára- tugnum. Á hverju ári talar Einar Már um Íslendingasögur eða um miðaldir á Íslandi. Hann minnir líka á Eirík rauða í sögu Grænlands. „Ég hef verið á Grænlandi nokkrum sinn- um, en ég kann því miður ekki að tala grænlensku,“ segir Einar Már. Damien Degeorges, franskur stúdent við Sorbonne, sem skipu- lagt hefur sýningu um Grænland í skólanum, segir að nemendur við skandinavísku deildina séu mjög hrifnir af Einari og kitlandi ís- lenskum hreim hans. „Vinsældir hans minnka þó eftir prófið sem er ekki einfalt,“ segir Degeorges á ágætri íslensku. Einar Már Jónsson, kennari við Sorbonne-háskóla í París. Víkingur við Sorbonne Það sætir tíðindum þegarópera er frumflutt á Íslandi.Þegar við bætist að viðfangs- efnið er rammíslenskt, sperrast eyr- un ósjálfrátt, og nafnið: Fóstur- landsins Freyja. Tilfellið er nú samt að hér er ekki um íslenska óperu að ræða, heldur franska, samda á ár- unum 1908–1910 af franska tón- skáldinu Joseph-Guy Ropartz. Óperan var frumflutt í Borgarleik- húsinu í Nancy 1912 og ári seinna í Opéra Comique í París við mjög góðar undirtektir, enda höfund- urinn þekktur í tónlistarlífi Frakka. Sjálfsagt hafa margir samverk- andi þættir orðið til þess að óperan féll í einhvers konar gleymsku; fyrri heimsstyrjöldin var að hefjast og ef til vill hafa nýir straumar í tón- list kannski eitthvað haft með það að gera. En fyrir okkur Íslendinga hlýtur þetta verk að vera athyglisvert; þar sem sögusviðið er Ísland. Franskur sjómaður kemst af í skipsstrandi og er bjargað af bóndanum á næsta bæ. Dóttir bóndans og sjómaðurinn verða ástfangin og úr því spinnst mögnuð dramatík. Sagan er sann- söguleg, byggð á sjóslysi sem varð við Vestra-Horn í Hornafirði 1873, en hana samdi rithöfundurinn Le Goffic. Söguna mátti lesa í Lesbók í gær, í þýðingu Elínar Pálmadóttur blaðamanns, sem er afar fróð um hagi og sögu franskra skútusjó- manna hér við land, og hefur ritað fjölmargt um það efni. Tónskáldið, Joseph-Guy Ropartz, las smásöguna og bað Le Goffic um að semja óperutexta úr efninu. Tón- listin er gegnsamin í anda síðróm- antíska tímabilsins og minnir um sumt á Puccini, Strauss og jafnvel Wagner. Hún er að sögn þeirra sem heyrt hafa, safarík, fögur og drama- tísk.    Svo virðist sem Íslendingum hafiekki verið kunnugt um þessa tónsmíð, enda tónskáldið að mestu fallið í gleymsku, þrátt fyrir tals- verðar vinsældir í sínum samtíma. Þá gerðist það að Leifur Árnason, flugstjóri og tónlistarunnandi, rakst á geisladisk með óperunni í stórri plötubúð í Boston og færði Jónasi Ingimundarsyni hann við heimkom- una. Nú hefur Albert Eiríksson, for- stöðumaður safnsins Fransmenn á Íslandi á Fáskrúðsfirði, lagt drög að frumflutningi verksins á Íslandi, og umgjörðin er viðeigandi; frumflutn- ingurinn verður í tónleikaformi á árlegum Frönskum dögum á Fá- skrúðsfirði 23. júlí, þegar tengsl- anna við frönsku skútusjómennina er minnst, og á Höfn í Hornafirði daginn eftir. Flytjendur verða söngvararnir Sigrún Hjálmtýsdótt- ir, Bergþór Pálsson, Gunnar Guð- björnsson og Helga Bryndís Magn- úsdóttir píanóleikari. Það hlýtur að teljast merk- isviðburður að