Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 16
DAGLEGT LÍF 16 ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ LÍTTU INN TIL OKKAR OG BRAG‹A‹U EKTA HEIMILISMAT FRÁ NAPOLÍ Í HÁDEGINU 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s HEIMILI & HÚS Klæðnaður er mannskepn-unni nauðsyn. Um þettaverður varla deilt hvortsem litið er til veðurfars eða fegurðargildis. Líklega sækir þorri almennings í fataverslanir í því skyni að leita að nothæfri spjör en ekki eru nema 30 - 40 ár síðan slíkt var talið algjör lúxus. Þá sátu húsmæður sveittar við sauma fram eftir öllum kvöldum til að tryggja börnum sínum og heimilisfólki við- eigandi klæðnað, hvort heldur var um vetrarkápu, jóladress, skóla- buxur eða náttserk að ræða. Vefn- aðarvöruverslanir voru á hverju strái og aldrei var notaðri flík kast- að fyrir róða öðruvísi en búið væri að rannsaka hvort þar leyndist nýtilegur hnappur eða efnisbútur. Með ódýrari „búðarfötum“, betri launakjörum og minni tíma virðast þessar húsmæður vera þverrandi þjóðflokkur. Þó eru þær konur, og karlar, enn til sem njóta þess að töfra fram klæðilegan fatnað á sig og sína. Að minnsta kosti blæs Guð- finna Björk Helgadóttir, eigandi vefnaðarvöruverslunarinnar Virku, á allt svartsýnistal um að allir séu hættir að sauma. „Það er mikið saumað og mikið að gera hjá okk- ur,“ segir hún. „Það eru svo margir sem vilja búa til sitt eigið. Hingað koma bæði konur og ungar stelpur og margar þeirra eru að sauma boli og pils enda eru svo mörg auðveld snið í dag. Það er eins og allt sé leyfilegt.“ Hún bætir því við að oft kosti þessar flíkur háar fjárhæðir í búðum og því sé enn í fullu gildi að hægt sé að spara dágóðan skilding á saumaskapnum. Guðfinna segir mikið um að tekið sé efni í teygjanlega boli. „Hvít eða rósótt efni eru vinsæl í bolina og svo festa þær alls konar skraut og blúndur á þá.“ Eins eru gallaefni vinsæl, efni í svokallaða Dior-jakka og hör í buxur og draktir. Pabbinn saumaði brúðarkjólinn „Við seljum talsvert af efni í þjóð- búninga og í kringum ferming- arnar er mikið verslað hjá okkur efni í fermingarföt. Og svo eru allir brúðarkjólarnir.“ Í ljós kemur að það er býsna algengt að konur saumi eigin brúðarkjóla eða þá að saumalagnar mæður, ömmur eða frænkur taki verkið að sér. Meira að segja hafi einn faðirinn tekið sig til og saumað brúðarkjól á dóttur sína. Almennt segir hún þó ekki mikið um að karlmenn saumi. „Það mætti vera meira. En það er þó einn og einn, bæði í bútasaumnum og fatasaumnum.“  HANNYRÐIR Að sauma á sig og sína ben@mbl.is Morgunblaðið/Eggert ÞAÐ var strax í barnaskóla sem sauma- áhugi Ernu Magnúsdóttur kviknaði. „Í þá daga voru stelpurnar látnar í handavinnu og strákarnir í smíðar,“ segir hún og hlær. Síðan hefur hún saumað meira og minna þótt fataframleiðslan hafi minnkað hin síðari ár. „Ég saumaði mjög mikið á sjálfa mig þegar ég var ung og svo náði ég mér í mann þegar ég var 16 ára og byrjaði strax að sauma á hann. Ég hafði gaman að því að gefa systkinabörnunum mínum heimasaumaðar gjafir áður en börnin mín fæddust og svo saumaði ég náttúrulega á börnin mín þegar þau voru kominn til sög- unnar.“ Meðal þeirra flíka sem liggja eftir Ernu eru pils, buxur og bolir að ógleymdum eigin brúðarkjól sem hún hannaði ásamt frænku sinni og saumaði, reyndar oftar en einu sinni. „Það var rosalega gaman og ég saumaði hann fyrst upp í lak svo hann myndi örugglega passa áður en ég saumaði hann upp í efnið.“ Prófað sig áfram Þegar sonur hennar, sem er yngstur af þremur börnum, var skírður saumaði Erna á hann matrósaföt og kjóla á dæturnar tvær auk þess sem hún hefur notað kunnáttuna til að prýða heimilið. „Ég hef saumað gardínur og utan á húsgögnin mín. T.d. er ég búin að sauma tvisvar utan um sófa, sem við tók- um með okkur frá Danmörku fyrir 14 ár- um.