Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 36
MENNING 36 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fös . 06 .08 20 .00 Fös . 13 .08 20 .00 Lau . 14 .08 20 .00 ATH ! ATRIÐ I Í SÝNINGUNNI ERU EKKI FYRIR V IÐKVÆMA ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Þriðjudagstónleikar 3. ágúst kl. 20:30 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvík. www.lso.is - lso@lso.is Margrét Árnadóttir selló og Lin Hong píanó. Fantasiestücke eftir R. Schumann, Duo eftir B. Adolphe og Sónata í A-dúr eftir C. Franck 10. ágúst kl. 20:30 Kristjana Helgadóttir flauta, Ingólfur Vilhjálmsson klarinetta og Gunnhildur Einarsdóttir harpa. Verk m.a. eftir Berio, Scelsi, Carter, Stockhausen og Takemitsu MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI Yfir 12.000 miðar seldir ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Fös. 6. ágúst kl. 19.30 Lau. 7. ágúst kl. 19.30 Fim. 12. ágúst kl. 19.30 Fös. 13. ágúst kl. 19.30 Lau. 14. ágúst kl. 18.00 Fim. 19. ágúst kl. 19.30 Fös. 20. ágúst kl. 19.30 Sun. 22 ágúst kl. 19.30 Í KLINK og Bank hafa 12 lista- menn sett upp verk sín undir nafn- inu Dystópía, sem að mínu viti er andstæða útópíu, s.s. staður þar sem allt er eins slæmt og hugsast getur. Í sýningarskrá er að finna texta sem ég geri mitt besta til að skilja en held ég nái ekki alveg. Þar er fjallað um egóið og samkeppni listamanna, að í útópíunni klappi all- ir hver öðrum á bakið. Einnig kem- ur fram að útópía verði óhjákvæmi- lega leiðigjörn en gallarnir gefi lífinu gildi. Draumurinn vegur salt á hnífsegg egósins, segir undir lokin. Hvað merkir það? Hljómar flott en ég næ því ekki alveg. Ég næ heldur ekki alveg að tengja textann í skránni verkunum á sýningunni, hann er fullháfleygur og virkar meira sem verk út af fyrir sig en hugsanlegur inngangur að sýning- unni, en það er allt eins gott og gilt. Í raun er ekki hægt að segja að nein heildarsýn setji mark sitt á þessa sýningu, það er helst að hún hafi á sér yfirbragð skólaverkefnis en sal- urinn í Klink og Bank er kannski ágæt millilending þeirra sem nýlega hafa lokið námi eða eru enn í námi og langar að fá viðbrögð við verkum sínum. Hér sýnir hver og einn eitt verk og fátt stendur upp úr. Ljós- myndir Elínar Helenu Evertsdóttur við innganginn sýna skemmtilega skrýtið sjónarhorn á borg sem gæti verið Reykjavík en er það þó ekki. Brenglun sjónarhornsins með því að stilla stól upp við húsvegg nær að skapa forvitnilegar myndir sem þó eru ekki ýkja persónulegar. Fána- stöng upp úr gólfi er húmorísk að- ferð til að vinna með rýmið á óvænt- an hátt í verki – að því er ég best gat séð – Darra Lorenzen. Áhrifa- mesta verkið er innsetning Haf- steins Michaels, ljósrit sem þekur heilan vegg og sýnir herbergi með innanstokksmunum frá sjöunda ára- tug síðustu aldar og ungan mann sem situr og les, mynd sem áhorf- andinn getur túlkað að vild. Mynd af verkinu í sýningarskrá er frá- brugðin verkinu á staðnum, í skránni er hvítur flötur á vegg þar sem stendur Ég og hann, en í saln- um er þar að finna málverk eftir Jón Sæmund Auðarson. Mér virðist sem hér hafi sjálfsprottin samvinna átt sér stað með niðurstöðu sem auðgar upprunalega verkið, kannski einmitt sú tegund samvinnu sem Klink og Bank getur boðið upp á þegar best lætur? Inn af Græna salnum er að finna innsetningu Erwin van der Werve, sem hefur málað þrívítt strangflat- armálverk í hollenskum anda og minnir litanotkun og línur nokkuð t.d. á málverk Mondrians frá öðrum áratug sl. aldar. Klink og Bank hefur