Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 . TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Saumað á vinina Halldór Óskarsson dubbar vini sína upp í tískuföt | Daglegt líf ÓLAFUR Ragnar Grímsson var settur í embætti forseta Íslands þriðja sinni á sunnudag. Forsetinn veifar hér almenningi á Austurvelli af svölum Alþingishússins ásamt Dorrit Moussaieff forsetafrú, sem skrýddist skautbúningi í tilefni dagsins. Í ræðu sinni við innsetninguna sagði Ólafur Ragnar m.a. að for- setaembættið hefði breyst í tímans rás og svo yrði áfram. „Mikilvægt er þó að varðveita rætur þess í vitund þjóðarinnar og sess þess í stjórn- skipun landsins um leið og tekist er á við umbreytingarnar sem ein- kenna framrás heimsins og framtíð Íslendinga,“ sagði forseti. /Miðopna Morgunblaðið/Jim Smart Þriðja kjörtímabilið hafið RÚMLEGA eitt hundrað fíkniefnamál komu upp á landinu um verslunar- mannahelgina. Langflest málanna komu upp á Ak- ureyri og í Vestmanna- eyjum eða um 90, um það bil jafnmörg á hvorum stað. Þetta er talsvert meira en verið hefur síð- ustu ár og helgast að sögn lögreglu bæði af því að meira af efnum sé í um- ferð og af öflugra eftirliti. Í Vestmannaeyjum var lagt hald á ríflega 100 grömm af amfetamíni, 12 e-töflur og nokkuð af hassi. Jóhannes Ólafsson, yf- irlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segir að strax á fimmtudag hafi lög- reglan orðið vör við að nokkuð væri um fíkniefni í umferð og var eftirlit því enn hert. Fíkniefnalögreglumenn frá höfuðborgarsvæðinu og ríkislög- reglustjóra voru fengnir til aðstoðar auk tollvarðar og fíkniefnaleitar- hunds frá Keflavíkurflugvelli og segir Jóhannes að mikið hafi munað um þennan liðsauka. Aukið magn fíkniefna Aðspurður segist Jóhannes telja að skýringin á auknum fjölda fíkniefna- mála sé í senn öflugri löggæsla og aukið magn fíkniefna í umferð. Að öðru leyti hafi heildarbragur hátíðar- haldanna verið góður og þrátt fyrir mikinn fjölda fíkniefnamála hafi heildarfjöldi brotamála verið minni en í fyrra. Fíkniefnamálin á Akureyri voru 46, þar af var grunur um dreifingu og sölu í þremur tilvikum. Daníel Guð- jónsson, yfirlögregluþjónn, segir fjöldann fyrst og fremst skýrast af auknu eftirliti. Liðsauki frá ríkislög- reglustjóra sem sendi þrjá lögreglu- menn og tollverði með fíkniefnaleit- arhunda, hefði komið sér vel. Lögreglumennirnir frá höfuðborgar- svæðinu hefðu þekkt „sína menn“ sem lögreglan á Akureyri kannaðist síður við og hundarnir reynst happa- drjúgir. „Þeir þefuðu þetta uppi, í orðsins fyllstu merkingu,“ segir hann. Fjögur kynferðisbrotamál Neyðarmóttöku vegna nauðgana höfðu í gær borist upplýsingar um fjögur kynferðisofbeldismál um versl- unarmannahelgina, tvö í Vestmanna- eyjum, eitt á Akureyri og eitt á höf- uðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Akureyri leitaði kona um tvítugt til neyðarmóttöku á Akureyri í gærmorgun og í kjölfarið var leitað til lögreglu. Tvær konur leituðu á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum, ein á sunnudags- kvöld og önnur í gærmorgun. Málin höfðu ekki verið kærð. Í gærkvöldi fengust ekki upplýs- ingar hjá lögreglu um fjórða málið. Rúmlega hundr- að