óperan Fósturlands- ins Freyja skuli nú flutt á Íslandi í fyrsta sinn. „Fundur“ Leifs Árna- sonar í plötubúðinni í Boston hlýtur að kveikja spurningar um hvort fleiri erlend listaverk, svo nátengd sögu Íslands, kunni að finnast víðar. Vafalaust er það. Ferðasögur er- lendra rithöfunda frá Íslandi á öld- um áður eru nokkrar til, og sumar þeirra gefa afar forvitnilega og skemmtilega sýn á land og þjóð séð með gests auga þeirra tíma. En ópera er stærri í sniðum, og talsvert meira áræði og fyrirhöfn þarf til að koma slíku verki á fram- færi við þjóðina en einni bók. Það vill til að sönghlutverk í Fóstur- landsins Freyju eru aðeins þrjú, og hljómsveitarparturinn verður leik- inn á píanó. Þetta er einfölduð út- gáfa verksins, sem dugar þó von- andi til að gefa okkur innsýn í athyglisvert verk sem snertir sögu okkar og veruleika. Framtak Al- berts Eiríkssonar, forstöðumanns franska safnsins fyrir austan, að ráðast í það að koma verkinu upp fyrir Íslendinga, ber því að lofa. En hvers vegna kýs Frakki, uppi um aldamótin 1900, að semja óperu um sinn samtíma? Og hvers vegna heyrum við aldrei íslenskar óperur um okkar samtíma. Fyrri spurning- unni er auðsvarað; tíðarandi og hefð réðu því að óperutónskáld á meg- inlandi Evrópu sáu enga ástæðu til að gera það ekki. Sú tíð var liðin að ópera þyrfti endilega að hverfast um goðasagnir og löngu fyrnd æv- intýri. Samtíminn var líka spenn- andi og viðfangsefnin úr honum næg. En hvaða óperur byggðar á ís- lenskum samtíma höfum við séð? Þær eru teljandi á fingrum ann- arrar handar þótt íslenskar óperur slagi nú upp í fjórða tuginn.    Það hlýtur að hafa verið nokkurdirfska hjá Joseph-Guy Rop- artz að semja óperu byggða á lífi sem tiltölulega fáir Frakkar þekktu af eigin raun. En sagan var engu að síður áhugaverð. Óperan var þrátt fyrir allt sett upp í héraði, og í kjöl- farið við stórt óperuhús í höf- uðborginni, París. Erfitt er að geta sér til um hver framtíð verksins hefði getað orðið, hefði það verið búið að skjóta traustari rótum og fara víðar fyrir stríðið. Óperuhúsum um allan heim er oft legið á hálsi fyrir að taka ekki sam- tímaverk til sýninga. Rök óperuhús- anna eru oft þau að slíkt kosti of mikla áhættu; mun meiri en þá sem fylgir því að taka til sýninga verk sem fólk þekkir þegar. Getur verið að eitthvert samband sé á milli þess- arar tilhneigingar óperuhúsanna, og þeirrar tilhneigingar tónskálda í dag að byggja ný verk sín frekar á sögum úr fortíðinni, sögum sem fólk þekkir? Eða eru sögur fortíðarinnar einfaldlega svona miklu meira heillandi en sögurnar í samtím- anum? Getur verið að tónskáld sam- tímans séu með þessu að einhverju leyti, meðvitað eða ómeðvitað, að koma til móts við kröfu óperuhús- anna um „kunnugleika“ þeirra verka sem sett eru upp?    