“ Þá hefur hún breytt eldri flíkum og saumað upp úr þeim. Á dögunum var hún t.d. að breyta gallabuxum í pils fyrir 18 ára frænku sína sem alsæl hélt heim á leið með hátískuflík fyrir lítinn pen- ing. „Og ég var bara eitt kvöld að gera þetta.“ Erna er ekki í vafa um að hún hafi sparað með saumaskapnum, ekki síst þegar börnin voru yngri. „Hins vegar eru föt orðin svo ódýr í dag að það borgar sig varla að sauma þau, nema það sé eitthvað sérstakt eins og danskjólar. Þeir eru mjög dýrir.“ Í ljós kemur að dætur hennar eru báðar í samkvæmisdönsum og Erna hefur saumað glæsilega dansskrúða á þær. En hefur hún fengið einhverja frekari leiðsögn í saumaskapnum? „Nei, í raun ekki,“ svarar hún. „Ég hef bara lært þetta af sjálfri mér með því að taka upp snið og prófa mig áfram. Ég á reyndar systur sem er fatahönnuður og hún hefur stundum hjálpað með snið dans- kjólanna. Reyndar saum- uðum við dimmisjónbúninga á stúdentsefni tvö vor í röð og það voru örugglega 300 eða 400 búningar. Svo var mamma dug- leg að hjálpa okkur við að sauma.“ Erna er vön því úr æsku að það hafi þótt sjálfsagt að grípa til saumanna. „Mamma saumaði allt á okkur systkinin, sjö börn. Þannig að ég hugsa að þetta sé bara í blóðinu.“  ERNA MAGNÚSDÓTTIR Með sauma- skapinn í blóðinu Morgunblaðið/Árni Torfason Saumaskápurinn: Erna situr við saumana í sér- stökum „skáp“ sem útbúinn var til verksins. Morgunblaðið/Árni Torfason Spariklædd: Lilja Guðmundsdóttir, dóttir Ernu, í danskjól sem saum- aður var sem fermingarkjóll í vor. HALLDÓR Óskarsson ætlaði sér eiginlega að verða rafvirki en fann fljótlega út að fagið átti ekki nógu vel við hann. Þess vegna fór hann á stúfana til að kanna hvaða aðrir kostir væru í boði. „Mig hefur alltaf langað að gera eitthvað sem mér hefur fundist skemmtilegt. Ég var í rafvirkjun og sá að það var hægt að læra ým- islegt í Iðnskólanum, meðal annars klæð- skeraiðnina.“ Þetta vakti áhuga Halldórs sem ákvað að byrja á fatahönnunarlínu í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, svona til að sjá hvort fagið væri eins spennandi og hann hélt. „Fyrst héldu allir að þetta væri bara hugdetta hjá mér. Ég sá hins vegar fljótlega að þetta væri það sem ég vildi gera, svo ég fór aftur í Iðnskólann, í fataiðn- deild, til að vera í þessu af fullum krafti. Þar ætla ég að reyna að taka hvort tveggja, kjóla- meistaranám og klæðskeranám.“ Sækir í gömul efni Það var fyrst í skólanum sem Halldór byrjaði að sauma eitthvað að ráði. Á því ári sem liðið er síðan hann hóf klæðskeranámið hefur hann þó verið iðinn við saumavél- ina og saumað alls kyns flíkur, bæði á sjálfan sig, félaga sína og fólk úti í bæ. Fötin sem hann saumar eru bæði til hversdags- brúks og spari. „Það eru buxur, skyrtur, kjólar, pils og bolir – bara allur pakkinn. Vinir mínir eru allt- af að biðja mig um að gera eitthvað og ég hef bæði verið að hanna og sauma á fólk eftir málum. Þetta er ótrúlega faglegt og allur frágang- urinn skiptir miklu máli, eins og á árum áður er menn létu klæðskera sauma á sig föt sem pössuðu á þá.“ Efnin sækir Halldór ekki endi- lega á hefðbundna staði eins og í vefnaðarvöruverslanir. „Ég leita líka að notuðum flíkum, t.d. í Kolaportinu, og sauma upp úr þeim eða breyti. Ég læri auðvit- að í skólanum að gera sniðin og svo nota ég gömul efni sem hafa einhvern karakter.“ Viðbrögðin við þessum ný- fengna saumaáhuga Hall- dórs hafa bara verið jákvæð að hans sögn enda segir hann það úrelta hugmynd að það séu bara konur og samkynhneigðir karlar sem saumi. Og konur af eldri kynslóðinni eru mjög hrifnar af þessu hjá honum. „Ég var næstum búinn að festast í raf- magninu en af hverju ekki frek- ar að gera eitthvað sem manni finnst skemmtilegt?“  HALLDÓR ÓSKARSSON Fatasaumur frekar en rafmagn Morgunblaðið/Þorkell Ljósmynd/Aldís Páls Sniðagerð: Halldór hefur lært að búa til snið og sauma á fólk eftir máli. Tískuklæðnaður: Leðurjakkann hannaði og saumaði Halldór fyrir tískusýningu í Iðnskólanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.