fíkniefnamál um helgina  Fátt sleppur/8 Morgunblaðið/Júlíus Fíkniefnahundar fundu mikið af ólöglegum efn- um á hátíðum verslunarmannahelgarinnar. Fjögur kynferðisofbeldismál tilkynnt en engin kæra lögð fram ALAIN Jourden, 43 ára gamall Frakki, varð heimsmeistari í lítt þekktri íþrótt um helgina þegar hann spýtti lifandi snigli 9,38 metra. Jourden sigraði 110 keppendur frá 14 löndum en náði þó ekki að bæta eigið heimsmet, sem var 10,4 metrar. „Vindskilyrðin voru ekki hag- stæð,“ sagði einn skipuleggjenda keppninnar í hafnarbænum Mogueriec á Bretagneskaga í Frakklandi. Um 2.000 manns fylgdust með keppninni. Keppendurnir í þessari íþrótt velta lifandi snigli í munninum til að tryggja að þeir hræki honum í réttri stellingu, hlaupa eftir 20 m langri braut og spýta. Breskur keppandi setti lands- met í íþróttinni og spýtti 5,82 metra. Kona setti met í snigla- spýtingu kvenna (4,10 metrar) og met barna undir 10 ára aldri var einnig slegið (þrír metrar). Heimsmeistari í sniglaspýtingu Mogueriec. AFP. PARAGVÆMENN við útför ættingja sem fórst í eldsvoða í stórverslun í Asunción, höfuðborg Paragvæ, á sunnudag. Þarlend yfirvöld sögðust í gær vera að rannsaka ásakanir um að eigandi stórverslunarinnar hefði fyrir- skipað öryggisvörðum hennar að læsa útgöngudyrum til að koma í veg fyr- ir að fólk kæmist út úr byggingunni með vörur án þess að borga fyrir þær. Að minnsta kosti 340 manns fórust. „Flestir þeirra sem létu lífið dóu af völdum reykeitrunar. Þeir hefðu ekki dáið ef þeim hefði verið leyft að fara út,“ sagði Hugo Onieva, slökkviliðs- stjóri í Asunción. Saksóknari, sem stjórnar rannsókn á eldsvoðanum, sagði að eigandi stórverslunarinnar yrði ákærður fyrir manndráp. Um 20 vitni hefðu sagt lögreglunni að öryggisvörðunum hefði verið skipað að læsa dyrunum. / 14 Reuters Ákærður fyrir manndráp vegna mannskæðs bruna GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti kvaðst í gær vera hlynntur því að skipaður yrði sérstakur embætt- ismaður, sem fengi það hlutverk að stjórna leyniþjónustustofnunum landsins, og að komið yrði á fót nýrri stofnun sem hefði yfirumsjón með baráttunni gegn hryðjuverkastarf- semi. „Við erum þjóð í hættu,“ sagði Bush við blaðamenn í garði Hvíta hússins eftir að öryggisviðbúnaður- inn var aukinn í þremur borgum Bandaríkjanna um helgina vegna hættunnar á hryðjuverkum. Kerry gagnrýnir Bush Forsetinn samþykkti tvær af helstu tillögum nefndar sem rann- sakaði hryðjuverkin 11. september 2001. Bush hafnaði þó þeirri tillögu nefndarinnar að nýja embættið og stofnunin heyrðu beint undir for- setaembættið. John Kerry, forsetaefni demó- krata, gagnrýndi þessa afstöðu Bush í gær. Hann sakaði forsetann um að tefja nauðsynlegar umbætur í ör- yggismálum og hvatti hann til að kalla þingið saman til að hefja und- irbúning þeirra þegar í stað. „Erum þjóð í hættu“ Bush hlynntur nýju leyniþjón- ustuembætti Washington. AP.  Óttast árásir/15 Fasteignir og Íþróttir í dag Fasteignir | Verk Manfreðs Vilhjálmssonar  Fasteignalán í erlendri mynt  Nýtt hverfi í hrauninu Íþróttir | Vala langt undir ólympíulágmarki  Ísland mætir Rússlandi á HM í Túnis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.