Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENDINGAR eru ekki þeir einu sem hafa þurft að horfast í augu við að Bandaríkin vilji draga úr aðstoð í varnarmálum, ef marka má nýlega grein Aftenposten þar sem kemur fram að norski herinn þurfi í dag að greiða fyrir ýmislegt sem Banda- ríkjamenn borguðu áður. Norska varnarmálaráðuneytið vísar fréttinni á bug. „Hinn ríki frændi í Ameríku borgar ekki lengur fyrir norskar varnir. Endurskipulagningin sem ríkis- stjórnin leggur til, með minni en virk- ari varnir á friðartímum, er í raun þvinguð fram af þeirri staðreynd að við verðum sjálf að borga reikninginn – og þar af leiðandi verðum við að eiga meira samstarf við aðrar þjóðir en áð- ur,“ segir Kjell Dragnes, blaðamaður Aftenposten. Í greininni kemur fram að Banda- ríkjamenn hafi verið örlátir í garð Norðmanna í tugi ára eftir síðari heimsstyrjöld, t.d. varðandi vopn, leigu á búnaði og lán. Á vettvangi Atl- antshafsbandalagsins hafi norskar varnir verið byggðar upp, með því að koma upp ratsjám, byggja hafnar- bakka og kaupa freigátur, vörubíla, flugvélar og herbíla. Þannig hafi Nor- egur getað einbeitt sér að því að taka þátt í friðarverkefnum ýmiskonar, með marga á launaskrá og háan launakostnað. Dragnes segir að ótrúlega fáir, sem hafi tjáð sig af miklu öryggi um end- urskipulagninguna sem unnið hafi verið að í varnarmálaráðuneytinu og sem sé undirstrikuð í frumvarpi sem samþykkt hefur verið í norska Stór- þinginu og sem fjallar um varnir landsins á árunum 2005–2008, geri sér grein fyrir því að Noregur þurfi nú að greiða allan reikninginn fyrir kaup á nýjum tækjum, æfingar og annað sem tengist vörnum landsins. Nútíma hergögn verði sífellt dýrari og dýrari. Þetta þýði að fá lítil lönd geti staðið straum af þeim kostnaði sem af full- komnum vörnum hljótist. Noregur verði því líklega að eiga aukið sam- starf við aðrar þjóðir í varnarmálum en verið hefur til þessa. Þannig geti Norðmenn átt von á því eftir nokkur ár að hollenskar herflugvélar fljúgi yfir N-Noreg, ekki vegna varna Nor- egs, heldur sem hluti af þeim. Varnarmálaráðuneyti vísar fréttinni á bug Í svörum sem Morgunblaðið fékk frá norska varnarmálaráðuneytinu er efni greinar Aftenposten vísað á bug og sagt að Noregur hafi ekki þegið neina hjálp frá Bandaríkjunum á síð- ustu árum. Vegna breytinga sem NATO sé nú að hrinda í framkvæmd, til að gera bandalagið sveigjanlegra og hreyfanlegra, hafi verið dregið úr fjárfestingum í Noregi á síðustu fimmtán árum. Noregur leggi til sam- eiginlegra sjóða bandalagsins og ekki beri að líta á fjárfestingu NATO í Noregi sem hjálp eða stuðning. Segir varnarmálaráðuneytið að sambandið við Bandaríkin skipti Nor- eg miklu máli. „Þetta [samband] er byggt á samningum sem báðar þjóð- irnar hafa hag af, þar með talið þjálf- un og æfingar, en hefur ekki í för með sér neinn fjárhagslegan stuðning af hálfu Bandaríkjanna til Noregs,“ seg- ir í svörum ráðuneytisins. Í frumvarpinu, sem áður er vísað til, er áætlað að 118 milljarðar norskra króna, eða rúmir 1.200 millj- arðar íslenskra króna, renni til varn- armála á árunum 2005–2008. Bandaríkin hafa dregið úr fjárhagslegum stuðningi við Noreg í varnarmálum Norðmenn borga brúsann Reuters LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gær karlmann sem hleypti af úr haglabyssu