ótakmarkað – a.m.k. hugmyndafræðilega séð –frelsi til athafna. Það kemur manni því eiginlega á óvart hversu hefð- bundin verkin eru sem þarna eru sýnd og hvað formúlan um að mynd- list snúist fyrst og fremst um að búa til hluti og sýna þá er lífseig. Einnig formúlan að samsýningu undir ákveðnu nafni eða í anda ákveðins þema. Því hvar á nýsköpunin að eiga sér stað ef ekki þarna? Verk Hafsteins Michaels og Jóns Sæmundar í Klink og Bank. MYNDLIST Klink og Bank Til 31. ágúst. Sýningarsalur Klink og Bank er opinn alla daga frá kl. 14–18. DYSTÓPÍA, SAMSÝNING 12 LISTAMANNA Ragna Sigurðardóttir MARGRÉT Árnadóttir sellóleikari og Lin Hong píanóleikari skipa sam- an dúett sem hefur gert víðreist í sumar, en þau halda tónleika í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld og voru í júní á þriggja vikna tón- leikaferðalagi um Kína, en eru bæði búsett í New York í Bandaríkjunum. Mikill áhugi í Kína Á tónleikaferðalaginu léku þau Margrét og Lin í þremur borgum, Beijing, Xiamen og Quanzhou, og hlutu að sögn alls staðar mjög góðar viðtökur. „Kínverjar hafa mikinn áhuga á klassískri tónlist og hann fer vaxandi,“ segja þau í samtali við Morgunblaðið. „Samleikur á selló og píanó er þó ekki algengur þar í landi, því þrátt fyrir að margir leggi stund á klassíska tónlist er lítil hefð fyrir kammertónlist af þessu tagi. Við unnum því visst brautryðj- endastarf í þeim skilningi,“ bætir Lin við. Þessa vöntun á kammertónlist má greinilega merkja í aðsókn á tón- leika þeirra sem var með eindæmum góð, en þau léku fyrir fullu húsi í 1.000 manna sal á einum tónleikum sínum. Einnig var greinilegur mikill áhugi fjölmiðla á komu þeirra, tón- leikar þeirra voru forsíðuefni dag- blaða og var einum þeirra sjón- varpað í heild. Þetta var í fyrsta sinn sem Mar- grét kom til Kína og sagði hún ferð- ina hafa verið mikla upplifun. „Ég fann að fólk hafði mikinn áhuga á Ís- landi og oft voru hátt settir embætt- ismenn á tónleikum okkar. Fólki í smærri borgum fannst mikið til þess koma að vestræn manneskja héldi tónleika þar, enda er það ekki al- gengt,“ segir hún og Lin bætir við að Margrét hafi alls staðar vakið mikla athygli. Lin er hins vegar sjálfur fæddur í Kína, en hefur ekki komið þangað síðastliðin 16 ár. „Það var frábært að koma aftur, allt var mjög nútíma- legt. Fólk þar er augljóslega mjög hrifið af klassískri tónlist og fleiri að læra hana en þegar ég fór þaðan,“ segir hann, en þau Margrét héldu einnig masterclass-námskeið fyrir strengjakvartett við Ji Mei- háskólann í Xiamen. Lærir hjá David Soyer Samstarf Margrétar og Lin hófst fyrir rúmum tveimur árum í Juilli- ard-tónlistarháskólanum í New York, en Margrét lauk B.M.-prófi þaðan nú í vor og heldur áfram í mastersnám þar í haust hjá hinum virta sellóleikara David Soyer úr Guarneri-kvartettinum. Lin starfar sem meðleikari við Juilliard og hef- ur jafnframt lokið mastersgráðu frá skólanum. Á tónleikunum í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar í kvöld ætla þau að leika Fantasiestücke op. 73 eftir Robert Schumann, dúó fyrir selló og píanó í fjórum þáttum eftir Bruce Adolphe frá árinu 1998 og sónötu í A-dúr eftir César Franck. Tónlist | Selló og píanó á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Sellóleikarinn Margrét Árnadóttir og píanistinn Lin Hong eru nýsnúin aft- ur úr tónleikaferðalagi um þrjár borgir í Kína, en þau halda tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld. Frá Kína til Íslands ÓLYMPÍULEIKVANGURINN í Berlín, sem reistur var fyrir