Morgunblaðið - 18.07.2004, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 18.07.2004, Qupperneq 44
MENNING 44 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju 18. júlí kl. 20.00: Douglas A. Brotchie leikur verk m.a. eftir Bach, Messiaen, Hafliða Hallgrímsson og Leighton. Sun . 18 .07 20 .00 UPPSELT F im . 22 .07 20 .00 Fös . 23 .07 20 .00 Fös . 06 .08 20 .00 ATHUGIÐ ! SÝNINGIN ER EKKI FYRIR V IÐKVÆMA ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Sígild tónlist í sögulegu umhverfi 23.-25. júlí 2004 Opnunartónleikar föstudaginn 23. júlí kl. 20.00 Flutt verður tónlist eftir W.A. Mozart. Miðdegistónleikar laugardaginn 24. júlí kl. 15.00 Elín Ósk Óskarsdóttir sópran og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytja norræn lög og þekktar óperuaríur. Kvöldtónleikar laugardaginn 24. júlí kl. 20.00 Trio Polskie flytur verk eftir Haydn, Beethoven og Schubert. Lokatónleikar sunnudaginn 25. júlí kl. 16.00 Flutt verða m.a. verk eftir Grieg, Beethoven og Schumann. Fyrirlestur: Bjarki Sveinbjörnsson heldur erindi í Snorrastofu laugardaginn 24. júlí kl. 17.30 sem nefnist „Har Island historie I musik?“ Flytjendur: Arkadiusz Dobrowolski, Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir, Sebastian Gugala, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Tomasz Bartoszek og Þórunn Ósk Marinósdóttir. Tónleikarnir verða haldnir í Reykholtskirkju. Miðapantanir í símum 891 7677 og 552 3208. Miðasala við innganginn. Tölvupóstur: samhljomur@simnet.is Heimasíða: www.vortex.is/festival og www.reykholt.is MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI Yfir 10.000 miðar seldir ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Þúsundir áhorfenda um allt land eru á sama máli: „FAME er frábær skemmtun“ fim. 22. júli kl. 19.30 fá sæti fös. 23. júli kl. 19.30 fá sæti fös. 6. ágúst kl. 19.30 laus sæti lau. 7. ágúst kl. 19.30 laus sæti MÁLVERK sem selt var á uppboði hjá uppboðsfyrirtækinu Sotheby’s í New York fyrir rúmum þremur ár- um á 75 þúsund pund, jafnvirði tæplega tíu milljóna íslenskra króna, gæti í raun reynst milljóna punda virði. Listfræðingar sem skoðað hafa verkið að undanförnu vilja nefnilega eigna það ítalska listmálaranum Caravaggio, en hann var byltingarmaður í evr- ópskri myndlist og upphafsmaður dramatísks raunsæis á barokktím- anum sem hafði sterk áhrif á lista- menn á borð við Velázquez og Rem- brandt. Á fréttavef BBC kemur fram að listaverkasalinn Clovis Whitfield, sem er sérfræðingur í ítalskri 17. aldar list, hafi komist að þeirri nið- urstöðu að verkið, sem nefnist Apolló lútuleikari, væri í raun eftir Caravaggio eftir að hann hann skoðaði það fyrir hönd við- skiptavinar. Þegar verkið var selt hjá Sotheby’s í ársbyrjun 2001 var það í uppboðsskránni eignað 17. aldar listamanninum Carlo Magn- one og standa menn þar á bæ ennþá á því fastar en fótunum að mál- verkið sé ekki eftir Caravaggio. Að sögn ónafngreinds starfsmanns uppboðsfyrirtækisins ráðfærðu þeir sig við hóp mikils metinna fræðimanna fyrir söluna á sínum tíma og tekur hann fram að afstaða þeirra hafi ekki breyst í ljósi nýrra upplýsinga. Í samtali við fréttadeild BBC sagði Whitfield að áhugi hans á myndinni hefði kviknað þegar hann sá uppboðsskrá Sotheby’s á sínum tíma. Fyrst var talið að hér væri um að ræða eftirlíkingu á Caravaggio- verki sem til sýnis er í Metropolit- an-listasafninu í New York og samskonar útgáfu verksins sem sjá má í Vetrarhöllinni í Pétursborg. En að sögn Whitfield samsvöruðu lýsingar 17. aldar ævisöguritarans Giovanni Baglione á Caravaggio- verki að nokkru útliti verksins sem hér um ræðir, þ.e. Apolló lútuleik- ara. Að sögn Whitfield var verkið hreinsað og skoðað með röntgen- tækninni, en við það uppgötvaðist ýmislegt sem gaf ótvírætt til kynna að hér væri um frumgerð að ræða í stað eftirlíkingar. „Ýmsar lagfær- ingar höfðu verið gerðar, þar á meðal teiknaðar útlínur á hendi drengsins, auk þess sem finna mátti skurði í myndfletinum sem eru ein- mitt einkennandi fyrir málverk Caravaggios. Slíkt hefði ekki verið að finna í verkinu ef hér væri um eftirlíkingu að ræða.