á tvö íbúðarhús á Reyk- hólum snemma á sunnudagsmorgun. Jafnframt skaut hann af öflugum veiðiriffli í gegnum bát og bíl á um 90 metra færi. Við húsleit í atvinnuhúsnæði í aust- urborginni, þar sem maðurinn heldur til, fundust 170 kannabisplöntur um 30 græðlingar og nokkuð af þýfi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins rændi sami maður sjoppu á Laugarvatni í maí með því að ógna afgreiðslustúlku með stórri töng. Daginn eftir stal hann bíl á Selfossi og eftir langa eftirför lögreglu var hann stöðvaður í Mosfellsbæ. Hann hafði þá ekið utan í fólksbíl og skemmt þrjá lögreglubíla. Gylfi Helgason býr á Reykhólum og er hús hans í um 25–30 metra fjar- lægð frá húsinu þar sem byssumað- urinn hefur lögheimili en þar hefur hann haldið til endrum og sinnum. Gylfi kveðst hafa vaknað snemma um morguninn við haglabyssuskot en í svefnrofunum taldi hann einna lík- legast að einhverjir væru að stelast til að skjóta á gæs. Það var ekki fyrr en hann fór fram úr um morguninn að hann sá að skotið hafði verið úr haglabyssu á glugga á neðri hæðinni. Skotið hafði þó aðeins náð í gegnum ytra glerið í tvöfaldri rúðunni. Fljótari til Reykjavíkur en Patreksfjarðar Gylfi hringdi þegar í Neyðarlínuna og greindi starfsfólki þar frá að skot- ið hafi verið á húsið. „Þórólfur [Hall- dórsson, sýslumaður á Patreksfirði] sagði í fréttum að þeir hefðu brugðist seint og illa við vegna ónógra upplýs- inga. En ég veit nú ekki hvað hefði verið ljósara,“ segir hann. „Mér finnst þá að þeir hefðu getað lyft síma og aflað sér upplýsinga.“ Reyndar hafi hann aðeins fengið að tala við starfsfólk Neyðarlínu sem hann telur hafa litla þekkingu á stað- háttum og vegalengdum. Um versl- unarmannahelgina er samstarf milli lögregluliða á Vestfjörðum og var honum því gefið samband við lögregl- una á Ísafirði. „Það sýndi sig vel að við erum af- skaplega fjarri þeim á Patreksfirði. Það er til dæmis mun fljótlegra að fara til Reykjavíkur en til Patreks- fjarðar og við værum betur komin sem hverfi í Reykjavík eins og Kjal- nesingar,“ segir hann. Jónas Sigurðsson, aðalvarðstjóri á Patreksfirði, segir að viðbrögð lög- reglu hafi mótast af því að tilkynnt var um málið klukkan 10.35 en þá hafi verið liðnir 5–6 klukkutímar frá því skotunum var hleypt af. Upphaf- lega hafi hann því ekki talið að mikil hætta hafi verið á ferðum. Á leiðinni til Reykhóla hafi menn áttað sig á því að málið gæti verði alvarlegra en ætl- að var í upphafi, m.a. vegna upplýs- inga um að þekktur afbrotamaður hefði lögheimili í húsi sem mögulegt var að skotið hefði verið úr auk þess sem þrjú skotvopn væru í húsinu. Jónas segir að eftir að sérsveit rík- islögreglustjóra hafi gengið úr skugga um að maðurinn var ekki inn- andyra hafi verið lýst eftir honum í tölvukerfi lögreglunnar. Aðspurður hvort lögregla hefði átt að bregðast öðruvísi við segir Jónas að það sé vel hugsanlegt og menn muni nú setjast rækilega yfir málin. Ef tilkynning hefði borist fljótlega eftir að hleypt var af hefði verið brugðist skjótar við. Enginn var í hinu húsinu sem maðurinn skaut á en hann er talinn hafa hleypt úr tveimur skotum á útidyrahurð. