Morgunblaðið - 18.07.2004, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 2004 47
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 10.
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. ísl tal
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. enskt tal
STÆRSTA
MYND ÁRSINS Í
BANDARÍKJUNUM.
STÆRSTA TEIKNIMYND ALLRA
TÍMA.
STÆRSTA GRÍNMYND
ALLRA TÍMA.
Sýnd með íslensku
og ensku tali.
Kvikmyndir.is
26 þúsund gestir á 9 dögum
SV MBL
"Afþreyingarmyndir gerast ekki
betri."“
ÓÖH
„Tvímælalaust besta
sumarmyndin...“
„Geðveik mynd.
Alveg tótallí brilljant“
.ÞÞ.FBL.
„ eðveik ynd.
lveg tóta lí bri ljant“
. .F L.
Allt er vænt
sem vel er grænt.
KD. Fréttablaðið.
www .regnboginn.is
Sýnd kl. 3, 5.40 og 8. Sýnd kl. 3 og 8.
ÓHT Rás 2
Hverfisgötu 551 9000 Nýr og betri
Sýnd kl. 10.20. B.i. 16.
SV Mbl
Sýnd kl. 5.40 og 10.30.
SV Mbl
ÓÖH
„Tvímælalaust besta
sumarmyndin...“
SV MBL
"Afþreyingarmyndir gerast ekki
betri."“
„Geðveik mynd.
Alveg tótallí brilljant“
.ÞÞ.FBL.
26 þúsund gestir á 9 dögum
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 10.30. B.i. 12 ára.
ÞÓRIR tónlistarmaður er skráður
Þórir Georg Jónsson í þjóðskrá.
Hann er aðeins 19 ára, en þrátt fyrir
þennan unga aldur er fyrsta platan á
leiðinni. Hún ber vinnuheitið I Be-
lieve in This og kemur út í sept-
ember ef allt fer að óskum. „Ég hef
verið í hljómsveitum frá því ég man
eftir mér. Svo fór ég að dunda mér
við að gera lög upp á eigin spýtur,
setti nokkur á disk og fór niður í 12
tóna og seldi diskinn á tvö hundruð
kall. 12 tónamönnum líkaði það sem
ég var að gera og spurðu mig hvort
ég vildi ekki gera plötu fyrir þá,“
segir Þórir.
Tónlist Þóris má e.t.v. lýsa sem
þjóðlagaskotnu poppi. Útsetningar
eru ekki yfirþyrmandi, oftast er
hann einn með kassagítarinn. Þórir
segir að vel gangi að semja. „Það
áttu til dæmis upphaflega að vera
níu lög á plötunni, en þegar upp-
tökur frestuðust um nokkrar vikur
bættust við þrjú, þannig að þau eru
tólf alls.“
Þórir er í hljómsveitunum Fight-
ing Shit og Hryðjuverkum, sem spila
svokallaða harðkjarnatónlist, ansi
ólíka lágstemmdri músík hans sjálfs.
Hvorum megin er hjartað? „Báðum
megin. Manni líður ekki alltaf eins.“
Ertu ekki svolítið eins og dr. Jek-
yll og hr. Hyde?
„Ég veit það ekki. Báðar hljóm-
sveitir eru mjög melódískar. Þetta
er bara spurning hversu vanur mað-
ur er að greina melódíuna í hávað-
anum. Flest góð tónlist hefur mel-
ódíu, það eru gömul sannindi og ný.“
Eitt laganna á væntanlegri plötu
er hið vinsæla „Hey Ya!“, sem Out-
kast gerði allt vitlaust með fyrir
skömmu. Útgáfa Þóris er að vonum
rólegri en frumútgáfan. „Textinn í
laginu á miklu betur við þessa út-
gáfu. Reyndar er kassagítarinn
áberandi í upprunalegu útgáfunni og
sennilega hefur lagið hljómað svipað
þessu þegar það var samið.“
Spurður um áhrifavalda segist
Þórir hlusta á alla tónlist, frá sígildri
tónlist til dauðarokks. „En í þessum
geira eru það kannski helst þessir
frægustu, eins og Elliott Smith og
Nick Drake.“ Þórir er búinn að vera
að spila á ýmsum stöðum að und-
anförnu og á morgun, laugardag, er
hann að spila á útimarkaðinum á
Sirkus.
Þórir sendir frá sér þjóðlagapopp og er í harðkjarnasveitum
Morgunblaðið/Árni Torfason
Plata Þóris kemur út í september.
Í tveimur heimum
Þórir spilar á útimarkaðinum á
Sirkus á morgun.
ivarpall@mbl.is
ÞRÁTT fyrir merka lýðræðishefð
er bandarískt samfélag ótrúlega
aftarlega á merinni þegar kemur
að jafnréttismálum. Hlutir eins og
foreldraorlof og leikskólakerfi
þekkjast varla og því hafa konur
færri valkosti en kynsystur þeirra
víða í Evrópu þegar kemur að því
að samræma starfsframa og
barnauppeldi.