Það reyndar ekkert skrýtið eðasérkennilegt við það að íslensk tónskáld vilji sækja í þann sagna- brunn sem við eigum í þjóðsögum, fornsögum og norrænni goðafræði, og hreint ekki við neinn að sakast þótt samtímasögum hafi ekki verið sinnt sem skyldi. Það sama á við um tónskáld annarra þjóða, sem líka sýna sínum sagnaarfi áhuga. Það verður þó ekki horft fram hjá því, að þegar litið er til óperusög- unnar hafa óperur byggðar á sam- tímasögum notið ómældra vinsælda, ekkert síður en óperur byggðar á eldri efnivið. Þó er enn verið að semja óperur um Orfeus í undir- heimum, sem eru orðnar þó nokkuð margar; en bara ein til um Nixon í Kína, frumsýnd 1987, og – að lík- indum bara ein um Fransmann á Ís- landi, frumsýnd 1912. Ég held að báðar þær síðarnefndu hvor um sig hljóti að hafa höfðað sterkar til síns samtíma en Orfeus til þeirra sam- tíma, þótt saga hans sé vitaskuld klassísk, og verðskuldi líklega að sjást á sviði af og til. En það er eitt- hvað skrýtið við þá tilhugsun að eft- ir því sem öldunum vindur fram, verði öll klassík bara sú klassík sem við þekkjum í dag, og að ekkert bætist við. Góðar sögur á öllum tím- um hljóta að hafa sömu burði til þess að verða klassík og – segjum til dæmis, Orfeus, Sigurður Fáfn- isbani, Baldur og Galdra-Loftur.    Enn eru ónefndar framtíð-arsögur á óperusviðinu. Þær eru kannski ekki margar til, en hver segir að vísindaskáldsaga um fram- tíðina geti ekki orðið efni í afbragðs óperu? Það gæti jafnvel einmitt ver- ið kjörinn grunnur að spennandi til- raunasamstarfi ýmissa listgreina í óperunni. Það er einhver kreppa í samræð- unni milli tónskálda, óperuhúsa og óperuunnenda. Það er ekki við neinn að sakast, en stundum finnst manni eins og ótti, jafnvel tor- tryggni, ríki í þessum þríhyrningi, sem ætti í raun að vera ástin upp- máluð, eins og reyndin hefur oft verið í óperusögunni. Ég hef ekki trú á öðru en að óp- erufólk fari að sjá óperur sem höfða til þess samtíma og reynsluheims. Óperuhúsin þurfa að treysta því að það gerist. Óperutónskáldin þurfa á móti að sýna meiri dirfsku og kjark til að takast á við samtíma sinn, eins og Joseph-Guy Ropartz gerði er hann samdi óperu um landa sína á Íslandsskútunum Orfeus, Nixon og Fransmaðurinn ’Góðar sögur á öllumtímum hljóta að hafa sömu burði til þess að verða klassík og – segj- um til dæmis, Orfeus, Sigurður Fáfnisbani, Baldur og Galdra- Loftur.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is Óperan Le Pays, eða Fósturlandsins Freyja, eftir Joseph-Guy Ropartz verður flutt í tónleikaformi á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði síðar í mánuðinum. Söngvarar eru Bergþór Pálsson, Gunnar Guðbjörnsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Helga Bryndís Magnúsdóttir leikur með á píanó. Hugrenningar og önnur per- sónuleg afrek (ást og dauði) er eftir norska skáldið Torgeir Schjerven. Þýðandi er Hallberg Hallmundsson. Bókin er í flokki þýddra ljóða hjá Brú/bóka- forlagi. Hallberg hefur þýtt öll kverin í þessum flokki sem hóf göngu sína árið 1997. Torgeir Schjerven hefur ekki áður verið kynntur hér á landi, en hann var fyrir rétt áratug til- nefndur til norrænu bókmennta- verðlaunanna. Eiginkona hans, Inger Elisabeth Hansen, var til- nefnd til hinna sömu verðlauna nú í ár. Torgeir er lærður mynd- listarmaður og hefur einnig kom- ið fram sem leikari í kvikmynd- um. Hugrenningar er 32 bls. Verð: 590 kr. Nýjar bækur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.