“ Whitfield segist sökum þessa sannfærður um að málverkið sé frummynd eftir Caravaggio og að verkið í Vetr- arhöllinni sé síðari tíma útfærsla listamannsins á sama myndefni. Margir virtir listfræðingar hafa staðfest uppgötvun Whitfields, þeirra á meðal Denis Mahon, sem er talinn einn fremsti sérfræðingur í ítalskri 16. og 17. aldar list. Áður en verkið var hreinsað hafði Mahon raunar haldið því fram að það gæti ekki verið eftir Caravaggio, en þeg- ar búið var að hreinsa það skipti hann um skoðun og styður nú álit Whitfields. Í frétt BBC kemur fram að for- svarsmenn Sotheby’s hafa enga trú á uppgötvun Whitfields og er haft eftir talsmanni fyrirtækisins að „engar nýjar upplýsingar hafi kom- ið fram sem breyta myndu upp- haflegri skráningu fyrirtækisins. Við berum fullt traust til þeirra fræðimanna sem rannsökuðu verk- ið fyrir okkur á sínum tíma og eign- uðu það Magnone. Og ef við værum að fara að selja verkið í dag dytti okkur ekki í hug að eigna Cara- vaggio það.“ Myndlist | Seldi Sotheby’s málverk eftir Caravaggio án þess að gera sér grein fyrir því? Verkið umdeilda sem mögulega er eftir Caravaggio. Verkið gæti reynst milljóna punda virði ALLT útlit er fyrir að söng- leikjaútgáfa af kvikmynd Susanne Bier Den eneste ene (Sá eini sanni) muni slá í gegn líkt og myndin sjálf gerði á sínum tíma. Kvikmynd Bier, sem frumsýnd var í Danmörku fyrir fimm árum, féll vel í kramið hjá dönskum áhorf- endum og sló öll aðsóknarmet en um 850 þúsund manns sáu mynd- ina í dönskum kvikmyndahúsum. Hún hlaut einnig náð fyrir augum dómnefndarmanna hinna virtu Bodil-verðlauna og var m.a. kjörin mynd ársins í Danmörku 1999. Um þessar mundir er verið að undirbúa söngleikjaútgáfu af myndinni og þegar hafa verið seld- ir 25 þúsund miðar í forsölu þó ekki verði söngleikurinn frum- sýndur fyrr en eftir rúma níu mán- uði, þ.e. 18. mars 2005. Upp- færslan verður sýnd í Forum í Kaupmannahöfn og tekur salurinn um þrjú þúsund manns í sæti, en áhorfendur munu sitja allt um- hverfis leiksviðið. Þegar er búið að skipa í öll hlut- verkin og munu þekktir danskir leikarar og söngvarar fara með hlutverkin. Má þar nefna Niels Ol- sen sem fer með hlutverk Nillers en hann lék sama hlutverk í mynd- inni, Theresa Glahn, sem flestir ættu að muna eftir sem Søs í þátt- unum um Nikolaj og Julie, og Lars Bom, er fór með aðalhlutverkið í þáttaröðinni Strisser på Samsø auk þess að leika Johnny í saka- málasyrpunni Rejseholdet. Að sögn aðstandenda uppsetn- ingarinnar munu sérstakir leyni- gestir taka lagið á hverri sýningu og er þá um þekkta danska tónlist- armenn að ræða. Gert er ráð fyrir að öll lögin úr myndinni fái að hljóma í söngleiknum en að auki verður tíu nýjum frumsömdum lögum bætt við. Kvikmynda- tónlistin, varð líkt og myndin sjálf, afar vinsæl á sínum tíma og hafa nú selst meira en 130 þúsund eintök af diskinum með tónlistinni. Í samtali við Berlingske Tidende sagðist Bier frá upphafi hafa dreymt um að myndin yrði síðar gerð að söngleik. „Þessi einfalda yndislega saga, persónurnar og tón- listin smellpassa inn í söngleikjastíl- inn. Meðan við vorum að taka myndina hugsað ég oft með mér að í raun værum við alls ekki að búa til kvikmynd heldur söngleik,“ segir Bier sem er listrænn stjórnandi verkefnisins en leikstjórnin er í höndum Peters Langdal sem þekkt- ur er fyrir leikstjórnarvinnu sína hjá Betty Nansen leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Leikhús | Danir bíða spenntir eftir söngleiknum Den eneste ene Leikendurnir sem komu fram í myndinni, Niels Olsen er þriðji frá vinstri. Sá eini sanni breytist í söngleik á fjölunum www.denenesteene.dk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.