Hugarfarið gagnvart hlut-
verkum kynjanna er fyrir vikið í
öðrum gír en t.d. á Norðurlöndum,
og hvergi sést þetta betur en í
hugmyndaheimum vinsæld-
arkvikmynda á borð við þá sem
hér er til umræðu. Uppeldi Hel-
enu er nefnilega ein af þessum
myndum sem vekja fyrst og
fremst eina spurningu í huga
mannns, þ.e: Hvers vegna í ósköp-
unum er enn verið að gera svona
myndir á 21. öldinni? Það renna
síðan á mann tvær grímur þegar
maður áttar sig á því að það er
einmitt ástæða fyrir því að verið
er að búa til svona myndir á 21.
öldinni. Og svo á þetta að vera
gamanmynd!
Í myndinni segir af ungpíunni
Helenu (Kate Hudson) sem lifir
áhyggjulausu lífi, er á „frama-
braut“ í tískuiðnaðinum og hefur
efni á því að kaupa sér flott föt og
djamma á dýrum stöðum. Systir
hennar Jenny (Joan Cusack) er
hin fullkomna andstæða, enda
komin í hóp þeirra fyrirbæra sem
bera alveg sérstök útlitseinkenni í
bandarískum kvikmyndum, aug-
lýsingum og sjónvarpsþáttum og
reyndar meðal þeirra alltof mörgu
kvenna sem fylgja þessum fyr-
irmælum í veruleikanum. Þetta
fyrirbæri er „mamman“ (eða „the
mom“, eins og Kristján Ólafsson
kynni að benda á) og sú vera má
ekki gera margt af því sem Hel-
ena má ennþá. Hún verður að
vera jarðbundin, lifa fyrir börn og
heimili og klæðast hryllilega púka-
legum fötum, svo ekki sé minnst á
klippinguna. Fyrir vikið fær hún
reyndar inngöngu í sérstakt leyni-
félag kvenna í sömu aðstöðu.
Skiljanlega þykir Helenu það ekki
mjög aðlaðandi tilhugsun að
breytast í slíka veru, en virðist
ekki hafa val um annað þegar
henni er treyst fyrir uppeldi
þriggja barna elstu systur sinnar.
Helena þarf að hætta í vinnunni,
og taka saman við ungan prest til
þess að dæmið gangi upp, og áður
en yfir lýkur finnur hún „mömmu-
na“ innra með sér og samþykkir
þann veruleika sem við henni blas-
ir. Það hefði e.t.v. mátt búa til
gamanmynd um þetta efni á ein-
hvern áhugaverðari hátt, en í
Uppeldi Helenu takast klisjurnar
hreinlega á loft og magnast upp í
hið illþolanlega. Ég segi því bara
eins og Megas á dögunum: Afsak-
ið meðan ég æli …
Móðir eða skækja?
KVIKMYNDIR
Sambíóin Kringlunni, Álfabakka
og Akureyri
Leikstjórn: Gary Marshall. Aðalhlutverk:
Kate Hudson, John Corbett, Joan Cus-
ack. Bandaríkin, 119 mín.
RAISING HELEN / UPPELDI HELENU
Heiða Jóhannsdóttir
„Í Uppeldi Helenu takast klisjurnar
hreinlega á loft og magnast upp í
hið illþolanlega,“ segir meðal ann-
ars í dómnum um myndina.
OPIN KERFI og Sambíóin stóðu
fyrir Hewlett-Packard litasam-
keppni á vefsíðunni www.prent-
arar.is á dögunum. Þar gátu þátttak-
endur litað þekktar sögupersónur úr
kvikmyndinni Skrekk 2 myndinni, til
dæmis Skrekk sjáfan, Fíónu prins-
essu og Asnann. Þátttakan var að
sögn aðstandenda mjög góð.
Fyrstu verðlaun fékk Margrét Ei-
ríksdóttir og fékk hún að launum
HP Photosmart 735 stafræna
myndavél. Önnur verðlaun fékk
Gunnhildur Einarsdóttir og var hún
leyst út með HP Photosmart 7260
ljósmyndaprentara. Aukaverðlaun
voru jafnframt veitt fleiri þátttak-
endum, svo sem bíómiðar á mynd-
ina, bolir og hin sígildu Skrekks-
eyru sem vinningshafarnir skarta
hér að ofan.
Lituðu Skrekk
til sigurs
Morgunblaðið/Árni Torfason
Halldóra Matthíasdóttir, markaðsstjóri hjá Opnum kerfum, vinningshaf-
arnir Margrét Eiríksdóttir og Gunnhildur Einarsdóttir og Christof Weh-
meier, kynningarstjóri Sambíóanna, við afhendingu verðlaunanna.
Verðlaun | Litasamkeppni Skrekks 2