Ólymp- íuleikana árið 1936, var opnaður að nýju við hátíðlega athöfn um helgina eftir umfangsmiklar viðgerðir og breytingar. Framkvæmdirnar tóku fjögur ár og kostuðu meira en 20 milljarða króna. Úrslitaleikur heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnu árið 2006 á að fara fram á leikvanginum. Ólympíuleikvangurinn og fleiri íþróttamannvirki í grenndinni sem byggð voru á árunum 1934-1936 áttu að sýna umheiminum yfirburði Þjóð- verja og Þriðja ríkisins. Arkitektinn Werner March teiknaði leikvanginn, en bæði Adolf Hitler og bygg- ingameistari hans, Albert Speer, höfðu áhrif á endanlega gerð hans. Hlaupabrautin blá Mannvirki nasista njóta ekki öll mikillar hylli nú á dögum, en leik- vangurinn þykir bæði vera glæsi- legur og vel skipulagður. Hann er að hálfu niðurgrafinn þannig að íþróttavöllurinn í miðjunni er mörg- um metrum lægri en svæðið í kring- um leikvanginn, og taldist það til nýjunga á sínum tíma. Það gerir að verkum að áhorfendur komast mjög hratt inn og út af leikvanginum og hægt er að tæma hann á um 15 mín- útum. Endurbæturnar fólust meðal ann- ars í því að þak var reist yfir alla áhorfendapallanna, og þykir sú framkvæmd hafa tekist mjög vel. Umdeildari var sú ákvörðun að hafa hlaupabrautina kringum íþróttavöll- inn í bláum einkennislit knatt- spyrnuliðsins Hertha Berlin, en Ól- ympíuleikvangurinn er heimavöllur liðsins. Upprunalega var brautin rauð að lit, eins og slíkar brautir nánast undantekingarlaust eru ann- ars staðar. Afreka Jesse Owens minnst Bandaríski blökkumaðurinn Jesse Owens gerði að engu vonir Hitlers um að á Ólympíuleikunum 1936 kæmu yfirburðir aríska kynstofns- ins í ljós. Owens vann fern gull- verðlaun á leikunum, í 100 metra og 200 metra hlaupi, 4 sinnum 100 metra boðhlaupi og langstökki. Áhorfendur fögnuðu afrekum hans, en Hitler og þýskir fjölmiðlar reyndu að gera sem minnst úr þeim. Áhersla hefur verið lögð á að gera upp við fortíðina til þess að leikvang- urinn geti skammlaust þjónað hlut- verki sínu sem heimavöllur liðsins Hertha Berlin og við heimsmeist- aramótið í knattspyrnu sem haldið verður í Þýskalandi árið 2006. Jesse Owens hefur orðið eins konar tákn- gervingur þeirra breytinga sem orð- ið hafa síðan 1936. Fyrir um tuttugu árum síðan var gata sem liggur með- fram Ólympíuleikvanginum nefnd í höfuðið á Owens. Eftir endurbæt- urnar ber einn af básunum fyrir heiðursgesti einnig nafn hans og við opnunarhátíðina um helgina var barnabarn hans heiðursgestur og af- reka Owens var minnst. Ólympíuleikar í Berlín 2016? Berlín sótti um að fá að halda Ól- ympíuleikana árið 2000, en varð að láta í minni pokann fyrir Sydney. Klaus Wowereit, borgarstjóri Berl- ínar, lét nýlega hafa eftir sér að til greina kæmi að gera aðra tilraun og sækja um Ólympíuleikana 2016 eða 2020. Við opnunarhátíðina um helgina tóku fleiri stjórnmálamenn og íþróttafrömuðir undir þessar ósk- ir. Margt hefur breyst í Þýskalandi frá árinu 1936 og merki nasista hafa löngu verið fjarlægð af Ólympíu- leikvanginum. Blaðið Berliner Zeit- ung velti því þó fyrir sér í nýlegri grein hvort það væri við hæfi að láta kanslara Þýskalands og aðra heið- ursgesti fylgjast með opnunarhátíð Ólympíuleikana úr heiðursstúku Adolfs Hitlers. Byggingarlist|Endurbætur á Ólympíuleikvangi Hitlers Leikvang- urinn opnaður að nýju Ljósmynd/Helgi Þorsteinsson Nýja þakið þykir falla vel að Ólympíuleikvanginum og hugmyndum arki- tektsins Werners March, sem teiknaði leikvanginn á sínum tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.