Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.08.2004, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2004 7 BÍLL valt í Norðurárdal í Borgar- firði í gærkvöldi. Þrennt var í bíln- um og slasaðist ökumaðurinn nokk- uð og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur en aðrir í bílnum sluppu að mestu ómeiddir. Að sögn lögreglu er talið að ökumaðurinn hafi dottað undir stýri með þessum afleiðingum. Talsverðar tafir urðu á umferð vegna slyssins. Slasaðist í bílveltu í Norðurárdal VIKTORÍA Áskelsdóttir sundkona hefur synt rúmlega 27 km af 62 km leið áleiðis yfir Breiðafjörðinn en hún synti í Fag- urey í gær. „Ég reyndi kvöldið áður að synda út í Fagurey og var komin hálfa leið þegar ég lenti í miklum straumi,“ segir Viktoría en hún synti einnig fyrsta áfangann að Gassaskeri í gærkvöldi. „Það eru tæplega 8 km frá Fagurey út í Gassasker og ég syndi þá vega- lengd í tveimur áföngum.“ Vegna slæmrar vindáttar og stórra strauma við Flatey hefur Viktoría snúið afgangi leiðarinnar við og heldur því frá Stykkishólmi og lýkur sundinu í Flatey. Ekki er víst hvenær Viktoría lýkur sundinu en stefnt var á að því lyki 7. ágúst. „Það fer eftir veðri og vindum en upp á síðkastið hef ég náð að synda 2 km á 50 mínútum.“ Sundið er þreytt í þágu Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og með sundinu er fólk hvatt til að gerast heimsforeldrar, styrkja verkefni UNICEF um allan heim. Hægt er að skrá sig á heima- síðu samtakanna á www. unicef.is. Viktoría snýr sundinu við Viktoría Áskelsdóttir MAÐUR stakk sér ofan af þaki brú- arinnar yfir tjörnina í Herjólfsdal og ofan í tjörnina snemma í gær- morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er fallið um fjórir metrar en tjörnin er ekki nema um eins metra djúp. Maðurinn rotaðist við fallið og urðu björgunarsveitar- menn að blása í hann lífi eftir að þeir náðu honum upp á tjarnar- bakkann. Flogið var með manninn til Reykjavíkur með þyrlu Land- helgisgæslunnar. Maðurinn slas- aðist illa en þó ekki eins illa og talið var í fyrstu, að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Stakk sér í tjörn af brú í Herjólfsdal SAMGÖNGURÁÐHERRA Nor- egs, Torild Skogsholm, vill að upplýsingar um mistök, bilanir og óhöpp og annað sem úrskeiðis fer hjá flugfélögum verði gerðar op- inberar og þannig aðgengilegri fyrir almenning. Hún mun taka þetta mál upp á fundi ráðherra Norðurlandanna sem fram fer á Íslandi í lok ágúst. „Mér finnst ekki rétt að alvar- legum mistökum og skorti sé haldið leynilegum fyrir farþegum. Við ættum, sem borgarar, að hafa rétt til að þekkja gæði og öryggi vörunnar sem við kaupum,“ hefur NTB eftir ráðherranum. Óskar eftir tillögum Torild Skogsholm hefur beðið norsku flugmálastjórnina um til- lögur um hvernig megi auka ör- yggi, ekki eingöngu í Noregi held- ur á alþjóðavettvangi og mun taka þær með sér til Íslands, að því er fram kemur í norskum fjölmiðl- um. Ekki er ljóst hvort fundurinn kemur til með að álykta um málið. Mistök flugfélaga verði gerð opinber BJÖRGUNARSVEITIR Slysavarna- félagsins Landsbjargar á Austur- landi voru kallaðar út í fyrrakvöld til að leita að konu sem varð viðskila við gönguhóp sinn í þoku við Borg- arfjörð eystra en hópurinn var að ganga yfir í Vatnsdal. Klukkan 18 um kvöldið var ljóst að konuna vantaði í hópinn en fólkið ákvað að halda áfram ferð sinni yfir í Vatnsdal í þeirri von að konan myndi skila sér þangað. Þegar þangað var komið sást konan hvergi og var þá leitað aðstoðar björgunarsveita Slysavarnafélags- ins Landsbjargar og voru allar björgunarsveitir á Austurlandi sett- ar í viðbragðsstöðu. Um 20 björg- unarsveitarmenn frá björgunar- sveitunum Héraði frá Egilsstöðum og Sveinungi frá Borgarfirði eystra héldu til leitar. Kl. 23:20 kom týnda konan fram í Borgarfirði eystra heil á húfi, en hún hafði náð að rekja leið sína til baka og komst aftur á byrjunarreit. Hæglætisveður var á þessum slóð- um, en þoka. Viðskila við ferða- félaga í þoku AF OG til getur náttúran af sér albínóa, þ.e. alhvít dýr. Á dögunum rakst ljósmyndari á þennan hvíta lóuunga skammt frá bænum Hákonarstöðum í Jökuldal. Hann er óneitanlega sérstakur og ólíkur hinni venjulegu lóu. Ljósmynd/Páll H.Benediktsson Hvítur lóuungi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.