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði, segir að í ljósi þess að tilkynningin barst nokkrum klukku- tímum eftir að skotunum var hleypt af, hafi viðbrögð lögreglu verið eðli- leg. Þá bendir hann á að lögreglu- mennirnir hafi verið á vakt fram und- ir morgun. Þeir hafi verið sofandi þegar tilkynning barst og því hefði tekið nokkurn tíma að komast af stað. Maður handtekinn eftir að hafa skotið úr haglabyssu á tvö íbúðarhús á Reykhólum „Betur komin sem hverfi í Reykjavík“ Sunnudagur: 10.35 Tilkynning berst Neyðar- línu um að skotið hafi verið á hús á Reykhólum milli klukk- an 5 og 6. Skotið fór í gegnum ytra gler í tvöfaldri rúðu. Seinna bárust upplýsingar um að skotið hefði verið fyrr á húsið. 12.30 Lögreglumenn leggja af stað frá Patreksfirði. Vega- lengdin til Reykhóla er 190 km og um 2½ klukkustund tekur að aka hana. 13.30 Lögregla telur sig hafa upplýsingar sem benda til þess að þekktur afbrotamaður hafi skotið á húsið og haldi jafnvel enn til á staðnum. Í kjölfarið er sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð út frá Reykjavík. 17.30 Sérsveitin kemur til Reyk- hóla og ræðst til inngöngu. Enginn er í húsinu en í því finnast þrjú skotvopn, tvær haglabyssur og öflugur 243 kalibera veiðiriffill auk tómra skothylkja. Um kvöldið kom fyrst í ljós að hleypt hafði ver- ið af rifflinum. Mánudagur: 11.10 Lögreglan í Reykjavík handtekur manninn í aust- urborginni. Frá Reykhólum til Reykjavíkur ÁSGEIR Þór Ásgeirsson, aðalvarð- stjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að eftir að lögregla frétti af atburðum á Reykhólum hafi verið ákveðið að leggja mikla áherslu á að handtaka skotmanninn. „Við vildum bara koma honum af götunni,“ segir hann. „Þegar við vorum að kanna eitt heimilisfang sést hann á gangi þar skammt frá og var handtekinn. Eftir það var farið í húsleit og hann hafði auðvit- að ekki um neitt annað að velja en að vísa á þetta“, sagði hann. Við leit í atvinnuhúsnæði sem maðurinn á og heldur til í fundust 170 kannabisplöntur, 30 græðling- ar og nokkuð af þýfi. Morgunblaðið/Júlíus Sérfræðingur tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík tók sýni úr kannabis- plöntunum sem fundust við húsleit í atvinnuhúsnæði í gærmorgun. Vildu koma mann- inum af götunni GÓÐAR merkingar á vegum skipta miklu máli varðandi öryggi öku- manna og vöntun á slíkum merking- um getur skapað mikla hættu. Að mati Þórunnar Reynisdóttur, for- stjóra Avis-bílaleigunnar, er viðbúið að erlendar ferðaskrifstofur hætti að vísa ferðamönnum hingað til lands verði vegamál ekki lagfærð. Þórunn telur að merkingum á vegum og að- vörunum vegna vegavinnu sé ábóta- vant hér á landi og því sé slysahættan mikil fyrir erlenda ferðamenn. „Hér eru merkingar og lokanir á vegum okkur ekki til sóma en við berum ábyrgð á þessum hlutum bæði gagn- vart erlendum ferðamönnum og okk- ur sjálfum. Það vantar bæði merking- ar og leiðbeiningar um vegina á vegunum,“ segir Þórunn og tekur það fram að úr þessu verði að bæta í ljósi þess að ferðamönnum sem komi hing- að til lands fari sífellt fjölgandi. Óttast slæm- ar merkingar á vegum LÖGREGLAN á Blönduósi hafði af- skipti af um 120 ökumönnum um verslunarmannahelgina vegna hrað- aksturs. Sá sem hraðast ók var tek- inn á 137 km/klst. þar sem hámarks- hraði er 90 km/klst. Lögreglan á Húsavík hafði í gær afskipti af rúm- lega 30 manns fyrir of hraðan akst- ur. 120 teknir fyrir hraðakstur ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.